Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 44
44 FÓKUS 15. nóvember 2019
A
ð vera á setti er það
skemmtilegasta sem ég
geri og hefur verið síðan
ég var sextán ára. Á þeim
aldri var þarna búið að planta
einhverjum fræjum sem eru enn
að springa út í dag,“
segir Atli Óskar Fjalarsson,
leikari og framleiðandi, en hann
er flestum kunnugur úr kvik-
myndunum Órói og Þrestir, svo
dæmi séu nefnd.
Árið 2016 var hann út nefnd ur
rís andi stjarna ásamt níu öðrum
evr ópsk um leik ur um á alþjóð-
legu kvik mynda hátíðinni í Berlín,
Berl inale, og kynntist hann þeirri
tilfinningu snemma á lífsleiðinni
hvernig það er að vera á tökustað.
Hann var ekki lengi að finna sig á
því sviði á unglingsárunum sam-
hliða því að fá ákveðna útrás á
YouTube-rásinni sinni.
Atli er nýr gestur í Föstudags-
þættinum Fókus hjá DV og þar
talar hann meðal annars um leik-
listina, ný verkefni, unglingabólur
og bransakvöldin í Los Angeles.
Stuðaði Grafarholtsbúa og
komst í fréttirnar
Atli lék í sinni fyrstu kvik mynd 14
ára gam all, stutt mynd inni Smá-
fuglum eft ir Rún ar Rún ars son. Í
kringum fermingaraldurinn fékk
Atli borðtölvu sem breytti öllu lífi
hans.
Með þessari tölvu fór hann
að prófa sig áfram í vaxandi
YouTube-samfélaginu. Þetta
var árið 2005 og varð Atli fljótt
þekktur undir heitinu Atli123.
Rás hans óx fiskur um hrygg og
má segja að leikarinn sé einn af
fyrstu virku íslensku YouTube-
-stjörnunum.
„Ég byrjaði bara að klippa
saman einhver vídeó og setti það
saman sem mér fannst fyndið.
Seinna meir vatt þetta upp á sig
og varð meira reglulegt efni. Ég
áttaði mig fyrst á því að fleiri en
bara við vinir mínir værum að
horfa á þetta, þegar yngri bróðir
minn úr öðrum skóla nefndi við
mig að aðrir væru að fylgjast með
þessu. Mér fannst það skrítið, því
margir voru greinilega að horfa
á mig og fannst ég ekki kúl, eða
asnalegur. Þá fékk ég fyrsta dissið
og gerði svo í raun vídeó um þá,“
segir Atli.
„Það var í eintalsvídeói þar sem
ég hniggaði yfir Grafarholtsfólk-
ið. Það vakti síðan mikla athygli,
Stöð 2 hringdi í mig og vildi sýna
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Leiðist skrifræðið í Bandaríkjunum - Stofnaði framleiðslufyrirtæki - Sofnaði í tökum
„Ég ætlaði
bara að
verða
læknir“
Kumpánalegir Atli og Elías eru mestu mátar.