Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Qupperneq 26
26 PRESSAN 1. nóvember 2019 n Ófremdarástand á einum vinsælasta íþróttamiðli heims n Einn rekinn og sjö sögðu upp Þ að logaði allt í herbúðum netmiðilsins Deadspin síðasta mánudag þegar eigendur fyrirtækisins skipuðu starfsmönnum að skrifa eingöngu um íþróttir og fréttir með ríka íþróttatengingu. Vissulega hefur Deadspin verið íþróttafjölmiðill síðan síðan var opnuð árið 2005 en hins vegar höfðu blaðamann fram að þessu haft mikið frelsi í efnistökum, svo lengi sem efnið tengdist að ein­ hverju leyti, sama hve litlu, íþrótt­ um af ýmsum toga. Deadspin er þekkt fyrir að vera með mjög skýra og skorin­ orða stefnu. Reglulega birtast þar fréttir um umfjöllun um stjórn­ mál, menningu og fjölmiðla í bland við fréttir úr íþróttaheim­ inum. „Okkur finnst leiðinlegt að við gátum ekki haldið áfram að fjalla svona breitt um sviðið,“ segir Jeffrey Schneider, talsmaður G/O Media, sem rekur Dead spin, í samtali við Huffington Post. „Við erum spennt fyrir framtíð Deadspin og við munum kynna mikilvægar uppfærslur á næstu dögum.“ Uppsögnin hneisa Ástandið á Deadspin er hins vegar langt frá því að vera spennandi. Barry Petchesky, sem var ráðinn tímabundinn ritstjóri síðunnar, var rekinn á þriðjudag fyrir að hlýða ekki skipunum eigenda. Næsta dag sögðu sjö starfsmenn Deadline upp í mótmælaskyni. Þetta hefur því varpað dökkum skugga á fram­ tíð Deadspin, sem árið 2006 var talin ein af fimmtíu svölustu vefsíð­ um í heimi af tímaritinu Time. Tom Ley, einn af yfirmönnum á Deadline, var meðal þeirra sem sögðu upp. Í smáskilaboðum til New York Times harmar hann hvernig komið er fyrir fjölmiðlin­ um. „Það var hneisa að reka Barry og ég get ekki unnið á þeirri línu sem stjórnendur hafa ákveðið að setja.“ Hetjuskapur Deadspin var opnuð árið 2005 og var hluti af fyrirtækinu Gawker Media. Fyrsti ritstjóri miðilsins, Will Leith, segist í tölvupósti til New York Times vera stoltur af uppreisninni sem þar hefur átt sér stað. „Það vekur innblástur að sjá hvernig þau kýldu, öskruðu og klóruðu á leiðinni út úr dyrunum og það er hinn sanni andi Deadspin. Þau neituðu að láta vondu karlana kúga sig. Á tímum þar sem margir hafa atvinnu af því að lúffa þá finnst mér þetta hreint út sagt hetjuskapur,“ skrif­ ar Will. Gawker Media var selt til Univision árið 2016 eftir að glímukappinn Hulk Hogan vann meiðyrðamálssigur gegn Gawker. Fékk hann 140 milljónir dollara í bætur. Univision seldi netmiðla fyrirtækisins, til að mynda leikja­ bloggið Kotaku og tækjablogg­ ið Gizmodo, auk Deadspin, til hlutabréfasjóðsins Great Hill Partners fyrr á þessu ári. Í kjöl­ farið var G/O Media stofnað til að halda utan um netmiðlana. Afskipti eigenda Vissulega hefur það tekið á að segja upp starfi sínu hjá fjölmiðl­ inum þar sem erfitt er að finna atvinnu í þeim geira vestan hafs, sem og annars staðar í heim­ inum. Prentmiðlar hafa barist í bökkum og nú hafa margir net­ miðlar sem spruttu upp vegna vandræða í prentheimum lent í fjárhagserfiðleikum. Kelsey Mc­ Kinney, einn af blaðamönnunum sem sögðu upp, stendur hins vegar keik við sína ákvörðun. „Ég trúi ekki lengur að fyrir­ tækið styðji við bakið á blaða­ mönnum,“ segir hún í smá­ skilaboðum til New York Times og bendir á að forsvarsmenn G/O Media hafi nýverið eytt út grein þar sem kvartanir lesenda Deadspin um sjálfspilandi aug­ lýsingar hafi verið teknar saman. Nú stendur miðillinn eftir án rit­ stjóra eftir uppsögn Barrys, en netmiðillinn hefur verið án fast­ ráðins ritstjóra síðan í ágúst þegar ritstjórinn Megan Greenwell sagði upp störfum vegna of mik­ illa afskipta eigenda. Deadspin hefur skúbbað mörgum málum frá stofnun árið 2005 og hefur mörg hver umfjöll­ un þeirra síðustu ár vakið mikla athygli. Árið 2010 opinberaði miðillinn rannsókn NFL á ruðn­ ingskappanum Brett Favre sem áreitti sjónvarpskonuna Jenn Sterger. Þá afhjúpaði Deadspin árið 2013 einnig ruðningshetjuna Manti Te‘o sem hafði haldið því fram að kærasta hans hefði dáið í bílslysi. Uppskar Manti mikla samúð meðal samlanda sinna en umfjöllun Deadspin varpaði ljósi á að sagan hefði verið upp­ spuni frá upphafi til enda. Í júlí árið 2017 varð síðan uppi fótur á fit vegna ummæla sem voru látin falla í nafni Deadspin á Twitter þegar stjórnmálamaðurinn John McCain tilkynnti að hann hefði greinst með krabbamein í heila. Á Twitter­aðgangi Deadspin var því tíst að miðillinn vildi ekki „heyra annað fjandans orð um John McCain nema hann deyi eða geri eitthvað gagnlegt til tilbreytingar.“ Það er því ljóst að Deadspin átti marga aðdáendur en einnig marga óvildarmenn. Framtíð miðilsins er hins vegar algjörlega óljós. n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is „Þau neituðu að láta vondu karlana kúga sig“ Barry Petchesky Will Leith Kelsey McKinney Framtíðin óljós Óvíst er hvernig fer fyrir Deadspin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.