Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 49
PRESSAN 491. nóvember 2019 N orður-Írar eru upp til hópa mjög íhaldssam- ir þegar kemur að trú- málum. Nýlega urðu þau merku tímamót þar í landi að fóstureyðingar voru heimilaðar sem og hjónabönd samkyn- hneigðra. Margir fögnuðu þess- um merku tímamótum sem voru á þriðjudag í síðustu viku en aðr- ir eru ósáttir og eiga erfitt með að sætta sig við þessar breytingar. Allt hófst þetta fyrir sex árum þegar Sarah Ewarts, sem þá var 23 ára, fékk þær upplýs- ingar hjá læknum að barnið sem hún bar undir belti myndi deyja í síðasta lagi við fæðingu. Henni var þó neitað um að fara í fóstureyðingu því það stríddi gegn norðurírskum lögum. Hún neyddist því til að fara til Lundúna þar sem hún gat far- ið í fóstureyðingu. Hún fór síð- an heim, fékk sér lögfræðing til að reka málið og höfðaði mál. Snemma í október komst dóm- stóll í Belfast að þeirri niður- stöðu að fóstureyðingarbannið bryti gegn skyldum Breta til að standa undir ákvæðum mann- réttindasáttmála Evrópu. Í júlí á þessu ári samþykkti breska þingið að fella niður þau ákvæði í norðurírskri löggjöf sem gerðu fóstureyðingar refsiverðar. Um leið var samþykkt að heim- ila hjónabönd samkynhneigðra sem og að samkynhneigðir megi skrá sig í sambúð. Norðurírska þingið, sem er hálflamað vegna deilna milli hinna ólíku stjórn- málaflokka, reyndi að koma í veg fyrir lögin en án árangurs. Með lögunum öðlast norð- urírskar konur sömu réttindi til fóstureyðinga og kynsystur þeirra á Englandi, Skotlandi og Wales hafa notið síðan 1967. Þær þurfa þó enn um hríð að fara til annarra hluta Bretlands til að sækja þessa þjónustu og það kostar stórfé og hafa margar konur ekki efni á því. En í apríl munu tvö sjúkrahús á Norður- Írlandi byrja að veita þessa þjón- ustu. Fyrir gildistöku nýju laganna var nær útilokað fyrir konur að fá heimild til fóstureyðingar. Ekki einu sinni nauðgun eða sifjaspell dugðu til þess. Um 20 konur fengu heimild til fóstur- eyðingar árlega. Talið er að þegar sjúkrahúsin tvö byrja að bjóða upp á þessa þjónustu muni rúm- lega 1.000 konur nýta sér hana árlega. Það lýsir því kannski vel hversu heitar tilfinningar eru í þessum málum að ákveðið hefur verið koma upp ákveðnu öryggissvæði í kringum sjúkra- húsin þar sem andstæðingum fóstureyðinga verður ekki heim- ilt að mótmæla. n Tímamót á Norður- Írlandi Fóstureyðingar heimilaðar sem og hjónabönd samkynhneigðrabeðið Rússa um aðstoð í barátt- unni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið og al-Kaída. Náttúruauðlindir lokka Í byrjun október komu 200 þungvopnaðir rússneskir mála- liðar með þrjár herþyrlur sér til stuðnings til Mósambík til að leggja stjórnvöldum lið í bar- áttunni við íslamista sem hafa herjað á landið síðustu tvö ár. Þeir hafa ráðist á þorp og myrt óbreytta borgara og stökkt mörg hundruð manns á flótta. Þetta hefur átt sér stað í Cabo Delgado- héraðinu en þar fundust miklar gaslindir fyrir um áratug. Þrátt fyrir að Afríka sé smá- vaxin þegar horft er til efna- hagsmála á heimsvísu eru aug- ljósir, efnahagslegir hagsmunir sem laða Rússa að álfunni. Rúss- neskur iðnaður hefur þörf fyrir ýmis náttúruleg hráefni sem Afríka er auðug af. Rússnesk orkufyrirtæki hafa um langa hríð starfað í Kamerún, Gana og Nígeríu. Afrískur efnahagur er á góðri siglingu og það skap- ar nýja möguleika fyrir rúss- nesk fyrirtæki. Á næsta ári hefst bygging á rússnesku kjarnorku- veri í Egyptalandi. Í Simbabve aðstoða Rússar heimamenn við að nýta stærstu platínuvinnslu heims. Pútín segir þó að áhugi Rússa á Afríku sé meiri en bara á efna- hags- og hernaðarsviðinu. Á fyrrnefndum fundi í Sotji sagði hann að Rússar geti boðið Afríku ríkjum efnahagsaðstoð, mannúðaraðstoð og lagt þeim lið í baráttunni við sjúkdóma og eflt menntun. Til að auka áhuga afrískra leiðtoga á samvinnu við Rússa hafa Rússar heitið að fella niður hluta af skuldum ríkjanna. Pútín hefur sagt að nú þegar hafi Rússar fellt niður skuldir upp á 20 milljarða dollara frá tímum Sovétríkjanna. n n Næsta verkefni Pútín er risavaxið n Á síðustu fimm árum hafa Rússar gert öryggissamninga við 23 Afríkuríki Stórtækur Nú hyggur Pútín á enn frekari landvinninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.