Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 02.04.2016, Blaðsíða 93
Ræða sem forsætisráðherra Indlands, hr. Narendra Modi, flutti á heimsfundi súfa 17. mars 2016 í Nýju-Delí Syed Mohammad Ashraf, forseti og stofnandi All India Ulema og Mashaikh Board, Shawki Ibrahim Abdel Karim Allam, stórmúfti Egypta- lands (dómari trúarinnar), Shaykh Hashimuddin Al Gailani frá Bagdad; Syed Minhaj Ur Rehman frá Bangladess; Diwan Ahmed Masood Chisti frá Pakistan; Syed Nizami frá Nizamuddin Dargah og Syed Chisti frá Ajmer Sharif; samstarfsmenn mínir í ráðuneytinu, fræðimenn og súfar frá Indlandi, gestir frá nágrannalöndunum og fjarlægum þjóðum, velkomin til lands sem er tímalaus uppspretta friðar og forn uppspretta hefða og trúar, sem hefur tekið á móti trúarbrögðum heimsins og fóstrað þau. Verið velkomin, þið sem aðhyllist trú á Vasudhaiva Kutumbakam, að heimurinn sé ein fjölskylda. Trú sem samræmist boðskap hins heilaga Kórans um að mannkynið hafi verið eitt samfélag, sem síðan kvíslaðist, sannfæring sem berg- málaði í orðum hins mikla persneska og súfíska skálds Saadi, og stendur í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, að allir menn komi frá sömu uppsprettu: Við erum ein fjölskylda. Velkomin til hinnar fornu borgar Delí – sem byggð er af hugviti ólíkra þjóða, menningarheima og trúarbragða. Líkt og meðal þjóðar okkar er staður fyrir alla trú í borginni, jafnt trú sem hefur fáa fylgjendur og trú sem milljarðar aðhyllast. Stórkostleg hof Delí eru meðal annars dargah-hof hinna miklu súfísku dýrlinga Mehboob-e-Ilahi og Hazrat Bakhtiyar Kaki, sem draga til sín fólk af öllum trúarbrögðum og frá öllum heimshornum. Þetta er ótrúlegur viðburður sem skiptir miklu máli í heiminum, á mikilvægum tíma fyrir mannkynið. Á tímum þegar dimmur skuggi ofbeldis fer stækkandi eruð þið ljós vonar eða Noor. Þegar hlátur barna er þaggaður af byssum á götunum eruð þið rödd sem læknar. Í heimi sem á erfitt með að sameinast um frið og réttlæti er þetta samkoma fólks þar sem lífið sjálft er boðskapur friðar, umburðarlyndis og kærleika. Þið komið frá mismunandi löndum og menningarheimum en eigið sameiginlega trú sem sameinar ykkur. Þið talið ólík tungumál en þau sameinast í boðskap samhugar. Þið eruð einnig fulltrúar hinnar ríku fjölbreytni íslamskrar menningar sem stendur á traustri undirstöðu mikilfenglegra trúarbragða. Þetta er menning sem náði miklum hæðum á 15. öld í vísindum, læknisfræði, bókmenntum, listum, arkitektúr og viðskiptum. Hún byggðist á gríðarlegum hæfileikum þegna sinna og einnig þátttöku íslam í fjölbreyttum menningarheimum – Egyptalandi hinu forna, Mesópótamíu og Afríku; Persíu, Mið-Asíu og Kákasus; í Austur-Asíu; ásamt búddisma, indverskri heimspeki og vísindum. Um leið og hún auðgaði sjálfa sig auðgaði hún einnig heiminn. Enn og aftur lagði hún grundvöll að varanlegum lærdómi úr mannkynssögunni: Með opnum huga og eftirgrennslan, þátttöku, aðlögun og virðingu fyrir fjölbreytileika mun mannkynið þróast, þjóðir taka framförum og heimurinn dafna. Þetta er einnig boðskapur súfisma, eins stærsta framlags íslams til veraldarinnar. Frá uppruna sínum í Egyptalandi og Vestur-Asíu breiddist súfismi út til fjarlægra landa, hélt á lofti merkjum trúar og manngildis, lærði af andlegum hugsuðum annarra menningarheima og laðaði að fólk með lífi og boðskap helgra manna sinna. Í jafnólíku umhverfi og Sahara-eyðimörkinni eða í Suðaustur-Asíu, í Tyrklandi eða í Mið-Asíu, í Íran eða á Indlandi, endurspeglast súfismi í sameiginlegri þrá manna til að fara út fyrir iðkun og lífsreglur trúar og öðlast dýpri einingu með hinum almáttuga. Í þessari andlegu og dulrænu eftirgrennslan upplifðu súfar algildan boðskap hins almáttuga: að fullkomnun í mannlegu lífi endurspeglast í þeim eiginleikum sem eru kærir Guði. Að allir eru sköpun Guðs; og ef við elskum Guð verðum við einnig að elska allt sköpunarverk hans. Eins og Hazrat Nizamuddin Auliya sagði: „Hinum almáttuga þykir vænt um þá sem elska hann vegna mannanna, og þá sem elska mennina vegna hins almáttuga.“ Þessi boðskapur talar fyrir einingu mannkynsins, allrar sköpunar hins almáttuga. Fyrir súfa þýddi því þjónusta við Guð þjónustu við mannkynið. Með orðum Khwaja Moinuddin Chishti: Af allri tilbeiðslu er tilbeiðslan sem þóknast hinum almáttuga Guði sem mest sú sem veitir hinum lágt settu og kúguðu létti. Í fallegu myndmáli um manngildi sagði hann að mannverur yrðu að búa yfir ástúð sólarinnar, örlæti árinnar og gestrisni jarðarinnar, því að þau gögnuðust okkur öllum, án mismununar og aðgreiningar meðal fólks. Húmanismi hans styrkti einnig stað og stöðu kvenna í samfélaginu. Umfram allt fagnar súfismi fjölbreytileika og fjölhyggju, eins og Hazrat Nizamuddin Auliya orðar það, að allar þjóðir eigi sína eigin leið í sannleikanum, trúnni og virðingunni. Þessi orð endurspegla guðdómleg skilaboð hins heilaga spámanns að það sé engin nauðung í trú; enn fremur að fyrir alla menn séu ákveðnar leiðir fyrir tilbeiðslu sem þeir fylgja. Þetta er einnig í samræmi við sálina í ummælum Bhakti-dýrlingsins úr hindúasið: „Inn í faðm hins eina mikla hafs renna lækir úr hæðum hvaðanæva.“ Og í speki Bulleh Shah: „Drottin má finna í hjarta sérhvers manns.“ Þessi gildi eru nauðsynleg á okkar tímum. Þetta er veruleiki náttúrunnar. Við lærum þessa speki í hinu fullkomna jafnvægi og sátt sem er til staðar í miklum fjölbreytileika lífríkisins. Boðskapur hennar nær út fyrir mörk skóla og safnaða. Þetta er andleg leit sem rekur uppruna sinn til hins heilaga spámanns og grunngilda íslam, sem bókstaflega þýðir friður. Og það minnir okkur á að þegar við hugsum um 99 nöfn Allah stendur ekkert þeirra fyrir vald og ofbeldi og að fyrstu tvö nöfnin þýða „samúðarfullur“ og „miskunnsamur“. Allah er Rahman og Raheem. Súfismi er rödd friðar, sambúðar, samúðar og jafnréttis, ákall um alþjóðlegt bræðralag. Og rétt eins og Indland varð aðalmiðstöð íslamskrar menningar kom þjóð okkar einnig fram sem ein helsta lifandi þungamiðja súfisma. Súfismi varð andlit íslams á Indlandi, jafnvel þótt hann væri rótgróinn í hinum heilaga Kóran og Hadis. Súfismi blómstraði í eindrægni Indlands og fjölhyggju. Hann varð hluti af andlegri hefð Indlands, og í honum þróaðist sérstök indversk hugmynda- fræði. Hann varð einnig til þess að móta sérstaka íslamska arfleifð á Indlandi. Við sjáum þessa arfleifð á sviðum lista, arkitektúrs og menningar sem er hluti af efniviði þjóðarinnar og sameiginlegu daglegu lífi okkar. Við sjáum hana í andlegri og vitsmunalegri hefð á Indlandi. Hún styrkti þá menningarhefð okkar að taka vel á móti öllum sem er gríðarlegt framlag okkar miklu þjóðar til fjölbreyttrar heimsmenningar. Í ljóðum Baba Farid eða Guru Granth Sahib finnum við fyrir sömu andlegu tengingunni. Við sjáum samúð í matargjöfum í súfískum hofum og þorpsgröfum Pira sem drógu til sín fátæka og hungraða. Orð Hindavi voru töluð í súfískum Khanqah-húsum. Framlag súfisma til ljóðlistar á Indlandi er stórt og áhrif hans á þróun indverskrar tónlistar eru djúpstæð. Enginn hafði meiri áhrif en súfíska skáldið og tónlistarmaðurinn Amir Khusrau. Átta öldum síðar gegna ljóð hans og nýsköpun í tónlist áframlykilhlutverki í tónlist Hindústan. Enginn hafði talað um indverska tónlist af jafnmikilli ástríðu og hann. Hver annar hefði getað tjáð ást sína á Indlandi eins fallega og hann gerði: „En Indland, frá hæstu tindum til ystu skaga, er birtingarmynd himnaríkis. Adam kom frá paradísarhöllinni; það var aðeins hægt að senda hann í þennan aldingarð sem er Indland. Ef Indland er ekki paradís, hvernig gat landið þá orðið dvalarstaður páfuglsins, fugls paradísar?“ Það er þessi andi súfismans, ást á landi sínu og stolt af þjóð sinni sem skilgreinir múslima á Indlandi. Þeir endurspegla tímalausa men- ningu friðar, fjölbreytni og jafnréttis í gegnum trú á landið okkar; lýðræðishefð Indlands hefur haft rík áhrif á þá, þeir eru öruggir um stað sinn í landinu og láta sig framtíð þjóðar sinnar varða, og umfram allt eru þeir mótaðir af gildum íslamskrar arfleifðar á Indlandi. Súfisminn heldur á lofti æðstu hugsjónum íslams og hefur alltaf hafnað hryðjuverka- og öfgastefnuöflum. Núna, þegar súfar ferðast til mismunandi staða í heiminum, eru þeir sendiherrar þjóðargilda okkar og -hefða. Sem þjóð vorum við á móti nýlendustefnu í baráttu okkar fyrir frelsi. Í upphafi sjálfstæðis kusu sumir að fara í burtu, og ég tel að það hafi líka tengst nýlendustefnu í stjórnmálum á þeim tíma. Helstu leiðtogar okkar, eins og Maulana Azad, og mikilvægir andlegir leiðtogar, eins og Maulana Hussain Madani, auk margra milljóna venjulegra borgara, höfnuðu hugmyndinni um skiptingu á grundvelli trúarbragða. Núna stefnir Indland fram á við með styrknum sem skapast hefur úr baráttunni, fórnunum, hugrekkinu, þekkingunni, kunnáttunni, listinni og stoltinu sem sérhver fylgjandi hvaða trúar sem er býr yfir í fjölbreyttri en þó sameinaðri þjóð okkar. Eins og sítarstrengir sem hver um sig skapar ákveðna nótu en sameinast í að búa til fallegt lag. Þetta er andi Indlands. Þetta er styrkur þjóðar okkar. Allt okkar fólk, hindúar, múslimar, síkar, kristnir, jainistar, búddistar, minnihlutahópurinn parsar, trúaðir, trúlausir, er óaðskiljanlegur hluti af Indlandi. Rétt eins og súfismi kom eitt sinn til Indlands hefur súfismi frá Indlandi breiðst út um allan heim í dag. En þessi hefð sem þróaðist á Indlandi tilheyrir allri Suður-Asíu. Þess vegna hvet ég aðra á svæðinu til að hlúa að þessari dýrlegu arfleifð okkar og endurlífga hana. Þegar andleg ást súfismans, en ekki ofbeldisöfl hryðjuverka, streymir yfir landamærin verður þetta svæði sú paradís á jörðu sem Amir Khusrau talaði um. Leyfið mér að umorða það sem ég hef áður sagt: Hryðjuverk sundra okkur og eyðileggja. Einmitt þegar hryðjuverk og öfgastefna hafa orðið mest eyðileggjandi afl okkar tíma hefur boðskapur súfismans alþjóðlegt mikilvægi. Allt frá helstu átakasvæðum Vestur-Asíu til rólegra borga í fjarlægum löndum, frá afskekktum þorpum í Afríku til bæja á okkar eigin svæðum, eru hryðjuverk dagleg ógn. Hver dagur færir okkur hræðilegar fréttir og hryllilegar myndir: • af skólum sem breyst hafa í kirkjugarða sakleysis; • af bænasamkomum sem breyst hafa í líkfylgdir; • af bænaköllum eða „Azaan“ sem drukkna í hávaða frá sprengingum; • af blóði á ströndinni, fjöldamorðum í verslunarmiðstöðvum og brennandi bílum á götum úti; • af blómlegum borgum í rúst og eyðileggingu á ómetanlegri arfleifð; • og af foreldrum sem bera kistur, heilu samfélögunum sem er raskað, milljónum á vergangi og flóttamönnum sem fastir eru milli elds og stormasamra hafa. Á þessari stafrænu öld nýrra loforða og tækifæra ná hryðjuverk í vaxandi mæli til enn fleiri og blóðtaka þeirra eykst á hverju ári. Frá upphafi þessarar aldar hafa tugir þúsunda fjölskyldna misst ástvini sína í þúsundum hryðjuverka um allan heim. Aðeins á síðasta ári, ég er að tala um 2015 eingöngu, voru gerðar hryðjuverkaárásir í meira en 90 löndum. Foreldrar í 100 löndum búa við þann daglega sársauka að hafa misst börn sín vegna stríðsins í Sýrlandi. Og í veröld sem auðvelt er að ferðast um getur einn atburður valdið dauða borgara margra landa. Á hverju ári eyðum við meira en 100 milljörðum dala í að vernda heiminn gegn hryðjuverkum, fé sem hefði átt að verja í uppbyggingu fyrir fátæka. Ekki er eingöngu hægt að meta áhrifin í tölum. Þau breyta því hvernig við lifum. Öfl og hópar leika lykilhlutverk í stefnu og áætlunum ríkja. Aðrir eru ráðnir til málstaðarins í afvegaleiddri trú. Sumir eru þjálfaðir í skipulögðum herbúðum. Enn aðrir fá innblástur í hinum landamæralausa netheimi. Hryðjuverkastarfsemi notast við fjölbreyttar hvatningarleiðir og málstaði, en ekkert sem hægt er að réttlæta. Hryðjuverkamenn afskræma trúarbrögð sem hafa málstað sem þeir segjast styðja. Þeir drepa fleiri og eyðileggja meira í sínu eigin landi og meðal eigin fólks en þeir gera annars staðar. Og þeir stofna heilu svæðunum í hættu og gera heiminn óöruggari og ofbeldisfyllri. Baráttan gegn hryðjuverkum er ekki uppgjör gagnvart neinum trúarbrögðum. Hún getur ekki verið það. Hún er barátta milli húmanískra gilda og miskunnarlausra afla. Í þessum átökum er ekki eingöngu hægt að berjast með hernaði, leyniþjónustu eða með diplómatískum hætti. Þessa baráttu verður einnig að sigra með styrk gilda okkar og raunverule- gum boðskap trúarinnar. Eins og ég hef áður sagt verðum við að hafna tengslum milli hryðjuverka og trúarbragða. Þeir sem dreifa skelfingu í nafni trúar eru ekki trúaðir. Og við verðum að efla boðskap súfisma sem stendur fyrir grunnþætti íslam og æðstu manngildi. Þetta er verkefni sem ríki, samfélög, spekingar, fræðimenn og fjölskyldur verða að fylgja eftir. Hins vegar er boðskapur súfisma að mínu mati ekki bara bundinn við baráttuna gegn hryðjuverkum. Gildi sáttar, velferðar, samúðar og kærleika í garð manneskjunnar eru grunnurinn að réttlátu samfélagi. Það er lögmálið á bak við trúarjátningu mína: „Sab Ka Saath, Sab Ka Vikaas.“ Og þessi gildi eru mikilvæg til að varðveita og hlúa að fjölbreytni í samfélögum okkar. Fjölbreytni er einfaldlega veruleiki náttúrunnar og uppruni frjósemi í samfélaginu og hún ætti ekki að vera orsök ósættis. Við þurfum ekki einungis stjórnarskrárákvæði eða lagalegar öryggisráðstafanir heldur einnig félagsleg gildi til að byggja friðsælt samfélag án aðgreiningar, þar sem allir eiga heima, öruggir um réttindi sín og fullvissir um framtíð sína. Þetta er líka tími mikilla breytinga og umskipta í heiminum. Um miðja síðustu öld voru mikilvæg tímamót í mannkynssögunni. Ný heimsmynd kom fram. Margar nýjar þjóðir fæddust. Í upphafi nýrrar aldar erum við á enn öðrum umbreyt- ingatímum að umfangi sem sjaldan sést í mannkynssögunni. Í mörgum heimshlutum er óvissa um framtíðina og hvernig á að takast á við hana sem þjóðir og samfélög. Á slíkum tímum er heimurinn einmitt berskjaldaðastur gagnvart ofbeldi og átökum. Alheimssamfélagið verður að vera meira vakandi en nokkru sinni áður og sporna gegn myrkraöflunum með geislandi ljósi mannlegra gilda. Því skulum við muna orð hins heilaga Kórans að ef einhver drepur einn saklausan mann er það eins og ef hann dræpi heila þjóð; og ef einhver bjargar einu lífi er það eins og ef hann bjargaði heilli þjóð. Leyfum okkur að vera innblásin af boðskap Hazrat Moinuddin Chishti: Með andlegu ljósi þínu, leystu upp ský ósættis og stríðs og breiddu út velvilja, frið og sátt meðal fólksins. Minnumst hins algilda húmanisma í orðum súfíska skáldsins Jalaluddin Rumi: „Varðveittu öll mannsandlit í þínu eigin, án þess að dæma þau.“ Við skulum einnig halda á lofti prédikun Biblíunnar sem segir okkur að gera góða hluti, leita friðar og leggja stund á frið. Og speki Kabirs um að áin og öldurnar séu eitt. Einnig bæn Guru Nanak Devji: Drottinn, leyfðu öllum í heiminum að dafna og upplifa frið. Leyfum okkur að vera innblásin af ákalli Swami Vivekananda gegn aðskilnaði og að fólk af öllum trúarbrögðum haldi uppi merkjum sáttar, ekki deilu. Ítrekum einnig boðskap Ahimsa um drottin Búdda og Mahavira, sem alltaf á við. Og af þessum fundi, í þessu landi Gandhi og eilífra bæna sem alltaf enda með ákallinu „Om Shanti; Shanti; Shanti“: Friður, friður, friður. Friður hið innra og friður í heiminum. Við skulum því senda skilaboð til heimsins: Hljómfall sáttar og manngæsku, faðmlag fjölbreytni, andi einingar, þjónusta í anda samúðar og örlætis, ásetningur gegn hryðjuverkum, höfnun öfgastefnu og staðfesta í að efla frið. Við skulum berjast gegn kröftum ofbeldis með ást okkar og almennum manngildum. Loks skulum við endurheimta vonarljósið og breyta þessum heimi í friðargarð. Þakka ykkur fyrir að vera hér. Þakka ykkur fyrir það sem þið styðjið. Þakka ykkur fyrir það hlutverk sem þið leikið við að byggja upp betri heim. Þakka ykkur kærlega fyrir, kærar þakkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.