Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 21
15. nóvember 2019 FRÉTTIR 21 jólasálma á aðfangadag og ég væri til að halda þeirri hefð áfram. Maður er auðvitað enn með þetta í mótun en aðalhefðin hverfist auðvitað í kringum matinn. Mér finnst rosalega gaman að elda og geri mikið af því, þótt ég sé bara að elda fyrir sjálfan mig þá finnst mér það æðislegt. Það er auðvit­ að breyting að elda fyrir einn og margir sem mikla það fyrir sér en fyrir mér er það ákveðinn „me time“, ég hugsa ekki um neitt ann­ að á meðan.“ „Er þetta að gerast í alvöru?“ Friðrik og fyrrverandi sambýlis­ maður hans slitu samvistir fyrir tæpum tveimur árum eftir ellefu ára samband. Hann segir breytinguna mikla og það hafi tekið tíma að læra að líta í speg­ ilinn. „Þetta hefur verið skrítið tímabil og gengið á í bylgjum. Fyrstu vikurnar var þetta ekkert svo erfitt því þá var allt svo nýtt og óraunverulegt, svo kemur tíminn þar sem maður spyr sjálfan sig „er þetta að gerast í alvöru?“ Að lok­ um kemur að því þú þarft að líta í spegilinn og fókusa á sjálfan þig, og það er mest trikkí. Allt í einu er enginn þarna og í grunninn er það mesta breytingin – sem og söknuðurinn – að deila ekki leng­ ur lífinu með einhverjum. Ein­ manaleikinn er erfiðastur, ekki síst í því starfi sem ég er í, vinn­ an mín verður oft einmanaleg þótt ég sé umkringdur fólki og eigi góða vini að. Ég setti mér þó snemma þá reglu að hitta fólk á hverjum degi og núna geri ég það alveg ómeðvitað, það hjálp­ ar mér mikið enda er auðveldast í heimi að loka sig af – og það er það versta. Maður verður að taka á honum stóra sínum og halda áfram, þeir þekkja það sem hafa gengið í gegnum þetta ferli. Mað­ ur fer að meta litlu hlutina, hvers­ dagsleikann og heilsuna. Þetta er gríðarleg breyting, ekki bara það að vakna og sofna einn eða hella upp á kaffið og kveikja á útvarp­ inu, heldur líka að læra að vera einn með sjálfum sér. En maður­ inn er nú bara þannig gerður að hann venst öllu. Tíminn lagar og læknar og maður aðlagast en það er rosalegur skóli.“ Hættur að reyna að geðjast öllum Friðrik tók eins og frægt er þátt í undankeppni Söngkeppni sjón­ varpsins fyrr í vor en laut í lægra haldi fyrir framlagi Hatara sem hélt út fyrir Íslands hönd. Lagið hans, Hvað ef ég get ekki elskað? sló hins vegar í gegn og segir Frið­ rik fjölda fólks hafa komið að máli við hann og sagst tengja við text­ ann. „Fólk var ekkert mikið að segja mér það úti á götu enda er enginn beint stoltur af því að líða svona. Á yfirborðinu á nefnilega allt að vera svo frábært, en ég fékk og fæ enn fjöldann allan af einkaskila­ boðum frá fólki sem segist tengja við textann. Ég sé það í dag að þetta var svolítið djarft af mér að opna á þetta og fæ oft spurn­ inguna hvort ég geti núna elskað. Ég held ég geti það en maður er oft í leit að einhverju fullkomnu sem er ekki til. Ég viðurkenni líka að ég var búinn að gleyma hvað margir horfa á þessa keppni og áttaði mig ekki á því fyrr en daginn eftir að ég mætti fjöl­ skyldu á förnum vegi þar sem börnin urðu hreinlega stjörnu­ stjörf við að sjá mig. Í mínum huga var ég bara að gefa frá mér lag sem ég var stoltur og ánægður með en gerði mér ekki grein fyr­ ir því sem óhjákvæmilega fylgdi með, viðtölunum og athyglinni sem ég var ekki að sækjast eftir. Ég finn samt mikinn mun á sjálf­ um mér núna og þegar ég tók síð­ ast þátt fyrir ellefu árum. Í dag er ég orðinn sáttur við að vera ekki endilega allra og hættur að reyna að geðjast öllum. Ég er ekkert að reyna að vera hipp og kúl því ég er bara sveitastrákur að norðan og ekki að reyna vera neitt ann­ að. Ég er mjög kaldhæðinn og húmorinn minn er oft misskilinn, svo það er pottþétt einhver þarna úti sem finnst ég vera merkilegur með mig. En stundum þarf mað­ ur bara að setja upp þann front og maður getur ekki hleypt öllum að. Fólki finnst líka að maður eigi alltaf að vera í stuði og það þekkja þeir sem starfa í þessum bransa, að það sé skrítið að maður sé ekki skælbrosandi öllum stundum, en staðreyndin er bara sú að við erum venjulegt fólk með sömu vandamál og allir hinir. Ég hika ekki við að viðurkenna ef ég er ekki hress, enda hef ég aldrei falið hvernig mér líður. Ég nenni ekki að vera með grímuna fasta á and­ litinu á mér.“ Eftir að söngvakeppnin var yfir staðin bókaði Friðrik sér ferð í fimm vikur til Suður­Ameríku og ferðaðist þaðan víða. Aðdáendur hans gátu fylgst vel með ferð­ um hans á Instagram­síðu hans „fromarinn“, þar sem hann er afar virkur og veitir innsýn í líf sitt. „Buenos Aires heillaði mig hvað mest. Hún býr yfir skemmti­ legri menningu þar sem fólk dansar tangó á hverju götuhorni og bæði matur og vín er fram­ úrskarandi á allan hátt. Ég hefði aldrei séð þetta ferðalag fyrir mér fyrir nokkrum árum, en ég hafði helvíti gott af þessu og það besta var að mér leiddist ekki í eina sek­ úndu. Það er nefnilega áskorun að vera svona einn með sjálfum sér og nenna því, í alvöru.“ Heldur að hann langi í barn Friðrik vill lítið tjá sig um skiln­ aðinn en hann segir starfstitilinn jafnframt oft fela í sér ákveðinn fælingarmátt þegar kemur að stefnumótamarkaðinum. „Það var ákveðið ferli sem ég þurfti að fara í gegnum, því þegar við kynntumst var ég að byrja í minni vinnu en í dag finn ég sterkt fyrir því hvað íslenskir strákar vita mikið um mig. Þeir hafa ákveðið forskot en á sama tíma skil ég að þeir séu hræddir við að stíga inn í þennan heim. Það þarf visst hug­ rekki til. En ég er ósköp venjuleg­ ur strákur held ég.“ Þegar talið berst að barneign­ um vefst svarið ögn fyrir Friðriki. „Ég hef verið spurður ótrúlega oft og spyr sjálfan mig sömuleið­ is reglulega og veistu, já, ég held mig langi í barn – en ekki endi­ lega börn í fleirtölu. Ég veit ekki. Ég finn það núna að það er stór partur af því að vera manneskja að eignast barn, í því felst svo mikill þroski. Ég sé það á vinum mínum að þetta er greinilega al­ veg málið! Eflaust vex þetta ferli manni í augum vegna kynhneigð­ ar og aðstæðna og satt best að segja veit ég ekki hvort maður sé einhvern tímann alveg tilbúinn. Er það nokkur? Í tilfellum eins og mínu er þetta svo meðvituð ákvörðun og í kjölfarið ferli sem er flóknara en venjulega, innan gæsalappa. Ég sé ekki fyrir mér að gera þetta einn, en hver veit? Ég hef kannski hugsað um þetta í tíu ár en aldrei tekið skrefið, við vit­ um jú að skilnaðartíðnin er há og þá er auðvelt að ofhugsa allt, en eflaust er þetta eitthvað sem gæti dottið inn. Vissulega viljum við öll upplifa að við séum mikilvæg fyrir aðra manneskju og það er í grunninn sú þörf sem foreldrar fá uppfyllta, það er að segja þeir sem sinna börnunum sínum. Þau finna að þau eru einstök í aug­ um barnanna sinna og öfugt. Það „töffar“ mann eflaust líka upp og það þykir mér spennandi til­ hugsun, sem og að hafa eitthvað sem „groundar“ mig. Ég finn það núna þegar ég eldist og er búinn að brölta þetta mikið um, búinn að koma mér fyrir og er í geggjuð­ um aðstæðum – nema samkyn­ hneigðin flækir þetta kannski að­ eins.“ Æskan bæði geggjuð og hræðileg Friðrik kom formlega út úr skápnum árið 2006 en segir það þó ekki hafa verið neitt gríðarlegt móment, erfiðast hafi þó verið að segja föður sínum af því. „Ég er einkabarnið hans pabba og ég beið lengst með að segja honum. Það eru sjö ár milli mín og næsta systkinis svo ég ólst upp sem hálfgert örverpi.“ Friðrik lýsir æskunni á Dalvík sem geggjaðri og hræðilegri í senn. „Það var náttúrlega æðislegt að alast upp á svona litlum stað og fá að gera allt sem maður vildi. Ég var á kafi í leikfélaginu og stofn­ aði meðal annars leikhóp með vinum mínum. Ég var alltaf syngj­ andi, spilandi á trommur og þá var ekkert mál að útvega æfinga­ húsnæði í nærliggjandi frystihúsi. Það var allt svona, en á sama tíma lenti ég líka í miklu einelti – fyrir að vera í þessu. Ég vildi vera leið­ togi, en leiðtogar eru ekkert endi­ lega alltaf þeir vinsælustu. Svo er það líka það, að fólk í kringum mann áttar sig eflaust betur á því að maður sé „gay“ en maður sjálf­ ur, það er eflaust partur af þessu einelti líka án þess að ég hafi fatt­ að það sjálfur.“ Skilnaður foreldra vendipunktur Foreldrar Friðriks skildu þegar hann var tíu ára og varð Friðrik eftir hjá föður sínum en móður hans flutti burt í annað samband, tímanum lýsir hann sem algjör­ um vendipunkti í sínu lífi. „Það var ekki fyrr en á þessu ári sem ég fattaði af hverju ég ákvað að vera eftir hjá pabba. Ég  Suðurnes  Reykjavík  Suðurnes Sími 845-0900 • cargoflutningar@gmail.com • Finndu okkur á facebook Tvisvar á dag! milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis cargoflutningar.is Flutningaþjónust  Suðurnes  Reykjavík  Suðurnes Sími 845-0900 • cargoflutningar@gmail.com • Finndu okkur á facebook Tvisvar á dag! milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis cargoflutningar.is Flutningaþjónusta „Hátíðin og Dalvíkingar munu standa þetta af sér“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.