Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 1. nóvember 2019 Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! 11.30: Við kíkjum yfir á annan veitingastað í sömu götu en óspurður segir Steinar okkur að í miðbærinn sé alræmdur fyrir rottugang enda séu felustað- irnir þar fyrir dýrin óþrjótandi og holurnar upp úr holræsinu allt um hring. Bæjaryfirvöld axla ekki ábyrgð því götulagnir séu víst á ábyrgð þeirra sem skráðir eru fyrir fasteignum á tilteknu svæði og því sé ekkert gert í holum og götum, sem geri dýrunum kleift að skríða upp og gera sig heimkomin. Í heimsókninni fáum við dýrindis súpu frá staðnum sem augljóslega er mikið í mun að allt eftirlit sé upp á tíu. Að því loknu höldum við förinni áfram og kíkjum næst í bakarí þar sem Steinar tekur stöðuna. 12.30: Steinar hef- ur meðal annars það verkefni að eitra fyrir rottum og til verksins setur hann þartil- gerða kassa hér og þar um borgina með eitri í sem rotturnar geta komist í. Hann opnar hvern kassann á fætur öðr- um en þeir reynast misinnihaldsmiklir. Hann segist aldrei vera stressaður enda sé hann öllu vanur. Hann er sömuleið- is spurður hvort vin- ir eða vandamenn í hefndarhug séu að sækjast í eitrið og hlær að spurn- ingunni, en segist svo hafa eitt sinn fengið slíka bón frá einhverjum á Face- book. Hann telji samt beiðnina hafa ver- ið grín. Hann hefur einnig fengið nokkrar beiðnir um að eyða 63 meindýrum sem haldi sig að mestu í húsi við Austurvöll. 13.30: Við höldum áfram og nú er förinni heitið til Keflavíkur. Til stendur að taka út flugskýli og iðnaðar húsnæði. 17.45: Ferðin til Keflavíkur tók eflaust lengri tíma en til stóð en áfram höldum við. Nú höldum við í heimahús en síminn hjá Steinari stoppar ekki og í flestum til- fellum vegna músa sem leita inn á þessum árstíma vegna kuldabreytinga. Við kíkjum við og fjarlægjum eina slíka. Steinar leggur í leiðinni gildru ef fleiri skyldu leyn- ast í íbúðinni en hann notar hnetusmjör og pepperóní til beitu, eða Snickers sem hann segir reynast langbest. 19.40: Liggur leiðinni að Tangabryggju þar sem Steinar Smári smellir upp beitustöðvum með eitri gegn nagdýrum, í leiðinni hendir hann inn tveimur músagildrum í bílakjallara. 21.20: Dagurinn endar með því að Steinar er fenginn í útkall vegna silfur- skottueitrunar sem þarf að framkvæma vegna afhendingar á húsnæði til nýs eiganda morgun- inn eftir. Núverandi eigandi vill ekki bíða til morguns og vill ganga í málið hið snarasta. Dagurinn er því óneitanlega lang- ur og ófyrirsjáanlegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.