Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 17
FÓKUS - VIÐTAL 171. nóvember 2019
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
setja á sig grímu og hanska. Síð
an þá hef ég sjálfmenntað mig í
hinum ýmsu tegundum skordýra.
Algengasta meindýrið á Íslandi er
klárlega silfurskottan, ég er mest
að fást við hana í heimahúsum.
Á eftir henni koma svo hamgæra
og feldgæra. Feldgæran fannst
ekki hér landi fyrr en fyrir sirka
30 árum en hefur nú náð miklum
fjölda. Annars eru mýs og rottur
alltaf sígildar og ófá skipti sem
ég er kallaður í heimahús með
stuttum fyrirvara. Húsráðandi
gefur mér þá leyfi, en ég er einn
fárra sem fá að skjóta – oftast úr
stuttri fjarlægð þó, með pínulitl
um haglaskotum. Nærtækt dæmi
var rotta í eldhúsinnréttingu og
konan sem kallaði mig til verks
ins var æst í að ég dræpi hana.
Eftir að hafa gramsað í skápn
um skaut ég. Ég var búin að segja
konunni að það gæti skemmst
eitthvað en æsingurinn í mér var
svo mikill að það vildi ekki betur
til en svo að eldfast glermót skýldi
rottunni og hún slapp, í þetta
skipti, ég sá hana svo fljótt aftur
og skaut. Konan var svo ánægð
og alveg skítsama um eldmótið
enda sagðist hún ætla að henda
öllu úr þessum skápum, pottum
og pönnum og öllu.“
Fleiri kakkalakkar í Reykjavík
en flesta grunar
Og Steinar Smári staðfestir að
starfið sé lifandi þótt hann um
gangist mestmegnis þá dauðu.
„Já, þetta er skemmtilegt starf
sem hentar mér vel. Hér hitti ég
fjölda fólks. Mér finnst gaman að
spjalla við fólk og vinnan sem slík
ekkert ógeðsleg. Mörgum finnst
það eflaust, en í grunninn er þetta
ekki subbulegt starf. Ég sé vissu
lega rottur, veggjalús og kakka
lakka mjög reglulega – og já, það
er miklu meira af kakkalökkum í
Reykjavík en flesta grunar. Rottur
eru líka algengari en fólk gerir
sér grein fyrir. Fyrir mörgum er
þetta falið en ég held að fólk sé
flest frekar meðvitað um á hvaða
stöðum þetta er hvað verst. Mið
bærinn og vesturbærinn eru til að
mynda afar slæmir og ég held að
fólk viti það bara. En þetta kem
ur í tímabilum og tengist mikið
árstíðum og er ekki bara bundið
við miðbæinn eða vesturbæinn.
Að vísu er reyndar ekki mikið um
rottur austan Elliðaánna og ein
hverra hluta vegna ekki í Garða
bæ.“
„Stökk á mig ískrandi og
kveinandi“
Spurður hvað rotturnar séu stór
ar og hvort Steinar Smári hafi lent
í einhverjum óþægilegum uppá
komum hvað varðar rottur nefn
ir hann eina umfram aðra. „Já,
ég var einu sinni staddur í húsa
sundi, var ekkert á vakt eða neitt
slíkt, en sá þarna stóra rottu og
ákvað að elta hana. Eins og gerist
með dýr sem upplifa sig króuð af
ákvað kvikindið að ráðast á mig.
Hún stökk þarna á mig ískrandi
og kveinandi og hékk í annarri
buxnaskálminni dágóða stund en
lét sig svo hverfa. Mér hefur síð
an þá ekki alveg staðið á sama yfir
tilhugsuninni að fá svona kvik
indi framan í mig, sérstaklega
þegar ég geng niður í kjallara þar
sem eru hillur og ég á það á hættu
að fá dýrin framan í mig. Þær eru
nefnilega sumar nokkuð stór
ar, þannig lagað. En þær stærstu
eru um 30 til 40 sentimetrar með
skotti svo þetta eru stórar skepn
ur, þannig séð.“
Fer klárlega til helvítis
Þegar talið berst að góðum gildr
um segist Steinar Smári vera á
móti svokölluðum límgildrum
sem seldar eru almenningi sem
ýta undir hægfara og ómannúð
legan dauðdaga dýranna. „Það er
á hreinu að ég fer til helvítis því ég
er alltaf að drepa einhvern, en ég
er alveg á móti þessum límbökk
um. Pælingin með þá er að mús
in sé þar í nokkra klukkutíma og
sé svo losuð frá og sleppt út en til
fellið er ekki þannig. Í langflest
um tilfellum gleymir fólk þessari
gildru og músin drepst hægum og
sárum dauðdaga. Með tímanum
safnast svo ryk og límið hættir að
virka. Þetta er í grunninn ákaflega
ómanneskjulegt en önnur lausn
er svokallaðar „lífgildrur“ – eða
hótel. Þá rata mýsnar inn í rými
sem lokast á eftir þeim og þær
komst ekki aftur út, stundum safn
ast fleiri en ein mús fyrir í þessu
rými og þá tekur lögmál lífsins við.
Þær slást þangað til sú sem hefur
yfirhöndina hreinlega étur veikari
músina. En hvað er manneskju
legt við það að láta mýsnar hlaupa
um og drepast á þremur dögum
vegna vatnsskorts eða af því aðrar
mýs koma inn í búrið og éta þær?
Oftast þegar fólk kemur svo loks
ins að gildrunni er bara ein mús
þar, þótt þær hafi verið margar um
tíma, en þessi eina er þá feit og
pattaraleg því hún er búin að éta
hinar. Ég kom einu sinni að búri
og þá hafði önnur mús komið og
var byrjuð að éta hina. Þegar ég
kom að var músin hálfétin og þá
var búið að éta stóran part af aftur
hlutanum á henni og hún enn lif
andi. Þetta er náttúrulega ekkert
nema dapurlegt á að líta.“
Spurður um bestu gildrurnar
segir Steinar Smári smellurnar
þær albestu. „Ég mæli mest með
plastgildrunum sem drepa mýsn
ar strax en þá skiptir öllu máli að
setja þær rétt upp. Vissulega er
samt nauðsynlegt að límbakk
ar séu til einnig til staðar, því fátt
veiðir eins vel og þeir. En þeir
ættu ekki að vera í almennri sölu
og bara til meindýraeyða. Mein
dýraeyðar munu þá fylgjast með
að ekkert dýr sé að kveljast þar í
marga daga, eða á meðan ráðið
er niðurlögum á vandamálinu. En
banna ætti þessi músahótel, þau
eru alls ekki veiðin og í raun hrein
lega kvalaklefi.“
09.00: Við mæl
um okkur mót við
Steinar Smára sem
hittir okkur fyrir
utan híbýli DV.
Hann tekur á móti
blaðamanni og ljós
myndara hýr á brá
með vindil í annarri
og ekki líður á löngu
þar til hann dregur
fram skammbyssu
sem hann geymir í
bílnum. Við ákveð
um í kjölfarið að
fylgja för hans eftir á
öðrum bíl.
09.30: Fyrsta
heimsókn dags
ins er í vesturbæ
Reykjavíkur þar sem
fjarlægja þarf rottu
af heimilinu. Stein
ar er snar til verks
og skýtur kvikindið
einu skoti. Eldhús
innréttingunni varð
ekki meint af og
húsráðandi sam
þykkur aðgerðinni.
10.15: Næst
liggur leiðin
á öldurhús
eitt í miðborg
Reykjarvíkur.
Þar festir Stein
ar og fjarlægir
um leið flugna
gildru þar sem
hann fer yfir
hverskyns flug
ur heimsækja
staðinn. Hann
eitrar í leiðinni
gróðurhús fyrir
hugsanlegum
meindýrum.Framhald á næstu síðu
Í grunninn
er þetta ekki
subbulegt starf