Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Side 34
Ferðafélag Íslands
Hálendi Íslands færist senn í vetrarbúning og aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara.
Fyrir nokkru var fannhvít jörð en
snjónum hefur að mestu rignt burtu.
Skálar hafa komið vel undan sumri
og undirbúningur fyrir vetrarlokanir
nú í fullum gangi við oft erfiðar
aðstæður. Eins og veðrið var gott
var gott í sumar þá hefur tíðin í
haust verið ristjótt eins og gengur og
verið úrkomusamt á köflum.
Lokanir skála
Nú hefur öllum skálum FÍ verið lokað
nema í Landmannalaugum.
Fylgjast vel með aðstæðum
Gott er að fylgjast með heimasíðu
Vegagerðarinnar, þar er hægt að
sjá færð og aðstæður á fjallvegum.
Heimasíða Veðurstofunnar er mjög
mikilvæg fyrir ferðamenn. Einnig
er vert að minnast á Safetravel,
þar er einnig hægt að fá góðar
upplýsingar um mikilvæga hluti sem
snúa að ferðalagi á hálendi, svo sem
aðstæður, opnanir og lokanir vega.
Heimasíða Vegagerðarinnar:
vegagerdin.is
Heimasíða Veðurstofunnar: vedur.is
Heimasíða SafeTravel: safetravel.is
Á árum áður var fátítt að menn ferðuðust um landið sér til skemmtunar.
Lífsbaráttan var hörð og lítið tóm
gafst til slíkra ferða. Þekking
almennings á landinu var mjög
af skornum skammti. Tilgangur
með stofnun Ferðafélags Íslands
var m.a. að opna og kynna landið
fyrir almenningi og greiða götu
ferðamanna. Stofnun félagsins
1927 kom á góðum tíma. Þrá
landans eftir sjálfstæði, framförum,
breyttum lífsháttum sem og þjóðin
var að aðlaga sig að siðum og
venjum nágrannaþjóða á sem
flestum sviðum. Um leið voru fleiri
landsmenn áhugasamari um að
styrkja andlegan þrótt og líkamlegt
hreysti.Þegar í upphafi var lagður
grunnur að kjörsviðum félagsins,
tilgangi og markmiðum. Í dag, 90
árum síðar eru þau enn þau sömu.
Stærstu verkefnin eru að hvetja fólk
til að fara út og kynnast náttúru
landsins, opna gönguleiðir, byggja
skála og aðstöðu fyrir ferðamenn.
Á síðustu árum hafa fjallaverkefni,
lýðheilsu – og heyfiverkefni sem og
Ferðafélag barnanna og FÍ ung notið
mikilla vinsælda.
Árbók félagsins hefur nú komið
út í óslitinni röð í 90 ár oger
einstakur bókaflokkur um land og
náttúru. Árbók er ein nákvæmasta
íslandslýsing sem völ er á, skrifuð af
heimamönnum og fræðimönnum
sem gjörþekkja það svæði sem
fjallað er um hverju sinni. Félagið
gefur einnig út gönguleiðarit,
landakort og sérrit af ýmsu tagi.
Náttúruvernd hefur ávallt verið
á stefnuskrá félagsins. Með því að
kynna og opna landið fyrir almenningi
er unnið mikilvægt starf til að
auka náttúruvitund fólks. Því betur
sem við þekkjum náttúru landsins
þeim mun vænna þykir okkur um
landið og skiljum þau verðmæti
sem felast í ósnortnum víðernum,
landslagsheildum og öræfakyrrð.
Fararstjórahópur félagsins er
fjölbreyttur. Félagsmenn úr öllum
áttum m.a. úr röðum fræðimanna
innan háskólasamfélagsins,
heimamenn sem gjörþekkja og úr
hópi áhugamanna sem aflað hafa
mikillar reynslu og þekkingu. Allur
þessi hópur á það sameiginlegt að
elska landið og hefur yndi af ferðum
og miðlar af þekkingu sinni.
Ferðafélag Íslands
er áhugamannafélag.
Sjálfboðaliðastarf hefur í áratugi
gert starf félagsins mögulegt.
Sjálfboðaliðarnir og ekki síst
forystufólk félagsins í 90 ár hafa
verið frumkvöðlar og hugsjónafólk
með með stóra drauma og
framtíðarsýn. Þannig hafa verið
byggðir 40 fjallaskálar, lagðir tugir
gönguleiða, reistar yfir 60 göngubýr
og farnar yfir 4000 ferðir með yfir
250.000 þátttakendum og gefnar
út bækur í 90 ár. Segja má að
þetta starf félagsins hafi einkennst
af samfélagslegri ábyrgð í þágu
almennings og þjóðarinnar.
Ferðafélag Íslands
FRUMKVÖÐLAR MEÐ HUGSJÓNIR OG FRAMTÍÐARSÝN
Hálendið og
lokanir skála
Allir í takt á leið niður af Snæfellsjökli
FÍ Ung að síga niður kókflöskuna Skagafjörðsskáli Langadal
Góð aðferð við að vaða ár er að
krækja saman höndum, mikilvægt er
að vera búinn að losa bakpokann og
hafa hann lausan á öxlunum.