Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 50
50 MATUR 1. nóvember 2019 Bjóddu í bröns n Sunnudagar til sælu n Dásamlegt að bjóða góðu fólki í dögurð Þ að er fátt skemmtilegra en að bjóða góðu fólki heim, borða, hlæja og hafa gaman. Hér eru nokkrar dásamlegar uppskrift- ir og eiga réttirnir það sam- eiginlegt að sóma sér vel á dögurðarborðinu á fallegum sunnudögum. Hráefni: n 1 1/2 bolli hveiti n 1/2 bolli maíssterkja n 1/2 tsk. matarsódi n 1 tsk. lyftiduft n 1 tsk. kanill n 1/2 tsk. múskat n 1 tsk. sjávarsalt n 2 bollar nýmjólk n 2/3 bolli olía n 2 egg n 3 tsk. sykur n 2 tsk. vanilludropar n 1 bolli pekanhnetur, saxaðar n þeyttur rjómi n hlynsíróp Aðferð: Blandið saman hveiti, maíssterkju, matarsóda, lyftidufti, kanil, múskati og salti í skál. Blandið mjólk, olíu, eggjum, sykri og vanilludropum saman í annarri skál. Blandið þurrefnum saman við mjólkurblönduna þar til allt er blandað, en ekki blanda alltof lengi. Blandið hnetunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Leyfið blöndunni að standa í hálftíma og hitið svo vöfflujárnið. Bakið vöfflurnar og berið fram með þeyttum rjóma og hlynsírópi. Þessar eru aðeins of dásamlegar! Hráefni: n 6–10 sneiðar dagsgamalt brauð n 5 stór egg, þeytt n 2 bollar rjómi n 1 bolli nýmjólk n 1 msk. vanilludropar n börkur af 1 sítrónu n 1/4 bolli púðursykur n fersk bláber, ef vill n flórsykur n myntulauf, ef vill Aðferð: Takið til stórt, eldfast mót og smyrjið það vel. Skerið brauð- sneiðarnar í tvennt og raðið þeim í einfalda röð í mótið. Sneiðarnar mega skarast aðeins en ekki mikið. Blandið eggjum, rjóma, mjólk, vanilludropum, berki og púðursykri saman í skál. Hellið blöndunni yfir brauðið þar til brauðið er næstum því allt hulið. Notið gaffal til að ýta sneiðunum létt niður. Leyfið þessu að standa í 20–30 mínútur við stofuhita, og þrýstið reglulega á brauðið með gafflinum. Bætið við meiri eggjablöndu ef brauðið er búið að sjúga hana alla í sig. Hitið ofninn í 180°C og bak- ið í 45–50 mínútur eða þar til brauðið er orðið gyllt að lit. Tak- ið úr ofninum og leyfið þessu að standa í 5 mínútur. Dustið flórsykri yfir brauðið og skreytið með myntulaufum og bláberjum. Þetta er algjör- lega skothelt! Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Vöfflur með pekanhnetum „French toast“ Fyrir Nutella-elsk- endur Rétt’upp hönd sem elskar Nutella! Mynd: Sunna Gautadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.