Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 60
60 FÓKUS 1. nóvember 2019
Hver eru þín bestu kaup í Costco? Viðskiptavinir leysa frá skjóðunni
n Eldsneyti og klósettpappír vinsælt n Leikföng í yfirstærð það skrítnasta
„Ég keypti frábæra plöstun-
arvél í Costco, hræódýra, um
tvö þúsund og fimm hund-
ruð krónur. Hún hitnar hratt
og plastar vel, æðisleg fyrir
alls konar föndur og snið-
ug til að plasta myndir sem
börnin gera og mann langar
að varðveita.“
„Þvottaefni, bæði í föstu og fljótandi formi
er frábært í Costco. Stóru Tork-eldhús-
rúllurnar eru sömuleiðis mögnuð kaup
og pítsurnar þarna eru líka mjög góðar.“
„Já, ég fjárfesti einmitt
í þessum ísbíl líka
fyrir dóttur mína í
þriggja ára afmælis-
gjöf í fyrra. Græjan sló
heldur betur í gegn og
hefur verið í daglegri
notkun síðan. Þetta
er án efa það leikfang
sem er mest notað á
heimilinu auk þess að
vera afar vinsælt hjá
gestum af yngri kyn-
slóðinni. Herlegheitin
kostuðu í kringum
fimm þúsund og hljóta
því að flokkast sem
sannkölluð kjarakaup.“
„Mín bestu kaup hjá Costco er eflaust
eldsneytið enda færðu það ekki ódýrara
– það munar þrjátíu krónum á lítranum
samanborið við aðra staði. Að því sögðu er
ekkert alltaf ódýrast að versla í Costco en
þú getur gengið að gæðunum vísum hjá
þeim. Ég og aðrir sem ég þekki og versla
þar segjum að fara í Costco er að fara í
annan heim, allt er svo mikið og stórt og
það eykur ánægjuna af að versla þar. Þú
sérð ánægju í andliti fólks sem verslar í
Costco sem þú varst hættur að sjá. Ávextir
og grænmeti er fyrsta flokks sem fólk hafði
ekki séð nema erlendis þar til Costco kom
hingað til lands. Það er ein af ástæðum
þess að viðskiptavinir eru svona ánægðir.“
„Ég á níu ára
stelpu sem
heldur að
hún sé 35 ára
og þráir fátt
meira en að
lesa bækur
á ensku. Þar
kemur Costco
eins og bjarg-
vættur og læt-
ur mig líta út
eins og bestu
mömmu í
heimi.“
1. Leikföng
„Börnin myndu þó segja
dótið, enda er oft hægt að
finna sniðugt dót á góðu
verði. Við kaupum til að
mynda mikið af litum í
Costco og afmælis- og
jólagjafir, það hentar ótrú-
lega vel því körfurnar eru á
stærð við sendiferðabíl.“
„Ég veit ekki hvort það flokkist sem bestu kaupin en þau kaup sem hafa vakið hvað mesta
lukku og verið í langmestri notkun er Frozen-kastali sem ég keypti fyrir dóttur mína í af-
mælisgjöf. Skemmst frá því að segja að flykkið fyllir upp í hálft barnaherbergið og myndi
seint teljast Instagram-fallegt en börnin elska hann og geta endalaust leikið sér, þar sem
hvers kyns barbie-, pony- og aðrar fígurur fá þak yfir höfuðið.“
„Vinsælast núna eru klárlega
leikföngin og blessað jóladótið.
Að mínu mati geta bestu kaup-
in líka verið bestu tilboðin. Mér
finnst hugsunin hjá Costco vera
sú að gera gott fyrir alla og það
tekst vel með þeim vöruflokkum
sem þar er boðið upp á. Annars
finnst mér verslunin vera að
toppa sig þetta árið þegar kem-
ur að leikföngum en hún er líka
að verða sífellt betri þegar kem-
ur að mat- og sérvöru.“
„Um síðustu jól freistuðumst við til þess
að kaupa stóra bangsann sem flestir
alvöru Costco-unnendur kannast eflaust
við. Hann var jólagjöf fyrir dætur okk-
ar en þær voru lengi búnar að óska eftir
honum. Það reyndst svo þrautin þyngri
að fela hann fyrir þeim næstu tvo mánuði
fyrir jól enda plássfrekur svo ekki sé meira
sagt. Þær hafa síðan þá skipst á að sofa
með hann í rúmunum sínum þar sem
hann hendir þeim reglulega fram úr.“
„Dótið allan daginn enda er ég
löngu hættur að fara í venjulegar
dótabúðir.“
Þ
að mikla það margir fyrir
sér að mæta á mannmarga
staði enda getur það valdið
taugaveiklun að vita ekki
hvorum megin við afgreiðslu-
borðið sé best að standa eða
hvaða tilboðum borgi sig að fjár-
festa í. Costco er óumdeilanlega
einn slíkra staða enda er úrval-
ið mikið og oft erfitt að þverfóta
þar inni fyrir verslunarglöðum
viðskiptavinum. Til að auðvelda
áhrifagjörnum valkvíðasjúkling-
um leitina fengum við ráð frá
nokkrum fastakúnnum keðjunn-
ar um þeirra bestu kaup í Costco.
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
2. Hreinslætisvörur 3. Ísvagninn
4. Bensín 5. Bækur
Knúsandi
apar Þessi
eru vinsælir
meðal álits-
gjafa DV.
Vá Margir tóku andköf þegar að
Frozen-kastalinn mætti á svæðið.
Stór og stæðilegur Frægi Costco-bangsinn.
Bensínið
heillar Það er
sjaldséð að sjá
bensínplanið
tómt þegar er
opið í Costco.
„Bestu kaupin að mínu mati eru klár-
lega klósettpappírinn, hreinlætisvör-
ur, bakkelsið, allar Kirkland Signat-
ure-vörurnar ásamt ýmiss konar
sérvörum, fötin og að sjálfsögðu lyfin.“
„Dettol-þvottasótthreinsirinn er algjör snilld.
Það hefur ekki komið vond lykt í þvottinn
hjá mér síðan ég byrjaði að nota þetta, hent-
ar bæði fyrir íþróttaföt, dökkan fatnað sem
og kúka- og æluvélarnar sem ég er mikið að
vinna með þessa dagana. Mæli með.“
„Ég keypti líka ísvagn
fyrir litla frænku sem
sló heldur betur í
gegn.“
„Ég fylli
alltaf á
bílinn.“
„Harry Potter-bóka-
settið flokkast án efa
undir bestu kaup
sem ég hef gert í
Costco. Ég var búin
að setja það í og taka
úr Amazon-körf-
unni minni í nokkur
ár en gat aldrei rétt-
lætt sendingarkostn-
aðinn enda frekar
þungt stöff. Ég var
því afar hamingju-
söm þegar ég sá það
í Costco fyrir jólin
í fyrra á tæpan sex
þúsund kall.“