Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 58
Sölumaður
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Okkur vantar öugan sölumann til starfa
í einu sérverslun landsins með grill og grillvörur
Umsóknir og
fyrirspurnir sendast á
starf@grillbudin.is
Ert þú heiðarlegur, samviskusamur og metnaðarfullur
einstaklingur sem hefur áhuga á bílum? Þá erum við kannski að leita
af þér! Erum að bæta við okkur starfsmanni vegna aukinna umsvifa
í sölu á notuðum bifreiðum.
Helstu verkefni og ábyrgðir: Þjónusta viðskiptavini bílasölunnar,
fylgja eftir fyrirspurnum og vinna með kaupanda og seljanda í
100% trúnaði. Töluverð teymisvinna fylgir starfinu og mikil
upplýsingaskylda. Starfinu fylgir helgarvinna mismikil eftir árstíðum.
Hæfniskröfur: Leitum af kraftmiklum einstaklingi með áhuga á
þjónustu og sölumennsku.
• almenn tölvukunnátta
• góðir skipulagshæfileikar og jákvætt lífsviðhorf
• frumkvæði og samstarfsvilji, öguð vinnubrögð
• hæfni í mannlegum samskiptum
• löggiltur bifreiðasali, kostur
Áhugasamir geta sent umsóknir á asgeir@planid.is,
allar frekari upplýsingar fást á staðnum eða í síma 517-0000,
hjá Ásgeiri A. Ámundssyni.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl. 2016Viltu vera góður gestgjafi ferðamanna í Reykjavík?
Menningar- og ferðamálasvið
Deildarstjóri á Upplýsingamiðstöð ferðamanna.
Höfuðborgarstofa leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum einstaklingi til að stýra daglegum rekstri Upplýsingamiðstöðvar
ferðamanna í Aðalstræti.
Leitað er að stjórnanda sem hefur eldmóð og áhuga á að leiða Upplýsingamiðstöðina inn í nýja tíma. Viðkomandi ber ábyrgð á
daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þar með talið umsjón með þjónustu, starfsmannamálum, gerð og eftirfylgni áætlana. Hefur
umsjón með samskiptum upplýsingamiðstöðvarinnar við ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila með það að markmiði að efla
faglega ráðgjöf og aðstoð við ferðamenn og ferðaskipuleggjendur, og kynna Reykjavík sem áfangastað. Ábyrgð á sérverkefnum
m.a. þróun og sölu á Gestakorti Reykjavíkur.
Áherslur starfsins byggja á Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og starfsáætlun Höfuðborgarstofu á hverjum tíma.
Starfið krefst:
• Háskólamenntunar sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er
ótvíræður kostur.
• Að lágmarki 3ja ára reynsla á sviði ferðamála.
• Frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum og góðra skipu-
lagshæfileika.
• Umtalsverðrar reynslu af rekstri, áætlanagerð og verkefna-
stjórnun.
• Yfirgripsmikillar þekkingar á ferðaþjónustu á höfuðborgar-
svæðinu.
• Þekkingar og áhuga á náttúru- og menningartengdri ferða-
þjónustu á landsvísu.
• Færni og getu til að vinna undir álagi og sinna mörgum
viðfangsefnum.
• Góðrar tungumálakunnáttu, íslensku, ensku og þriðja
tungumáls auk færni til að tjá sig vel í ræðu og riti.
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og ríkrar
þjónustulundar.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir: Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, ashildur.bragadottir@reykjavik.is,
sími 782 1202. Vakin er sérstök athygli á markmiðum starfsmanna- og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem er
að finna á www.reykjavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Hlutverk Menningar- og ferðamálasviðs er að fara með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg.
Sviðinu tilheyra menningarstofnanir Reykjavíkurborgar; Borgarbóksafn Reykjavíkur - menningarhús, Borgarsögusafn Reykjavíkur
og Listasafn Reykjavíkur. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á heildarkynningu Reykjavíkur á sviði ferðamála innanlands og utan,
rekur upplýsingamiðlun til ferðamanna og sér um skipulag og framkvæmd stærstu borgarhátíðanna í Reykjavík.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skrifstofa Alþingis
óskar eftir starfsmanni á
ármálaskrifstofu í fullt starf.
Sjá nánari upplýsingar á starfatorg.is.
Vinnumálastofnun
Þjónustufulltrúi
Verkefni og ábyrgð:
• Samskipti við viðskiptavini í afgreiðslu, síma
og tölvupósti.
• Móttaka og upplýsingagjöf.
• Samskipti og upplýsingagjöf til samstarfsmanna
á öðrum sviðum.
• Bakvinnsla.
Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Góð þjónustulund og mikil færni í mannlegum
samskiptum.
• Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu
og rituðu máli.
• Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
Vinnutími er frá kl 8:30-16:30
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála
ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Sækja skal um starfið á Starfatorgi:
www.starfatorg.is/skrifstofustorf/thjonustufull
truivinnumalastofnunreykjavik201603467
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2016.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þröstur
Sigurðsson þjónustustjóri í gegnum netfangið
throstur.sigurdsson@vmst.is
Vinnumálastofnun leitar að öflugum starfsmanni í áhugavert og fjölbreytt starf í þjónustuveri.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar:
Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
Umsækjendur þurfa að hafa framúrskarandi samskiptafærni, áhuga á velferðarmálum
og reynslu af almennum skrifstofustörfum.
Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 4800 www.vmst.is
Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki