Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Side 14
14 1. nóvember 2019FRÉTTIR F lest höfum við einhvern tíma fengið vinabeiðni á Facebook frá einhverj­ um utan úr heimi sem við könnumst ekkert við. Oft er um að ræða gerviaðganga sem ætlað­ ir eru til vafasamra nota. En ekki alltaf. Stundum leiða vinabeiðn­ ir frá fjarlægum stöðum til náinna kynna. Aras Nasradeen Kak Abdullah er ungur Kúrdi frá Írak sem hafði samband við Guðrúnu Bene­ diktsdóttur, miðaldra konu úr Breiðholti, á Facebook. Þeim varð vel til vina á Messenger, svo vel að Aras kom hingað til lands og þau giftust árið 2017. „Hann var sendur úr landi í ár eftir þetta – til Svíþjóðar. Það er alltaf gert eftir hjónavígslu, þá er farið að athuga hjúskaparstöð­ una. Svo kom hann til mín 2018,“ segir Guðrún sem viðurkennir að hún hafi sótt fast að Aras fengi kennitölu og dvalarleyfi: „Ég var svo blind en fjöl­ skylda mín var búin að segja mér að um leið og hann fengi kenni­ tölu myndi hann sparka mér. Ég leitaði til lögfræðings til að tala máli hans og hafði samband við Útlendingastofnun minnst tvisvar í viku til að reka á eftir málinu.“ „Ég hef ekki séð hann í ár“ Svo fór að Aras fékk dvalarleyfi og kennitölu á grundvelli hjóna­ bandsins. Fljótlega eftir það slóst upp á vinskapinn hjá hjónun­ um. Guðrún segist hafa haldið Aras uppi og hann verið eins og ryksuga á fjármuni hennar. Hún sakar hann um að hafa beitt hana ofbeldi og gengið berserksgang í íbúð hennar. Einnig hafi hann stolið af henni. Allt eru þetta ósannaðar ásak­ anir sem Guðrún hefur viðrað á Facebook, Aras til mikillar ar­ mæðu. Við viljum ekki útlista þær nánar en ástæðan fyrir því að DV sá sig knúið til að fjalla málið er sú staðreynd að Guðrún hefur ekki fengið skilnað frá Aras. „Ég hef ekki séð hann í ár en hann býr í Reykjavík. Ég missi heimilisuppbótina, 45.000 krónur á mánuði, af því að ég er gift. Síð­ an erum við samsköttuð. Þetta er óþolandi ástand en ég er að leigja á frjálsum markaði fyrir 190.000 krónur á mánuði. Ég sé fyrir mér að ég verði farin að búa í tjaldi í Laugardalnum á næsta ári.“ Guðrún segist hafa farið mjög illa fjárhagslega út úr hjóna­ bandinu þar sem hún hafi gef­ ið Aras fé og haldið honum uppi. Segir hún meðal annars að 2,2 milljóna króna bætur sem hún fékk vegna bílslyss hafi gufað upp eftir utanlandsferð þar hún hélt honum uppi. Mætir ekki til sýslumanns Aras flutti út frá Guðrúnu og býr í Reykjavík. Hún segist ekki vita hvar hann heldur til. Hún hefur þó náð í hann í síma og þau hafa ræst við á Messenger en oftast segist hún ekki ná í hann. Guðrún mætti til sýslumanns í janúar og skrifaði undir skiln­ aðarskjöl. Hún segir að Aras hafi svikist um að mæta í alls fjögur skipti til sýslumanns til að ganga frá þessu. „Síðast sagði sýslumað­ ur að ég gæti ekki fengið skiln­ að af því að hann væri búinn að skrópa í fjögur skipti,“ segir Guð­ rún. Þegar litið til hjúskaparlaga er ljóst að skilnaður er auðfenginn hjá sýslumanni ef hjón eru ásátt um að skilja. Ef aðeins annar að­ ilinn vill skilnað er reglan hins vegar sú að höfða þurfi dómsmál. Skilnaður er auðsóttur í gegnum dómstóla, sérstaklega ef aðstæð­ ur eru svipaðar og hjá þeim Aras og Guðrúnu. Til dæmis segir í kaflanum um hjónaskilnað vegna hjúskaparbrots: „Höfða skal mál eða setja fram kröfu um leyfi til lögskilnaðar innan sex mánaða frá því að maka varð kunnugt um verknaðinn og þó eigi síðar en innan tveggja ára frá því að hann var framinn.“ Guðrún segist hins vegar ekki hafa efni á lögfræðingi og henni hafi verið neitað um gjafsókn. Því situr allt fast þar til Aras mæt­ ir til sýslumanns og skrifar undir pappírana. Ljóst er einnig samkvæmt leið­ beiningum sýslumanns að hægt er að fá beinan lögskilnað þó að skilnaður að borði og sæng hafi ekki átt sér stað, ef hjón hafa slitið samvistir. „Hafi hjón ekki búið saman vegna ósamlyndis í tvö ár eða meira getur hvort um sig kraf­ ist lögskilnaðar, án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng.“ Það gildir um Guðrúnu og Aras. Aras: „Komið með pappírana. Ég hef ekki séð neina skilnað- arpappíra“ DV hafði samband við Aras sem mætti í vinnugalla á ritstjórnar­ skrifstofuna. Hann starfar hjá byggingarverktaka. Aras harðneitar því að hafa beitt Guð­ rúnu ofbeldi og hann segist ekki hafa stolið frá henni. „Ég er með 900 þúsund krónur á mánuði, af hverju ætti ég að stela?“ segir hann. „Hún er alltaf að hafa sam­ band við mig og ég vil bara fá að vera í friði. Síðan birti hún óhróð­ ur um mig á Facebook. Ég sagði henni að gera ekki svona, þetta er einkamál.“ Aras er 32 ára en Guðrún 54 ára. Blaðamaður vakti athygli á þessum aldursmun við Aras sem brosti og svaraði: „That’s life.“ Aras segir að Guðrún hafi reynt að nýta sér það að hann sé útlendingur: „Hún lætur mig finna fyrir því að hún er héðan og ég ekki. Hún heldur að hún geti sagt og gert hvað sem er af því ég er ekki héðan.“ Hann segir jafnframt að Guð­ rún hafi leitað til hans um fjár­ hagsaðstoð og hann hafi gefið henni peninga. Hann þvertekur fyrir að hafa neitað henni um skilnað. „Kom­ ið með pappírana. Ég hef ekki séð neina skilnaðarpappíra. Komið með þá og ég skal skrifa undir.“ Blaðamaður gerði Aras ljóst að fréttagildi frásagnarinnar fælist í því að Guðrún gæti ekki fengið skilnað hjá honum við núverandi aðstæður. Ef hann skrifaði und­ ir skilnaðarpappíra væri grund­ völlur umfjöllunar brostinn. Ríf­ lega viku seinna hafði samt ekkert gerst í málinu. Aras þvertekur fyrir að hann sé týndur Guðrúnu. Hann eigi skráð lögheimili í miðbænum þar sem hann búi. Þetta er rétt, Aras er skráður á heimilisfang í hverfi 101 í Þjóðskrá. „Ég fæ oft póst á þetta heimilisfang. Ef ég fengi skilnaðar pappíra myndi ég skrifa undir þá.“ Guðrún segir hins vegar að hann búi með annarri miðaldra konu. „Einu sinni þegar ég hr­ ingdi í hann svaraði einhver kona í símann og spurði hver ég væri. Ég sagðist vera konan hans Aras. Hún harðneitaði því og sagðist búa með honum.“ Talið líklegt að Aras verði sendur úr landi Samkvæmt áreiðanlegum heim­ ildum DV sótti Aras um dvalarleyfi á grundvelli hjónabands og var veitt tímabundið leyfi sem renn­ ur út í nóvember. Hann hyggst sækja um endurnýjun dvalarleyf­ isins á grundvelli þess að hann er með fasta vinnu og ráðningar­ samning. Hann mun ekki sækja um leyfi á grundvelli hjónabands enda veit Útlendingastofnun að þau búa ekki lengur saman. Þeir lögfræðingar sem DV hef­ ur rætt málið við segja afar ólík­ legt að Aras fái dvalarleyfi á þess­ um grundvelli og mestar líkur séu á að hann verið kominn út landi innan fárra mánaða. Þá ætti skilnaður að geta gengið hratt fyrir sig. Gallinn fyrir Guðrúnu er sá að hún þarf að höfða mál til að tryggja sér skilnað og hún segist ekki hafa efni á lögmanni. Hin lausnin er sú að þau Guðrún og Aras nái loksins saman um það að hittast hjá sýslumanni og ganga frá málinu. Bæði eru sam­ mála um að þau ættu ekki að vera hjón og því undarlegt að málið leysist ekki. n Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann „Ég vil ekki vera giftur henni,“ segir Aras Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.