Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 12

Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 12
 HJARTANS ÞAKKIR Elsku þið öll, sem stóðuð svo þétt við bakið á okkur fjölskyldu Grétars Einarssonar við andlát og útför hans eigið okkar innilegu hjartans þakkir. Við erum djúpt snortin yfir umhyggju ykkar fyrir okkur,sam- kennd, kærleika og hlýju sem umvefur okkur á þessum erfiða tíma. Aðstoð ykkar er algjörlega ómetanleg og verður seint fullþökkuð en aldrei gleymd. Það er gott að finna hvað hann átti marga hér í Garð- inum hans heimabæ sem þótti vænt um hann og mátu hann mikils. Við erum sannarlega blessuð að eiga ykkur að, allt þetta fólk með svona fallegt hjarta, þið eruð ómetanleg. Eins viljum við þakka ykkur starfsfólki Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á D-deild fyrir hvað þið önnuðust Grétar okkar af mikilli virðingu, kærleika og alúð og gerðuð þessa viku í lífi okkar allra eins bærilega og ykkur var unnt. Við höfðum okkar eigið einkaafdrep sem er nauð- synlegt í þessum aðstæðum og þið voruð alltaf tilbúin að ljá okkur axlir til að gráta við þegar allt var svo erfitt og yfirþyrmandi. Þið eruð ómissandi í líknandi meðferð hér á Suðurnesjum, það er jú alltaf best að vera sem næst heimahögunum þegar kemur að því að kveðja ástvin í síðasta sinn, bæði fyrir hann og aðstandendur. Takk fyrir styrkinn og stuðninginn þið eruð englar í okkar huga. Með kærri kveðju Óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll Erla Dögg Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ógerlegt að greina á milli eftirlætis- bóka og -höfunda – Skúli Thoroddsen lögfræðingur og rithöfundur er lesandi vikunnar. Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanes- bæjar er Skúli Thorodd- sen en hann er einn af þeim sem gaf út nýja bók fyrir jólin, bókina Ína. Hvaða bók ertu að lesa núna? Veröld sem var, sjálfsævisögu Stefan Zweig, enn eina ferðina og var að ljúka við Olgu eftir Bernhard Schlink, höfund Lesarans, sem var aldeilis frábær. Hver er þín eftirlætisbók? Þær eru svo margar að ógerlegt er að greina á milli. Hver er eftirlætishöfundurinn þinn? Þeir eru margir; Ismail Kadaré (Al- bani), Amos Oz (Ísraeli), Pamuk (Tyrki), Ivan Klima (Tékki) og þeir Steinbeck, Hemingway, Scott Fitz- gerald og Joyce Carol Oates frá Bandaríkjunum, Rússarnir eru Tolstoy, Gorky og Dostojevskí, frá Svíþjóð Kerstin Ekman, Knut Hamsum (Norðmaður), Nexö (Dani) og William Heinesen (Færeyingur og Bandaríkjamaður). Af íslenskum er Þórbergur Þórðarson minn maður, Jóhannes úr Kötlum, Snorri Hjartason, Sigfús Daðason, Thor og höfundur Njálu. Af núlifandi eru það Jón Kalman, Gyrðir og Einar Már en það er ómögulegt að gera upp á milli snillinganna. Hvernig bækur lestu helst? Ljóðabækur og skáldsögur en ég dett líka af og til í reyfara, einkum sænska. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Jóhann Kristófer eftir franska skáldið Romain Rolland. Verkið var samið gegn ríkjandi hugmyndum tímans, gegn afstöðu eða afstöðu- leysi þeirrar listar sem þá var í tísku, hálfkákinu og hálfvelgjunni á tíma- bili siðferðilegar og félagslegrar rotnunar (á enn við). Hann vildi sýna einingu mannanna, hversu margbreytilegt form hennar kann að vera, sem sé höfuðmarkmið listarinnar og vísindanna. Hreinn húmanismi hjá Rolland, þ.e. mann- gæska og samkennd með mönnum. Hvaða bók ættu allir að lesa? Veröld sem var. Hvar finnst þér best að lesa? Í stólnum mínum. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Bréf til Láru, (Þórbergur), Yfir Ebrofljótið (Álfrún Gunnlaugs- dóttir) og Vopnin kvödd (Hem- ingway). Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 17. Á heimasíðu safnsins sofn. reykjanesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR: Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Reiki, heilun getur lagað hina ýmsu kvilla þunglyndi, verki, léttir lund Hef unnið með veik dýr líka með góðum árangri. Helga P. Hrafnan, reikimeistari Tímapantanir á palina1937@hotmail.com Vegleg gjöf Lionsmanna til Velferðarsjóðsins Lionsklúbbur Keflavíkur afhenti á dögunum Velferðarsjóði Suðurnesja styrk upp á 550.000 krónur til minningar um Árna Þór Þorgrímsson er lést þann 18. nóvember síðastliðinn. Hann var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í upphafi aðventu og fer vel á að afhenta styrkinn í hans nafni áður en jólahátíðin gengur í garð. Árni var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Keflavíkur þar sem hann lét til sín taka á vettvangi klúbbsins og starfaði ötullega að málefnum sem létu sér samfélagi varða í öll þau 65 ár sem klúbburinn hefur starfað. Frá afhendingu styrks Lionsmanna til Velferðarsjóðs. Hvað minnir þig á jólin? Veiga Sig- urðardóttir: „Fallegu jólaljósin sem koma og skína í hverri götu.“ Hlíf Kára- dóttir: „Smör- líkisaug- lýsingin sem við sungum með Ríó tríó, æði. Það sem var gaman að leika jólasveininn og fara með jólakort a milli húsa. Eplalyktin dá- samlega, appelsín og malt. Og stóra jólatréð, síðasta tréð í Nonna og Bubba, ég dróg það heim, auð- vitað snjór. Tréð náði upp í loft, ég var nýflutt, vantaði jólaskraut, svo ég setti tréð út i horn og skreytti það bara að framan, maður bjargar sér sko.“ Ómar og Magga: „Lyktin af nýjum eplum sem komu á þessum árstíma frá Bandaríkjunum.“ Hildur Sigfús- dóttir: „Laufa- brauðs- gerð og börn að væla yfir að- gerðaleysi foreldra í skreytingum.“ Tómas J. Knúts- son: „Ég gleymi ekki epla- lyktinni úr gámunum sem við fluttum með Jökul- fellinu rétt fyrir jólin, alveg yndislegt alla leiðina yfir hafið.“ Jóna Fanney Holm: „Sjónvarps- auglýsingar eru miklar þessa dagana, meðal annars eru bækur auglýstar.“ Helga Ragnarsdóttir: „Lyktin af heimagerða rauðkálinu.“ Heba Ingvarsdóttir: „Eplailmurinn í kaldri geymsl- unni en mamma geymdi alltaf jóla- eplin þar og smákökurnar sem hún hafði bakað. Þar voru einnig tveir trékassar með malt og appelsín í gler- flöskum. Ilmurinn var dásamlegur í geymsl- unni.“ Hjördís Árnadóttir: „Hvernig við leitum leiða til að lýsa upp svartasta skammdegið og efla nánd fjölskyldunnar.“ Kristjana Jóhannes- dóttir: „Heitt súkku- laði með rjóma, eplalyktin og aðfanga- dagskvöld með öllu mínu fólki sem barn hjá ömmu og afa heima á Ísafirði, yndislegt að rifja upp dásamlegar minn- ingar.“ Sveindís Valdi- mars- dóttir: „Kerta- ljós og eplailmur.“ Ágústa Guðrún Gylfa- dóttir: „Lesnar auglýsingar í útvarpinu með jóla- lagi undir, jólaljósin í glugganum og jólastúss heima við.“ Hrafnhildur Gunn- arsdóttir: „Ekkert stress, bara gaman að undirbúa jól, styttir skammdegið.“ 12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.