Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 54
54 FÓKUS 15. nóvember 2019 YFIRHEYRSLAN Eddu Björgvinsdóttur þarf vart að kynna en hún hefur starfað sem leikkona um langa hríð. Edda segist hafa ómælda þörf fyrir að bæta sífellt við sig menntun enda sé fróðleiksfýsn hennar stærsta ástríða. Edda er í yfirheyrslu helg- arinnar. Hvar líður þér best? Með fólki sem ég elska og fólki sem ég hlæ mik­ ið með, ef ég er ein þá líður mér best í sundi. Hvað óttastu mest? Að missa fólkið sem ég elska. Hvert er þitt mesta afrek? Að hafa framkvæmt allt sem ég hef komið í verk þrátt fyrir að minn sólarhringur sé aðeins 24 klukkustundir eins og annarra. Alltaf unnið 150% – minnst. Og svo auðvitað börnin mín fjögur sem öll eru fullkomin! Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Starfið mitt, leiklistin, býður nánast eingöngu upp á furðulegar uppákomur og aðstæður. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hún er svo happy þetta helvíti! En ef pabbi fengi að ráða titlinum myndi hún heita: Var valin Borgarlistamaður og fékk Fálkaorðuna sama dag. Hvernig væri bjórinn Edda Björgvins? Hann væri að sjálfsögðu lífrænn og héti Edda organic. Besta ráð sem þú hefur fengið? Amma mín sagði alltaf: Aðalatriðið er að vera manneskja, þegar ég kvartaði yfir því að ég væri feit, ófríð eða púkaleg. Hvert er leiðinlegasta hús- verkið? Að ganga frá drasli, raða í hillur og vaska upp. Besta bíómynd allra tíma? La Vita e Bella. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Endalausri þolinmæði, umburðar­ lyndi og svo öfunda ég alla sem hafa fallega söngrödd. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Líklega að vera flugfreyja hjá Iceland Express, þetta skilja þeir sem komu inn í flugvélarnar sem við ferðuðumst með. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Mjög margir frasar pirra mig. Mig skortir ævin­ lega umburðarlyndi gagnvart þeim frösum sem taka yfir hverju sinni. Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Sælgæti er minn versti óvinur! Og það sorglega er að ég hef hroðalegan smekk á sælgæti. Hvað er á döfinni hjá þér? Fjölmörg verkefni í Þjóðleikhúsinu og alls konar sjónvarps­ og kvikmyndaverkefni. Ég er lukk­ unnar pamfíll! Mesta áhættan að vera flugfreyja hjá Iceland Express M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Edda Björgvins Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.