Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Side 20
20 15. nóvember 2019FRÉTTIR T æp tvö ár eru síðan líf Friðriks Ómars tónlistar- manns tók óvænta stefnu. Hann skildi við sambýlis- mann sinn til ellefu ára og ákvað í kjölfarið að taka heilsu- og lífs- stílinn fastari tökum. Í dag lítur hann nokkuð sáttur um öxl en viðurkennir að ferðalagið hafi verið fjandanum erfiðara. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Frið- rik mætir erfiðleikum í lífinu. „Ég reyni meðvitað að vera ekki mik- ið í viðtölum,“ segir Friðrik Ómar þegar blaðakona sækir hann heim. „Þessa dagana er ég bara á fullu að undirbúa jólin með fólkinu mínu hjá Rigg. Ég verð bæði með jólatónleika í Salnum í Kópavogi og Hofi ásamt því að syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar svo ég verð syngj- andi allar helgar fram að jólum eða á fimmtán tónleikum.“ Friðrik var fimmtán ára þegar hann gaf út sína fyrstu kasettu en hana tileinkaði hann einmitt jólunum og nefndi Jólasalat. Hann segir því óhætt að fullyrða að söngurinn sé búinn að vera samofinn jólahátíðinni í tæpan aldarfjórðung. „Ég tók einu sinni meðvitað frí í desember en það var alveg glatað, svona eins og þegar fólk ákveður að dvelja erlendis yfir jólin en dauðsér svo eftir því, en þá er maður allavega búinn að prófa það.“ Friðrik slær ekki slöku við í jóla undirbúningnum því nýtt jólalag úr smiðju hans mun hljóma á næstunni. „Við Svala Björgvins erum að gefa saman út nýtt jólalag en sjálfur samdi ég lag og texta,“ seg- ir hann. Friðrik nær samt ekki að njóta útgáfunnar mjög lengi því við tekur stífur undirbún- ingur. „Stanslausar æfingar fyrir jólatónleikana og þá er aðalmálið að keyra sig ekki út. Ég legg mikla áherslu á að fara í ræktina og halda mér gangandi en alls ekki að breyta neinu. Oft læðist nefni- lega sú hugsun að hvort það sé ekki bráðupplagt að skafa af sér eins og tvö kíló en þá getur maður bara veikst.“ Sjálfur fer Friðrik alltaf norður um jólin en stórfjölskylda hans býr á Akureyri. Á Þorláksmessu er ferðinni heitið til Dalvíkur það- an sem hann er ættaður þar sem hann sýpur á púrtvíni með góð- um vinum. „Síðustu jól byrjuðum við fjöl- skyldan á því að syngja saman Einmanaleikinn er erfiðastur Friðrik Ómar skildi eftir ellefu ára samband - Lærði að vera einn - Skilnaður foreldra í æsku markaði djúp spor - Varð fyrir einelti í barnaskóla Íris Hauksdóttir iris@dv.is M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.