Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 32

Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 32
með raftæki frá Siemens og íþrótta- vörur. Verslunarrekstri hefur verið hætt og nú er áherslan á rafmagnið. Með stærstu verkefnum sem Sigurður Ingvarsson hefur tekið að sér var raflögn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við byggingu hennar en þá stofnaði hann félag með öðrum sem bauð í raf- magnsvinnuna og fékk. Sama gerist nokkrum árum síðar þegar Icelandair byggði flugskýli sitt á Keflavíkurflug- velli. Aftur var Sigurður í félagi við aðra og fékk verkið. SI RAF, eins og fyrirtækið heitir í dag, hefur einnig tekið þátt í mörgum stórum verk- efum á höfuðborgarsvæðinu og er í dag með tíu rafvirkja að störfum í verkefnum þar. Þakklátur eiginkonunni Sigurður hefur alltaf haft nóg fyrir stafni og í samtali hans við blaðamenn Víkurfrétta kemur nokkrum sinnum fram að hann hafi í raun ekki hug- mynd um hvernig hann hafi farið að því að púsla saman deginum og þeim verkefnum sem hann hafi tekið sér fyrir hendur. Hann sé þakklátur eigin- konu sinni, Kristínu Guðmundsdóttir, sem hafi staðið með honum í öll þessi ár. Árið 1974 skellti Sigurður sér í hreppspólitíkina í Garðinum, sem þá var Gerðahreppur. Sigurður var í hreppsnefndinni frá 1974 til 2002. Sigurður játar því að oft hafi gustað um pólitíkina í Garði og stundum hafi verið gaman og stundum leiðinlegt. „Það var leiðinlegt þegar það voru mikil læti en oft var gaman. Það stefndu allir að sama markmiði, að gera byggðarlagið betra. Það var gaman að taka þátt í því að byggja íþróttahús og sundlaug, stækka Gerðaskóla og standa að gerð á nýjum knattspyrnuvelli í Garðinum. Maður hafði brennandi áhuga á því að gera byggðarlagið betra. Það var gaman að sjá vegi malbikaða og loftlínurnar sem voru um allan Garð teknar niður. Þá sá maður breytingar á milli daga, hvað það breyttist mikið. Maður hafði metnað fyrir byggðarlaginu.“ Hefði frekar viljað stærri sameiningu - Nú hefur Garðurinn sameinast Sand- gerði í Suðurnesjabæ. Varst þú sam- einingarsinni? „Nei, en ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að skipta mér neitt af því. Þegar ég hætti í pólitíkinni þá hætti ég. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að vera maðurinn sem kæmi til að kenna hinum sem tóku við. Ég hefði sjálfsagt verið á móti sameiningunni.“ - Út af hverju? „Ég held að það hefði sjálfsagt verið betra að sameina bara allt, stærri sameiningu.“ - Hvaða tilfinningu hefur þú fyrir sameiningunni í Suðurnesjabæ? „Ég veit það ekki, ég held að þetta sé að ganga ágætlega. Þetta eru breyttir tímar og krafa um það að sveitarfélög stækki. Það koma peningar með þessu og verkefni sveitarfélaga eru alltaf að verða flóknari og flóknari. Það er meira lagt á sveitarfélögin í dag, en ég ætla ekki að dæma um þetta.“ Aðspurður hvort hann sjá fyrir sér frekari og stærri sameiningar, þá heldur Sigurður að svo verði. - Hefðir þú stutt stærri sameiningu? „Ég hugsa að ég hefði gert það en ég ákvað að hafa þetta bara fyrir sjálfan mig hvað ég var að hugsa.“ Sonarmissir erfiður tími Viðtalið við Sigurð Ingvarsson endum við að Útskálum en í mörg ár hefur Sigurður séð um jólalýsingu í kirkju- garðinum á aðventunni. Gjaldið sem hefur verið innheimt fyrir tengingar á ljósakrossum hefur runnið óskipt til góðra málefna en það hafa Sigurður og Kristín gert í minningu um son sinn, Sigurð, sem lést ungur að árum eftir veikindi. „Við misstum son okkar 22. desember 1985. Það var erfiður tími en þá kom í ljós að við áttum marga vini sem hjálpuðu okkur í gegnum það,.“sagið Sigurður Ingvarsson. GUÐFAÐIR FÓTBOLTANS Í GARÐI TEXTI OG MYNDIR Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson „Maður hafði brennandi áhuga á því að gera byggðarlagið betra. Það var gaman að sjá vegi malbikaða og loftlínurnar sem voru um allan Garð teknar niður. Þá sá maður breyt- ingar á milli daga, hvað það breyttist mikið. Maður hafði metnað fyrir byggðarlagið“. Ólafur Róbertsson, Jóna Sigurðardóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir og Elías Líndal. Íþróttahúsið, sundlaugin og Gerðaskóli í Garði. SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sendir Suðurnesjamönnum öllum innilegar jólakveðjur með óskum um farsælt komandi ár Til þjónustu reiðubúin 32 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.