Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 43
TÍMAVÉLIN 4315. nóvember 2019 sem hver segir er ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum.“ „Nei, er mín bara í skvísunær- buxum?“ Ekkert var fjallað um málið á sín- um tíma nema í Helgarpóstin- um. Blaðamaður blaðsins fékk það staðfest hjá Rannsóknarlög- reglunni að tvær kærur væru á borði lögreglunnar vegna lækna- miðilsins, en kærurnar voru ekki taldar „stóralvarlegs eðlis“ og að margar alvarlegri kærur bær- ust embættinu en þessar. Í sömu umfjöllun birti Helgarpósturinn nafnlaus viðtöl við konurnar tvær sem kærðu læknamiðilinn. Á frá- sögnum þeirra sést að málið var grafalvarlegt. „Ég er niðurbrotin manneskja eftir samskipti mín við þennan mann, sem gefur sig út fyrir að vera læknamiðill. Í fyrstu virk- aði hann á mig sem algjört eðal- menni en annað kom í ljós,“ sagði fyrri konan sem kærði miðilinn. Hún leitaði til hans eftir að hún sá hann í vinsælum sjónvarpsþætti, en hún glímdi við brjósklos í baki. Hún sagði fyrstu tvo tímana með miðlinum hafi lofað góðu. „Hann heillaði mig strax í fyrsta tímanum þegar hann sagð- ist sjá að ég væri mjög veik í baki. Ég er nefnilega með brjósklos og hvernig átti hann svosem að vita það? Svo virkaði hann bara eitt- hvað svo blíður, var alltaf að taka utan um mig og kyssa mig; hann bar svo mikla umhyggju fyrir manni, að því er virtist í fyrstu,“ sagði hún. Það sló konuna hins vegar að hann notaði nudd til að lækna hana en það var ekki fyrr en í þriðja tímanum sem hann færði sig upp á skaftið. „Hingað til hafði hann bara nuddað á mér bakið, en nú bað hann mig að leysa niður um mig buxurnar því hann þyrfti líka að nudda á mér mjaðmirnar til að vinna bug á bakverknum. Til þessa hafði ég mætt í venjuleg- um undirfötum, en fyrir þriðja tímann gafst mér ekki tími til að skipta um undirfatnað og var í fínum undirfötum. Án þess að það eigi eitthvað að koma mál- inu við í hvernig undirfötum ég er segir hann þegar ég er komin úr buxunum: „Nei, er mín bara í skvísunærbuxum?“,“ sagði konan. „Hann var allt í einu farinn að nudda á mér rassinn af mikl- um ákafa. Ég var þá ekki mikið að velta því fyrir mér hvort hann væri að áreita mig eða ekki, enda var hann enn mjög ljúfur að öðru leyti.“ „Ég bara fraus“ Konan ákvað að þrjóskast við og mæta í fjórða tímann, þótt henni fyndist miðillinn ganga henni nærri. Í þeim tíma skip- aði hann henni að fara bæði úr að ofan og neðan. Í þriðja tím- anum hafði konan sagt miðlin- um frá kynferðis legri misnotk- un sem hún varð fyrir þegar hún var þriggja ára. Í fjórða tímanum spurði hann hana um kynlífið hennar um þær mundir, en hún sagðist alla tíð hafa átt erfitt með kynlíf sökum áfallsins í æsku. „Í framhaldi af því tjáir hann mér að sjálfur sé hann kynferð- islega sveltur heima fyrir. Þarna stóð mér orðið ekki á sama. Fyrr en varði var hann líka búinn að snúa mér við og farinn að nudda á mér brjóstin.“ Í lok tímans réðst maðurinn á hana. „Áður en ég vissi var hann bú- inn að stinga tungunni upp í mig. Ég bara fraus. Næsta skref var að troða hendinni ofan í leggings- -buxurnar mínar og í senn var hann með tunguna uppi í mér og kominn með puttann upp í leggöngin á mér. Þetta gerðist allt svo snöggt að ég náði ekki að ýta honum frá mér, en sem betur fer heyrðist þrusk þarna frammi þannig að hann kipptist við og ég rauk út.“ Smurði kremi á viðkvæma staði Seinni konan sem kærði gerði það í krafti kæru fyrri konunnar. Hún gat vart haldið aftur af tárun- um þegar hún sagði Helgarpóst- inum sína sögu. „Hann útskýrði ekki hvernig hann ætlaði að framkvæma það, en vegna orkuleysis sem hrjáir mig sagðist hann þurfa að það sem hann kallar jarðtengja mig í gegnum kynfærin, eða leggöngin og endaþarminn, til að ég fengi orkuflæði niður í fæturna. Öðru- vísi gæti ég ekki náð upp orku,“ sagði hún. „Hann sá hvað ég var slegin á svip en útskýrði þetta þó ekki nánar heldur mildaði það eitthvað, sagði að krem úr Dauða- hafinu, sem hann ætti, myndi duga. Engu að síður sagðist hann nauðsynlega þurfa að bera krem- ið á svæðið milli legganganna og endaþarmsins, því þar væri orku- stöð sem mikið flæddi úr. Í trú- girni minni fer ég úr buxunum og hann byrjar að bera krem á lappirnar á mér og færir sig svo ofar. Síðan biður hann mig að snúa mér við. Vegna hræðslu við hann vissi ég vart hvað hann var að gera, en að minnsta kosti bar hann krem á mjög viðkvæma staði.“ Í fyrrnefndu viðtali við Er- ling Kristinsson sagði hann það í hæsta máti óeðlilegt að læknar- miðlar biðu fólk að fækka fötum. „Í skólanum var einmitt lagt til að maður snerti ekki sjúklingana, en því eru ekki allir sammála. Sjálfur reyni ég að komast hjá því nema hvað stundum er nauðsyn- legt að snerta axlir eða höfuð og í sumum tilfellum klappa ég á ilj- arnar á fólki. Allt fer það eftir því hvað læknarnir að handan leggja manni fyrir. En það er af og frá að fólki þurfi nokkru sinni að fara úr fötum.“ Sama ár, 1995, og árið eftir heyrðist ekkert meira af kærum á hendur læknamiðlinum. Má telja líklegt að málið hafi verið látið niður falla sökum þess að lög- regluyfirvöld tölu kærurnar ekki „alvarlegar“. n „Næsta skref var að troða hendinni ofan í leggings- -buxurnar mínar og í senn var hann með tunguna uppi í mér og kominn með puttann upp í leggöngin á mér. Ósáttur Sigurður var ósáttur við að fólk misnotaði nafn bróður hans, Einars. Mikils metinn Einar var virtur lækna- miðill, hér í viðtali við Vísi seint á áttunda áratug síð- ustu aldar. Sterkar frásagnir Konurnar tvær stigu fram undir nafnleynd í Helgarpóstinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.