Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Page 61
FÓKUS 611. nóvember 2019 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Hver eru þín bestu kaup í Costco? Viðskiptavinir leysa frá skjóðunni n Eldsneyti og klósettpappír vinsælt n Leikföng í yfirstærð það skrítnasta Álitsgjafar: Atli Már Ágústsson, Engilbert Arnar, Elsa Yngvadótt- ir, Finnur Marinó Flosason, Margrét Björk Jónsdótt- ir, Hildur Friðriksdóttir, Linda Jóhannsdóttir, Rafn Einarsson og Viðar Friðriksson. Hverju mælir þú með? „Ég kaupi alltaf Applewood-osta- sneiðarnar, Good Life-baunaborgarann, Paneer-ostinn, pastað, hummusinn, Mini Carter d’or-ísinn, þistilhjörtun í olíu og hlynsírópið.“ „Við elskum að kaupa kjöt og skipta því svo niður í minni einingar og frysta. Það sama á við um áleggið. Svo kaupum við alltaf vítamín, en við reynum að kaupa ekki lífstíðar- birgðir af neinu.“ „Ég mæli með að kaupa blátt Powerade, sérstak- lega nú þegar Bónus hefur hækkað verðið á því. Ég kaupi líka alltaf stóran parmesanost, tómata og spagettí. Ég mæli líka með bílavörunum þeirra, verkfærunum, vinnuvettlingum og málning- arpenslum – þú færð tuttugu og fjögur stykki af penslum á sextán hundruð krónur. Mæli með þeim.“ „Númer eitt, tvö og þrjú er Di Bufala Mozzarella- osturinn enda er hann langbestur á pítsuna. Ég fer oft sérferð í Costco bara fyrir þennan ost. Ég er oft- ast gaurinn með tvær fötur af osti í röð á kassa og að því sögðu vantar sárlega hraðkassa fyrir okkur fólkið sem kaupir fáar vörur. Hann er þó ekki alltaf til sem gerðir sérferðina hrikalega svekkj- andi.“ „Við sækjum alltaf harðfisk í Costco, bláber, jarðarber og stundum avókadó og tómata. Ég freistast mjög oft til að kaupa tilbúna kjúklingavængi, en tilbúni kjúklingurinn þar er sömuleiðis mjög braðgóður. Stundum kaupi ég „baby back ribs“ líka svo ávaxta- og grænmetisdeildin ásamt kjötvörunum er mitt „go to“.“ „Ég myndi segja að smokkarnir séu klárlega fastur liður, ásamt klósett- pappír, rafhlöðum og litlu paprikunum. Mesta snilldin er samt bílstólarnir sem ég keypti þar fyrir stuttu sem og barna- vagninn sem ég keypti í fyrra.“ „Ég kaupi alltaf kaffi í Costco, uppþvottaefni, hreinsivörur og dýrafóður – að eldsneytinu ógleymdu.“ „Sko í mínum huga kaupi ég alltaf bara hakk og klósettpappír þegar ég fer í Costco, en samt kem ég alltaf út þrjátíu þúsund krónum fátækari svo eitthvað hlýt ég að vera að kaupa fleira.“ „Ég mæli með næturbrókum í Costco, frábærar fyrir eldri undirpissara.“ „Ég mæli með Deep heat roll-on sem og blautklútunum. , kaupi tilbúinn kjúkling, litlar sódavatnsflöskur, kló- settpappír, collagen, vítamín, prótein og orkustykkin.“ „Ég mæli með ostakúludoll- ununum sem fást í Costco, við keypt- um svona um daginn fyrir afmæli hjá stelpunni okkar og hún kláraðist á ör- skotstundu. Fáranlega góð.“ Öryggið á oddinn Smokkarnir koma sterkir inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.