Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 47
SAKAMÁL 471. nóvember 2019 inguna að John væri eitthvað tímabundinn eða taugatrekktur og hann hefði staflað kössum í bíl hennar með hraði. Þegar barna- barn Court, 10 ára drengur, þurfti að komast á klósettið sagði John að það gæti hann ekki, húsið væri vatnslaust. Eitthvað við Ryder-pallbíl- inn truflaði Elaine meðan á öllu þessu stóð og því fór sem fór. Blóðugur hamar og naglbítur Í kjölfar líkfundarins var John Famalaro handtekinn, 13. júlí 1994, og heimili hans rannsak- að hátt og lágt. Á meðal þess sem fannst var kassi merktur „jólaskraut“. Innihaldið var ekki jólalegt; blóðugur hamar og nagl- bítur. Byssur og handjárn lágu eins og hráviði um heimilið og inni í skáp fannst einkennisskyrta lögreglumanns. Talið var líklegt að John hefði þóst vera lögreglumað- ur þegar hann ók fram á bifreið Denise úti í vegkanti með sprung- ið afturdekk, þremur árum áður. John hafði síðan farið með Denise í vöruskemmu í Laguna Hills þar sem hann beitti hana kynferðislegu ofbeldi og barði síð- an til dauðs. „Sterkir straumar“ Nokkrum dögum síðar keypti John Famalaro frystikistuna, setti líkið í hana og geymdi sem ein- hvers konar verðlaunagrip. Í þrjú ár höfðu foreldrar Denise leit- að hennar og höfðu eðlilega ekki hugmynd um örlög hennar. Síðar, þegar Elaine vottaði foreldrum Denise samúð sína, sögðu þeir að það hefði verið Guðs vilji að Elaine hjálpaði til við að finna dóttur þeirra. Sjálf hafði Elaine á orði að hún hefði fengið „svakalega undarlega“ tilfinningu þegar hún var heima hjá John Famalaro. Hún sagði að það hefði „ekkert verið áberandi grunsam- legt við pallbílinn“, en samt hefðu komið „sterkir straumar“ frá hon- um. Dauðadómur staðfestur Í júní, 1997, mæltist kviðdóm- ur til þess að John Famalaro yrði dæmdur til dauða. Dauðadómur- inn var kveðinn upp 5. september árið 1997 og endanlega staðfestur af Hæstarétti Bandaríkjanna í júlí, árið 2011. Var það einróma niðurstaða að John Famalaro, sem þá var 60 ára, hefði fengið sanngjörn réttarhöld fyrrum og dómurinn skyldi standa. John Famalaro bíður nú örlaga sinna á dauðadeild San Quentin- fangelsisins. n MÁLNINGARHÖNDLARINN SEM MYRTI n Denise Huber hvarf af yfirborði jarðar n Leitað árangurslaust í þrjú ár n Elaine Canalia fékk undarlega tilfinningu n Hafði samband við rannsóknarlögreglumann Denise Huber Hvarf á heimleið af rokktónleikum.Famalaro Lumaði á leyndarmáli í þrjú ár. Frystikistan Lík Denise var geymt í þessari kistu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.