Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 24
átt að gera það og fá þær með. Ég held ég hafi orðið meira femínískt þenkjandi eftir að ég gaf út Elskum þessar mellur, en fyrir það líka nema þá á rangan hátt að mörgu leyti. Ég var alltaf þessi týpa sem sagði: Ég er jafn- réttissinni sko, ekki femínisti. En ég er svo glaður, ég er svo ógeðslega glaður að hafa náð þessu.“ Ofhæpað að eignast barn Gauti segir föðurhlutverkið sannar- lega gott hlutskipti. Sjálfur hafi hann rétt þrettán ára gamall ákveðið að eignast barn tuttugu og sjö ára. „Mér fannst það alltaf góður aldur í þetta, nógu langt milli tvítugs og þrítugs. Taldi mig þá kominn á bæði andlega og fjárhagslega stabílan stað. Ég eign- ast Stellu reyndar aðeins fyrr, tutt- ugu og fimm ára. Þegar barnsmóðir mín varð ófrísk kom ekkert annað til greina en að eignast barnið. Mér fannst ég alveg tilbúinn þó svo ég sé ekki að segja að bankareikningurinn minn sé alltaf öskrandi grænn plús, en mér fannst ég tilbúinn með þess- ari manneskju. Við erum góðir vinir en auðvitað var þetta smá sjokk. Ég held það skipti ekki máli hvað þú ert gamall eða á hvaða stað þú ert, þetta er alltaf svolítið sjokk. En svo kemur þessi geðveikislega gleðispenna sem yfirtekur allt.” Þykir honum fulllangt seilst þegar fólk talar í sífellu um að allt lífið breyt- ist við að fá nafnbótina foreldri. „Nei, mér fannst ekki allt lífið breytast. Nú ætla ég til að mynda að mæla með að foreldrar hætti að gera eitt: að ofhæpa það að eignast barn. Það eru margir sem hugsa með sér að allt muni breyt- ast. Auðvitað er geðveikt að eignast barn og það er upplifun sem maður getur ekki útskýrt fyrir annarri mann- eskju. Allir upplifa það á sinn hátt. Ég man að þegar Stella fæddist fór ég allt í einu að verða hræddur um að verða haltur og missa svo allar tennurnar, nú væri ég sko orðinn fullorðinn. En þetta er allt aðeins spurning um viðhorf. Þú hættir ekkert að vera þú. Þinn persónuleiki heldur áfram að vera þarna en vonandi með aðeins betri rökhugsun um hluti sem skipta máli eins og fjármál og forgangsröðun. Fyrir mér breyttist ekkert annað en það að ég fékk manneskju í hendurnar sem ég elska út af lífinu og ég þarf að sjá fyrir henni og geri glaður. Auka- manneskja í fjölskylduna, allt í einu. Ég man þegar hún var nýfædd og var sett í svona ungbarnabakka með hjól- um. Ég var líka hræddur þá, fannst ég vera með hana á fleygiferð á hundrað kílómetra hraða meðan ég raunveru- lega tók hænuskref. Nokkrum mán- uðum seinna er maður svo farinn að snúa henni í hringi eins og pítsudeigi,“ útskýrir hann og brosir út í annað. Stundum þarf að kyngja stoltinu Feðginin eru í góðu sambandi þrátt fyrir að búa ekki saman. „Maður fær oft samviskubit yfir að vera ekki þarna. En lífið er allt fram undan og ég sé hana næstum daglega. Þegar ég hitti hana ekki þá Facetime-a þær mæðgur á mig. Ég er þannig ekki að missa, jú, ég er að missa af atriðum, en þau koma. Maður verður að hugsa um hennar þægindaramma. Fyrst var ég alveg þessi týpa, „já, ég vil svo fara að fá hana til mín, hún er orðin svona gömul og hún er alveg farin að borða“, en svo verður maður að átta sig á að börn eru misjöfn,“ segir Gauti alvar- legur. „Samskipti milli mín og mömmu hennar eru mjög góð. Við vorum par en erum það ekki lengur. Það auð- veldar hlutina að allt sé í góðu. Ég held að fólk þurfi að passa sig eftir allra bestu getu að halda samskiptunum góðum. Eitthvert sambandsslitastríð á kannski að vera bara ykkar á milli en það kemur alltaf niður á barninu. Stundum þarf maður að kyngja stolt- inu og öfundsýkinni ef hún kemur upp,“ útskýri hann. „Þetta verður allt sniðið að henni, en draumastaðan er að skipta þessu til helminga. Ég á eftir að lesa mér meira til um þetta. Mér finnst ekki ganga að rífa barn út úr sínum þægindaramma fyrir þína ánægju, það er svo rangt. Hvað þá barn sem ekki getur talað og er enn að átta sig á umhverfi sínu. Maður verður bara að njóta lífsins eins og það er og vera ekki með samviskubit, heldur gera sitt.“ Ekkert „street credit“ í vaskinn Gauti venti kvæði sínu í kross í janúar síðastliðnum og steig út fyrir þægindarammann er hann tók sér stöðu kynnis í þáttunum Ísland Got Talent sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. „Mér fannst þetta í rauninni mjög fáránleg pæling þegar Jón Gnarr hringdi í mig á föstudags- kvöldi klukkan tíu. Hann var þá staddur einhvers staðar á fjallvegi og ég gerði sjálfkrafa ráð fyrir að þetta væri símaat. Hann hringdi og ég hló. Ég fékk svo aðeins að hugsa þetta og spáði aðeins í hverju ég hefði í rauninni að tapa. Ég hef gert ýmis- lega hluti, verið kynnir á alls konar keppnum, ekki af þessari stærðar- gráðu auðvitað. Fyrir mér var það eina í stöðunni að segja já og sjá svo bara hvað myndi gerast. Það er ekki eins og ég hafi verið með eitthvað „street credit“ sem færi í vaskinn ef ég stykki á þetta,“ útskýrir Gauti og bætir glottandi við: „Ég hringdi reyndar í fimm frekar dómharða vini mína og spurði hvað þeim þætti um að ég myndi gera þetta. Þeir voru allir á sama máli, þarna væri fínt tækifæri fyrir mig. Svo ég beinlínis hringdi beint í Jón eftir þann símahring og sagðist vera on.“ Þrátt fyrir að vera býsna sjóaður í að standa fyrir framan margmenni viðurkennir Gauti að frumraun hans í beinni útsendingu hafi sannarlega kitlað hann í magann. „Þetta gekk ágætlega þó inni í mér væri hvirfil- bylur á nákvæmlega sama tíma. Bara á meðan ég var að segja: Velkomin í fyrsta þátt Ísland Got Talent, fannst mér líða hálftími. Ég hugsaði ein- hvern veginn samtímis: Er ég sveitt- ur? Er skeggið nógu vel snyrt? Fokk, það það eru allir að horfa. Þetta er erfiðara en maður heldur.“ Sleppur vel við gagnrýnina Hann segist sleppa lygilega vel úr klóm gagnrýnisradda internetsins í samanburðinum við dómnefnd þáttanna þó einhverjir velti fyrir sér hvað Emmsjé Gauti rappdjöfull vilji upp á dekk í sjónvarpi. „Ég er þessi jákvæði sem styður alla. Þessi sem peppar liðið og slepp þannig við alls konar. Vissulega sér maður eitt og eitt komm ent inn á milli, eins og það sem ég las ekki alls fyrir löngu og var á þessa leið: „Allt sem Gauti gerir er eins og þvinguð klámmyndasena.“ Maður fæ eitthvað svona en hugsar svo með sér að sjálfur fari maður inn á Twitter til að vera kaldhæðinn og fyndinn. En tvö slæm komment í tengslum við einn stærsta skemmti- þátt á Íslandi er eitthvað sem ég er alveg til í að díla við,“ segir hann yfirvegaður. „En það er samt svolítið eins og fólk virðist ekki alveg átta sig á að það eru alvöru manneskjur sem koma til með að lesa kommentin sem eru skrifuð. Fólk þarf aðeins að passa sig, sjálfur er ég nokkuð góður í að saxa svona niður enda hef ég verið með YouTube-síðu síðan ég var sex tán ára. Ég les sum kommentin um dómarana og velti fyrir mér hvers vegna fólk er yfirhöfuð að segja þessa hluti. Þetta er ógeðslegt. Sumu er betra að halda bara fyrir sig og saumaklúbbinn. Þetta hættir alveg að vera baktal þegar þú ert bara að segja ljóta hluti á netinu. Mér finnst fín reglan um að ef maður getur ekki sagt eitthvað framan í manneskjuna, eigi maður að sleppa því að segja það.“ Kemur alltaf einhver meira kúl Burtséð frá miskunnarleysi net- tröllanna segist Gauti njóta sín fyrir framan myndavélarnar og hefur hug á frekari landvinningum í sjón- varpi, en lokaþáttur Ísland Got Tal- ent verður sýndur næstkomandi sunnudagskvöld. „Ég er með margar misgóðar hugmyndir að þáttum. Bæði þar sem ég fer með aðalhlut- verk og er í bakgrunni. Ég þarf að taka fund og vona að ég fái stimpil- inn: staðfest,“ segir hann og hlær. „Ég er reyndar mikið kamelljón og ákveð oft á dag hvað ég ætla að verða. Ég kláraði loks stúdentinn síðasta sumar og reyndi þá að komast inn í Listaháskólann í grafík en það gekk ekki. Þá varð það bara glatað og ég fór að hugsa um eitthvað annað. Rauði þráðurinn er yfirleitt kre a- tív vinna. Mig langaði til dæmis að verða kvikmyndagerðarmaður fyrir nokkru, sökkti mér á bólakaf í það í eina viku og gerði tónlistarmynd- band, afraksturinn er útgáfutón- leikamyndband Úlfs Úlfs. Klippti það og ákvað að verða klippari, var staðráðinn í því. En gleymdi því svo aftur fimm dögum seinna. Um dag- inn keypti ég mér þrjár heimspeki- bækur, las þær og ætlaði að skrá mig í nám í heimspeki og verða heim- spekingur. Mér finnst voða erfitt að ákveða hvað ég ætla að gera, langar að fá smá „taste“ af öllu. Ætli ég sé ekki í draumastöðunni eins og er, að fá að vinna sem skemmtikraftur? En ég geri ráð fyrir að það muni enda. Þá þarf ævintýrið samt kannski ekki að enda á allan hátt. Einn daginn mun ég hætta að vera kúl, eða kannski ekki alveg hætta. En það kemur allt- af einhver sem er aðeins meira kúl. Mér finnst það ekki stressandi. Þetta er eins og að vera íþróttamaður, þú getur ekki búist við að vera ennþá í Manchester United þegar þú verður fimmtíu og fimm ára.“ „Maður fær oft samviskubit yfir að vera ekki þarna. En lífið er allt fram undan,“ segir Gauti. Fréttablaðið/antOn brinK Mér finnst ekki ganga að rífa barn út úr sínuM þægindaraMMa fyrir þína ánægju, það er svo rangt. ↣ 2 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r24 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.