Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 6
6 FÓKUS 15. nóvember 2019 Sími 580 7000 | www.securitas.is Með öryggishnapp Securitas um úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt ef eitthvað kemur upp á. Þú býrð við meira öryggi á heimilinu og aðstandendum líður betur að vita af þér í öruggum höndum. Þú ýtir á hnappinn, boðin berast samstundis til stjórnstöðvar Securitas þar sem þú færð samband við sérþjálfað starfsfólk. Öryggisverðir Securitas með EMR þjálfun eru alltaf á vakt og bregðast hratt og örugglega við. Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og kynntu þér kosti öryggishnappsins og hvaða annan öryggisbúnað hægt er að hafa með honum. SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Innflytjendur fá lægri laun en Íslendingar fyrir sömu vinnu n Staða innflytjenda á Íslandi ekki góð n Langflestir verða fyrir fordómum að einhverju leyti, annaðhvort á vinnumarkaði eða í sínu daglega lífi. P etra Ingvarsdóttir kannaði stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði í tengslum við BA-ritgerð sína úr félagsráðgjöf við Háskóla Íslands síðasta vor. Skoðaði hún meðal annars fjöldatölur um innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði ásamt því hversu stór hluti innflytjenda á Íslandi er atvinnulaus. Hámenntuð en fær enga vinnu Í október síðastliðnum birti DV viðtal við Nigar Khaligova sem er þrítug og hefur verið búsett á Íslandi í sjö ár, en hún er fædd og uppalin í Aserbaídsjan. Hún er með háskólagráðu í raungreinum frá heimalandi sínu og stundar í dag nám í viðskiptafræði en hún segist mæta miklum fordómum hjá vinnuveitendum. Segir hún að afar erfitt sé fyrir háskólamenntaða útlendinga að fá vinnu á Íslandi, jafnvel þó að viðkomandi tali góða íslensku og sé með dýrmæta þekkingu. Oftar en ekki reiða vinnuveitendur sig á tengslanet og sambönd, sem kemur sér illa fyrir manneskju sem hefur búið á landinu í takmarkaðan tíma. „Ég veit ekki hvað veldur en mig grunar að þetta sé vegna þess að ég er ekki íslensk og ég á ekki „góða vini“ til þess að hjálpa mér. Mér finnst eins og fólk í stjórnunarstöðum vilji einhverra hluta vegna ekki ráða útlendinga í vinnu, nema þörf sé á. Kannski vilja þeir ekki að útlendingum vegni vel?“ segir Nigar meðal annars í viðtalinu. Flestir innflytjendur eru pólskir Árið 2017 var metár þegar kemur að fólksflutningum til Íslands en þá fluttust samtals 14.929 einstaklingar til landsins. Í byrjun árs 2018 voru samtals 43.763 innflytjendur hérlendis og gerir það 12,6 prósent íbúafjöldans en til samanburðar voru innflytjendur heldur minna hlutfall íbúafjöldans árið 2012 eða 8 prósent. Þegar kemur að fjölda útlendinga sem búsettir voru á Íslandi árið 2018 voru Pólverjar langflestir eða samtals 19.190, næst á eftir þeim voru Litháar sem voru 4.094 og því næst Lettar sem voru 1.851. Pólverjar eru langstærsti hluti þeirra erlendu einstaklinga sem hingað koma til búsetu og vinnu og hafa verið það allt frá því að innflytjendum hérlendis fór að fjölga í kringum aldamótin síðustu. Fá lægri laun fyrir sömu vinnu Í niðurstöðum Petru kemur meðal annars fram að innflytjendur á Íslandi eru að meðaltali með 8 prósentum lægri laun en íslenskir samstarfsfélagar þeirra fyrir sama starf en munurinn verður enn meiri í þeim störfum sem innflytjendur sinna aðallega, líkt og ræstingum. Auk þess er bæði menntun þeirra og starfsreynsla minna metin en þeirra íslensku, ekki síst ef þeirrar reynslu og menntunar er aflað erlendis. Innflytjendur sinna nær eingöngu láglaunastörfum og öðrum störfum sem Íslendingar vilja ekki lengur og hafa rannsóknir sýnt að einstaklingar í slíkri stöðu séu í hvað mestri áhættu varðandi veikindi og sjúkdóma. Ásamt ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eiga innflytjendur mest á hættu á að vera svindlað á af atvinnurekendum. Þá er erfitt fyrir þá að nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur hérlendis, sérstaklega á tungumáli sem þeir skilja en mest efni virðist yfirleitt bara vera til á íslensku. Auk þess hefur það sýnt sig að innflytjendum finnst flókið að eiga við yfirvöld hérlendis og mikil skriffinnska sem því fylgir og hafa þeir líkt því við að vera staddur í völundarhúsi sem maður ratar ekki út úr. Þá bendir Petra á að það sé ekki nóg með að innflytjendur sinni láglaunastörfum og séu að meðaltali með lægri laun en íslenskir vinnufélagar sínir, heldur er staða þeirra á leigumarkaðnum líka slæm og er það meðal annars vegna fordóma í þeirra garð og bágrar félagslegrar stöðu þeirra. Uppruni skiptir máli Uppruni innflytjendanna er einn áhrifaþáttur þegar kemur að launamismun en þeir sem eru fæddir á Norðurlöndunum eru oftast nær með hærri laun en innflytjendur frá öðrum löndum en að jafnaði eru þeir innflytjendur sem koma frá Asíu með lægstu launin. Jafnframt virðist það einnig skipta máli hversu lengi innflytjendurnir hafa dvalið á landinu en samkvæmt greiningu Hagstofunnar hafa þeir sem hér hafa dvalið í sex til níu ár að jafnaði tveimur prósentum hærri laun en þeir sem hafa verið hér í fimm ár eða minna. Það er einnig margt sem bendir til þess að erlent vinnuafl vinni almennt lengri vinnudag en það íslenska en fái samt sem áður, eins og áður sagði, að meðaltali lægri laun fyrir sömu vinnu. Þar að auki borga þeir oft hærri leigu og verða oftar fyrir réttindabroti á vinnumarkaðnum. Einnig er hættara við að erlent vinnuafl sé jaðarsett á vinnumarkaðnum sem og í samfélaginu öllu. Petra nefnir í lokin að svo virðist sem stjórnendum þessa lands sé vel kunnugt um stöðu innflytjenda hérlendis samanber þær skýrslur og aðgerðaráætlanir sem gefnar hafa verið út í málaflokknum. „Það er þó ekki nóg að gefa einungis út skýrslur og aðgerðaráætlanir heldur verður að fylgja þeim eftir til að þær beri árangur. Vellíðan allra samfélagsþegna er mikilvæg og eru innflytjendur þeirra á meðal.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.