Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 34

Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 34
IceMar ehf í Reykjanesbæ þakkar samstarfsaðilum um allt land fyrir traust og vináttu á umliðnum árum. Með óskum um gleðileg jól og heillaríks nýs árs til allra landsmanna. – framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi Bátar loks komnir á sjó eftir óveður Það blés ansi hressilega í síðustu viku og eftir því var tekið. Við Suður- nesjabúar fundum kannski ekki svo mikið fyrir því, nema að það var mjög sterk norðanátt með tilheyrandi saltaustri yfir hús og bíla. Við sluppum þó við allan snjóinn sem íbúar á Norðurlandinu fengu, eða þá rafmagnsleysið. Þetta óveður gerði það líka að verkum að bátar sem voru komnir heim náðu ekki mikið að róa. Bátar náðu loksins að komast á sjóinn um helgina og þá hefur bátum loks fjölgað í Grindavík því Sævík GK og Dúddi Gísla GK eru komnir þangað. Dúddi Gísla GK hefur landað fjór- tán tonnum í þremur róðrum í Grindavík og Sævík GK 25 tonn í fimm róðrum. Í Sandgerði hafa bátarnir fiskað ágætlega, Óli á Stað GK er með 38 tonn í sjö róðrum. Margrét GK tólf tonn í tveimur en fyrri túrinn af þessum var landað í Hafnarfirði. Alli GK 10,5 tonn í fjórum. Katrín GK 7.8 tonn í þremur. Beta GK 10,1 tonn í tveimur. Óli G GK, sem er nýjasti báturinn í Sandgerði, fór í fyrsta róður sinn 10. desember og kom með 2,7 tonn í land í einni löndun. Addi Afi GK 3,3 tonn í einni og Guð- rún Petrína GK 3,5 tonn í einni. Netabátarnir hans Hólmgríms eru komnir til Sandgerðis og hafa verið að leggja netin beint út af Sandgerði sem og meðfram ströndinni að Staf- nesi. Sunna Líf GK var í Sandgerði áður en þeir komu og hefur farið tvisvar út og landað fjórum tonnum. Halldór Afi GK 1,8 tonn í fjórum, helmingnum landað í Keflavík. Maron GK tvö tonn tveimur, fyrri túrinn landaði í Njarðvík sá síðari í Sandgerði. Grímsnes GK 8,3 tonn í fimm, ein af þessum löndunum er í Sandgerði. Erling KE er ekkert búinn að leggja netin í haust en ansi mikið er óveitt á bátinn því 1500 tonna kvóti er óveiddur á bátnum og því má búast við því að áhöfnin á Erlingi KE muni taka vel á því á vertíðinni 2020. Siggi Bjarna GK er ennþá í slipp í Njarðvík. Benni Sæm GK er ennþá að veiða inn í Faxaflóan en veiði hefur verið dræm. Báturinn kominn með ellefu tonn í fimm róðrum, mest af kola. Aðalbjörg RE er einnig að veiða í Faxaflóanum en landar í Reykjavík, er með 8,8 tonn í þremur. Nokkrir Suðurnesjamenn eru á bátnum og þar á meðal nokkrir sem voru á Njáli RE. Sigurfari GK er með 10,4 tonn í þremur. Gamli Gulltoppur GK, sem Stakkavík átti og gerði út á línuveiðar með bölum, er kominn til Sandgerði að hluta til því að báturinn heitir í dag Ísey EA 40. Báturinn er í eigu Hrísey Seafood sem fyrirtækið Iraco á, Iraco keypti fiskvinnslu K og G í Sandgerði sem var með vinnslu í Hrísey. Iraco er með fiskvinnslu í Hafnarfirði og í Hrísey, er með þrjá báta á sínum snærum. Ísey EA, Straumey EA, sem hefur ekki ennþá landað á Suðurnesjum, og Pálínu Ágústdóttir EA sem er trollbátur og hét lengst af Sóley SH. Pálína hefur komið með afla til löndunar bæði til Sandgerðis og Grindavíkur. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR Hátíðleg byrjun á nýju ári Nýárstónleikar fara fram miðvikudaginn 1. janúar klukkan 20:00 í Ytri-Njarðvikurkirkju. Þetta er hátíðardagskrá með fjölbreyttum lögum úr þekktum óperum, söngleikjum, dægurlögum og fleira. Flytjendur: Rúnar Þór Guðmundsson - tenór Alexandra Chernyshova - sópran Steinar Matthías Kristinsson - trompet Helgi Már Hannesson - píanóleikari Stúlknakór Tónlistarskólans í Grindavík Rúnar Þór lauk burtfararprófi með hæstu einkunn árið 2008 en hann hefur búið erlendis undanfarin ár og sungið í Noregi, Danmörku, Ítal- íu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann var í verðlaunasæti í alþjóðlegu söngvarakeppni Barry Alexsander í New York árið 2010. Alexandra Chernyshova hefur ein- staka rödd og útgeislun á sviði hvort sem hún fer með hlutverk Violettu Valery úr La Traviata eftir G. Verdi eða Ragnheiði úr „Skáldið og Biskups- dóttirin“. Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari hjá Kiev Academic Musical Theater of Opera and Ballet. Sumarið 2013 kom hún fram í fyrsta skipti hjá New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skaga- fjarðar og DreamVoices. Árið 2014 var Alexandra valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga fyrir framlag sitt til menningar á Ís- landi. Helgi Hannesson lauk burtfararprófi vorið 2000 frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir handleiðslu Önnu Málfríðar Sigurðardóttur og hefur mjög víða komið við sem píanó- leikari, t.d. á Spáni, Austurríki og all víða á Norðurlöndum, í Bandaríkj- unum þar sem hann lauk samtíðar- tónlistarnámi frá MI í Los Angeles. Á efnisskrá eru aríur eftir Mozart, Verdi, Puccini, óperettutónlist eftir Lehar og alþýðutónlist leikin af Steinari Matthíasi Kristinsssyni sem lærði hjá Steven Emery við Bo- ston Conservatory Music Theater and Dance. Steinar hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna, Brassbandi Reykjavíkur. Tónleikarnir eru styrktir af Menn- ingarráði Reykjanesbæjar. Þið sem viljið upplifa ógleymanlega alþjóðlega tónlistarveislu með frá- bærum flytjendum í byrjun árs í Reykjanesbæ verið hjartanlega vel- komin í Ytri-Njarðvíkurkju þann 1. janúar kl. 20:00. Miðaverð er 3.500 kr. almennt verð, 2.800 kr. eldri borgarar en frítt fyrir tólf ára og yngri. Miðasala á tix.isAlexandra og Rúnar Þór að loknum nýárstónleikum sem haldnir voru í Ytri-Njarðvíkurkirkju í byrjun þessa árs. Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. Hringbraut 99 - 577 1150 Starfsfólk Apóteks Suðurnesja óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum fyrir viðskiptin á árinu Hjá okkur njóta allir sérkjara Félagar í FEB og öryrkjar fá 16% afslátt Verið hjartanlega velkomin 34 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.