Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 27
Mörkinni 6 | Sími 568 2533 | www.fi.is 1. tölublað • 1. árgangur • Fimmtudagur 4. júlí 2019 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS „Við erum ákaflega ánægð með þær viðtökur sem ferðaáætlunin fyrir 2019 hefur fengið. Nú þegar sumarið er brostið á þá eru fjölmargar ferðir hjá okkur fullbókaðar og vel bókaðar,“ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður Ferðanefndar FÍ sem sér um ferða- áætlun félagsins ár hvert. „Ferðir í öllum flokkum eru álíka margar og verið hefur og nýjar ferðir eru rúmur þriðjungur af ferðum. Svo eru hin gífur- lega vinsælu fjallaverkefni, lýðheilsu- verkefni og hreyfiverkefni í gangi allt árið,“ segir Sigrún ennfremur. „Það er gaman að benda á fjölbreytn- ina sem er í þessari áætlun. Kannski áttar fólk sig best á því ef það fer inn á heimasíðuna og skoðar flokkana sem þar eru í boði undir ferðir. Við státum okkur af því að vera virkilega með eitthvað fyrir alla. Ferðafélag barnanna og Ferðafélag unga fólksins eru verk- efni algjörlega í sérflokki og hefur Fjölbreytt ferðaáætlun þeim verið tekið fagnandi. Samstarfs- verkefni við Háskóla Íslands sameinar alla aldurshópa, enda hafa þátttak- endur stundum skipt hundruðum. Jafnvel í grenjandi rigningu! Og vegna þess að fólk hættir ekki í félaginu þótt það hætti að ganga um fjöll og heiðar er að þessu sinni óvenju litríkt framboð á rútuferðum, þar sem mikil áhersla er lögð á fræðslu og skemmtilega samveru.“ Ferðir um allt land „Við erum svo heppin að geta horft til landsins alls þegar ferðirnar eru í smíðum. Deildir FÍ eru í öllum lands- hlutum og þar eru frjóir hugmynda- smiðir að verki. Heimamenn þekkja sitt nærumhverfi, ekki bara gönguleiðir heldur líka sögurnar sem þeim fylgja.“ Sumarnætur „Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur þegar jörðin ilmar af gróðri, fjöllin dotta ofan í lognkyrr vötnin og jörðin sefur? Þetta er tíminn þegar döggin glitrar á birkilaufi og lyngi, þegar birtubrigðin slá bjarma yfir land og haf. Tíminn þegar öll skilningarvit opna sig fyrir magni náttúrunnar, þögnin verður allt að því hávær og okkur finnst við heyra jörðina anda. Einmitt þá er ómótstæði- legt að reima á sig gönguskóna og ganga inn í bjarta nóttina. Í sumar mun Ólína Kjerúlf Þorvarðar- dóttir leiða kvöldgöngur Ferðafélags Íslands á vit sumarnæturinnar þar sem við öndum að okkur gróðurmagni og orku, virðum fyrir okkur grös og steina og meðtökum töfra íslenskrar náttúru í ýmsum tilbrigðum. Um leið verða rifjaðar upp sagnir og fróðleikur um lífið í okkar fallega landi, eftir því sem við á,“ segir Sigrún Valbergsdóttir. Vatnajökulsþjóðgarður hefur gert samning við Ferðafélag Íslands og þrjú ferðafélög um að nýta aðstöðu í skálum félaganna innan þjóðgarðsins og um sameiginleg verkefni. Jafnframt hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf til lengri tíma. Samningarnir eru við Ferðafélag Íslands sem á og rekur skála í Nýja dal, Ferðafélag Akureyrar sem á skála Dreka í Dyngjufjöllum og Þor- steinsskála í Herðubreiðarlindum og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag Húsavíkur sem reka Sigurðarskála í Kverkfjöllum. „Við erum mjög ánægð með samninginn og viljayfirlýsinguna sem koma samskiptunum í fastara form og gera okkur kleift að horfa Vatnajökulsþjóðgarður lengra fram á veginn. Við fögnum samstarfi við þjóðgarðinn sem okkur þykir öllum vænt um,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti FÍ. Í samningunum felst að ferða- félögin leigja Vatnajökulsþjóðgarði aðstöðu í skálunum. Samstarf er um landvörslu og öryggismál, fræðslu og leiðsögn, samstarf um viðhald, merkingu og skráningu upplýsinga um gönguleiðir og um skráningu örnefna og útgáfu korta. Ólafur segir að kveðið sé á um reglulega stöðufundi og upplýs- ingagjöf. „Samkomulagið mun skapa góðan anda og aukið traust, samvinnu og gott starf á svæðunum og styrkir þá innviði sem þar eru.“ Íslensk sumarnótt. Ljósmynd Tómas Guðbjartsson Nú er nýkomið út gönguleiðaritið Mosfellsheiðarleiðir sem Ferðafélag Íslands gefur út. Ritið kemur út í kjölfa ið á Árbók ferðafélagsins um Mosfellsheiði en í gönguleiðaritinu er göngu- og reiðleiðum gerð ítarleg skil. Mosfellsheiði hefur gengt merku hlutverki í sögu samgangna milli Innnesja og Árnessýslu fá upphafi og lumar á ótal skemmtilegum gönguleiðu . Sumar þeirra eru vörðum prýddar- en um 800 vörður og vörðubrot hafa verið hnitsett á heiðinni, frá Þingvallavegi í norðri að Engid lsá vestan við Hengil í suðri. Langflestar standa vörðurnar við galmar þjóðleiðir, þar af 100 við Gamla Þingvallaveginn. Í ritinu eru lýsingar á samtals 23 leiðum. Tólf þeirra eru gamlar þjóðleiðir, sex hringleiðir og fimm línuvegir. Með kortum ljósmyndum, leiðarlýsingum og GPS-hnitum er ætlunina að auðvelda öllum almenningi aðgengi að heiðinni. Lö ð er áhersla á að lýsingarnar séu hnitmiðaðar, kort skýr og handhæg og ljósmyndir til stuðnings jafnt sem prýði. Höfundar ir Bjarki Bjarnason, Jón Svanþórsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir eru öll þaulkunnug heiðinni og hafa gengið hana þvera og endilanga á undanförnum árum. Ljósmyndir eru eftir Þóru Hrönn Njálsdóttur og Sigurjón Pétursson, um kortagerð sá Guðmundur Ó. Ingvarsson og hönnun var í höndum Bjargar Vilhjálmsdóttur. Mosfellsheiðarleiðir M O SFELLSH EIÐ A R LEIÐ IR 23 GÖNGU- OG REIÐLEIÐIR MEÐ KORTUM OG HNITUM B jarki B jarn aso n , Jó n Svan þ ó rsso n o g M arg rét Svein b jö rn sd ó ttir Mosfellsheiði hefur gegnt merku hlutverki í sögu samgangna milli Innnesja og Árnessýslu frá upphafi og lumar á ótal skemmti legum göngu leiðum. Sumar þeirra eru vörðum prýddar – en um 800 vörður og vörðubrot hafa verið hnitsett á heiðinni, frá Þingvallavegi í norðri að Engidalsá vestan við Hengil í suðri. Lang flestar standa vörðurnar við gamlar þjóðleiðir, þar af 100 við Gamla Þingvallaveginn. Í ritinu eru lýsingar á samtals 23 leiðum. Tólf þeirra eru gamlar þjóðleiðir, sex hringleiðir og fimm línuvegir. Með kortum, ljósmyndum, leiðar lýsingum og GPS-hnitum er ætlunin að auðvelda öllum almenningi að gengi að heiðinni. Lögð er áhersla á að lýsingarnar séu hnit miðaðar, kort skýr og hand hæg og ljósmyndir til stuðnings jafnt sem prýði. Höfundarnir Bjarki Bjarnason, Jón Svanþórs son og Margrét Sveinbjörnsdóttir eru öll þaulkunnug heiðinni og hafa gengið um hana þvera og endilanga á undanförnum árum. Ljósmyndir eru eftir Þóru Hrönn Njálsdóttur og Sigurjón Pétursson, um kortagerð sá Guðmundur Ó. Ingvars son og hönnun var í höndum Bjargar Vilhjálmsdóttur. ISBN:978-9935-414-24-3 Ferðafélag Íslands www.fi.is Mosfellsheiðarleiðir Bjarki Bjarnason, Jón Svanþórsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir 23 GÖNGU- OG REIÐLEIÐIR MEÐ KORTUM OG HNITUM Mosfellsheiðarleiðir 01. nóvember 2019 Ferðafélag Íslands – sérblað / Umsjón: Skrifstofa FÍ og DV / Texti : Jón Örn Guðbjartsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.