Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 1. nóvember 2019 GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. V algeir Elís er 31 árs og býr í Keflavík. Kannski kannast einhverjir landsmenn við hann sem manninn sem sagði Ladda látinn í fyrra. Valgeir fór í magaermi fyrir um tveimur árum. Hann hefur misst fimmtíu kíló síðan þá en ferlið hefur langt frá því verið dans á rósum. Fljót- lega eftir aðgerð sá Valgeir mik- ið eftir aðgerðinni en hann hafði óafvitandi verið mjög hátt uppi í maníu þegar hann pantaði sér ut- anlandsferð í aðgerðina og einnig þegar hann fór í aðgerðina. Hann var greindur með geðhvarfasýki 2 í byrjun árs 2019 sem útskýrði ýmislegt í fari hans. Hálfu ári eft- ir aðgerð þróaði Valgeir með sér lotugræðgi og ældi upp hverri máltíð. Í dag er hann í bata, kom- inn í ágætis jafnvægi og líður vel. Valgeir er nýjasti gestur Föstu- dagsþáttarins Fókuss og ræðir þar um lífið, tilveruna, magaermina og maníuna. Var einu sinni mjög feitur „Ég var einu sinni mjög feitur með dökkt krullað hár og gler- augu,“ segir Valgeir. „Um ellefu til tólf ára byrjaði ég að bæta á mig og svo byrjaði boltinn að rúlla. Um fimmtán til sextán ára var ég í mikilli ofþyngd og fór upp í 140 kíló. Einhvern veginn náði ég því aldrei af mér almennilega, ég fór kannski í átak og borðaði bara gulrætur og sellerí en blés alltaf aftur út. Þetta var rússíbani, upp og niður,“ segir Valgeir. Fyrir tveimur árum tók hann mjög stóra ákvörðun og fór í magaermi. Magaermisaðgerð minnkar magann um 75–80 pró- sent og verður maginn eins og ermi í laginu. Valgeir segir ákvörðunina hafa verið tekna í hvatvísi og stuttu eft- ir aðgerð hafi hann upplifað mikla eftirsjá. Hann sagði frá því í viðtali við DV í mars 2018. En síðan þá Valgeir fór í magaermi í maníu Þróaði með sér lotugræðgi eftir magaermina – Finnur nú sjálfur fyrir fitufordómum – Greining á geðhvarfasýki útskýrir ýmislegt Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.