Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Qupperneq 15
FÓKUS - VIÐTAL 154. október 2019 vera á valdi einhvers eins dómara, sem gæti þess vegna verið gam- all skólafélagi gerandans eða póli- tískt tengdur honum, hvort dóm- ar og nöfn gerenda séu birt. Svona geðþóttaákvarðanir dómara vekja óhjákvæmilega upp kenningar um að verið sé að þagga málin niður eða halda hlífi skildi yfir gerendum. Birting nafns gerenda þarf alls ekki að leiða til þess að hulu sé svipt af því hver brotaþoli sé, slíkt geta dómarar tryggt með viðeigandi orðalagi dómanna, það eru jú þeir sem skrifa þá. Mér finnst að í þess- um málum eigi að ríkja gagnsæi og fyrirsjáanleiki, því upplýsingar um dæmda kynferðisafbrotamenn og barnaníðinga eiga óumdeilanlega erindi við almenning.“ Talaði sjálfur við skólayfirvöld Líkt og áður segir býr gerandinn í næsta nágrenni við grunnskóla. Faðirinn hafði sjálfur samband við skólastjórnendur á sínum tíma og lét vita af manninum. Hann tekur undir að það eigi ekki að vera hlut- verk almennra borgara að upplýsa skólayfirvöld um slíkt, en hann hafi séð sig knúinn til þess þar sem þau yfirvöld sem um mál sem þessi fjalla hafi ekki verið skýr varðandi það hvort þeim bæri að upplýsa skólann. „Ég myndi vilja sjá einhvers konar eftirlit, en það er auðvitað hægt að útfæra það á ýmsa vegu. En ég myndi vilja sjá það gert, sér- staklega þegar menn eru taldir lík- legir til að brjóta af sér aftur og ef það eru börn á heimilum þeirra. Markmiðið er alltaf að vernda börnin okkar.“ Braut gegn fimm stúlkum Hér á eftir er rætt við tvær konur, mæður stúlkna sem voru beittar kynferðisofbeldi af sama mann- inum. Sveinn Ríkharðsson, kallaður Dinni, var árið 2000 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fimm til átta ára. Ein þeirra er dóttir Halldóru og önnur er dóttir Sædísar. Þetta var ekki fyrsta brot Sveins; árið 1984 hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm fyrir að brjóta kynferðislega á tíu ára gamalli þroskaskertri stúlku. Sex mánuðir voru bundnir skilorði. Þess ber að geta að þegar dómur féll í seinna málinu var Sveinn grunaður um að hafa brotið gegn fleiri börnum, meðal annars syni sambýliskonu sinnar. Hins vegar voru ekki nægi- leg gögn til staðar til að sakfella hann. Sveinn er í dag búsettur í Hafnarfirði, beint á móti sund- laug. Hann hefur undanfarin misseri unnið sem bílstjóri hjá hinum og þessum fyrirtækjum. Hitti níðing dóttur sinnar á Reykjalundi Sædís Hrönn Samúelsdóttir er móð- ir einnar stúlkunnar sem Sveinn var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðis- lega, frá því hún var fjögurra ára þar til hún var sex ára. Sveinn var vin- ur og skipsfélagi þáverandi eigin- manns Sædísar og var um tíma inni á gafli hjá fjölskyldunni. Daginn fyrir sex ára afmæli dóttur sinnar voru Sædís og eiginmaður hennar boðuð á fund barnaverndarstarfsmanns. Í ljós kom að Sveinn hafði misnot- að dóttur þeirra, og fleiri barnungar stúlkur. „Ég held að ég muni alltaf koma til með að hafa áhyggjur af því að hann sé enn að,“ segir Sædís. Henni finnst skelfilegt að hugsa til þess að Sveinn sé eftirlitslaus úti í samfélaginu, og enginn skipti sér af því að hann fái að búa beint á móti sundlaug. „Þetta er mjög sjúkt því fjöldi barna sækja þessa sundlaug. Þar á meðal 10 ára göm- ul dóttir mín.“ Hún segist einu sinni hafa hitt Svein. „Það var árið 2016, þegar ég átti að byrja í endurhæfingu á Reykja- lundi eftir hjartaáfall. Þá var hann á sömu deild í endurhæfingu. Það var eins og ég hefði verið kýld í magann og öll reiðin, sem ég hélt að hefði eitthvað lægt, kom öll aftur til baka. Ég held að ég verði alltaf reið.“ Kerfið svifaseint Þegar Sædís leitaði svara á sínum tíma var henni tjáð að hún „mætti vera fegin að maðurinn hefði verið dæmdur á annað borð“. „Mér finnst dómar allt of stutt- ir, sérstaklega þegar um er að ræða síbrotamenn með mörg fórn- arlömb. Það er sjaldan sem svona mál ná alla leiðina í kerfinu. Ein- hverra hluta vegna er eins og það sé ekki tekið eins hart á málun- um þegar konur og börn eru fórn- arlömbin. Mér hefur alltaf fundist að það þurfi að vera einhvers kon- ar eftirlit með dæmdum níðing- um, en ég veit þó ekki hvernig væri best að útfæra það. Það á að láta fólk vita ef það er talin hætta á að börn hljóti skaða af þeim. Ég geri greinarmun á hvort það sé eitt eða fleiri fórnarlömb og líka aðstæð- um og fleira. Ég veit bara að hefði verið einhvers konar eftirlit með þessum mönnum eftir afplánun þá hefði dóttir mín og hugsanlega fjöldi annarra barna sloppið, því hann hafði áður hlotið dóm.“ Dóttirin fékk sent klámbréf „Hann er pjúra ógeð og hvorki ég né dóttir mín erum að hlífa hon- um við neinu. Ég hef mætt hon- um, til dæmis í Kolaportinu. Ég kallaði upp hástöfum að þarna væri barnaperri á ferð. Ég hika ekki við að gera honum lífið leitt. Svona menn eiga einfaldlega ekk- ert gott skilið,“ segir Halldóra Ey- fjörð. Dóttir Halldóru var fimm ára gömul þegar hún var misnotuð kynferðislega af Sveini, sem þá var vinur fjölskyldunnar. Fyrra skipt- ið var á aðfangadag, þegar Sveinn kom með gjöf til hennar. Seinna skiptið var rúmlega tveimur mánuðum síðar, en þá tók Dinni að sér að gæta stúlk unnar á með- an Halldóra fór út. Í ákæru kem- ur meðal annars fram að hann hafi farið með stúlkunni í bað, þvegið og strokið á henni kynfær- in og reynt að setja getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar. Einnig sendi hann stúlkunni handskrifað bréf þar sem hann sagðist með- al annars „hlakka til að nauðga henni í rassinn og meiða hana.“ „Þessir menn ættu aldrei að fá að búa nálægt börnum“ Hana hryllir við að vita af mannin- um úti í samfélaginu, eftirlitslaus- um og með frelsi til að vera í sam- neyti við börn. „Þetta er ömurlegt og erfitt því ég er alltaf hrædd um að hann misnoti önnur börn,“ segir hún og bætir við að þessar áhyggjur hverfi aldrei. Hún hefur því fylgst náið með ferðum Sveins undanfarin ár og veit hvar hann er að vinna hverju sinni. Hún hefur ekki hikað við að láta vinnuveitendur hans á hverjum stað vita af því að þeir séu með dæmdan barnaníðing á launaskrá. „Ég hef líka fylgst með hvar hann býr. Einu sinni lét ég vita af því að hann byggi í herbergi í stigagangi, innan um mörg börn. Lögregla kom eftir að ég hafði samband við leigusalann. Þeir fóru inn í herbergi hans og fundu þar mikið magn af barnaklámi. Þessir menn halda áfram upp- teknum hætti. Eftirlit þarf að vera mun meira og dómar eiga að vera margfalt þyngri,“ segir Halldóra jafnframt. Hún veit að Sveinn býr í dag á móti sundlaug, þar sem börn koma á hverjum degi. Það finnst henni hrikaleg tilhugsun. „Þessir menn ættu aldrei að fá að búa nálægt börnum. Mér finnst að almenningur eigi fullan rétt á að vita hvar dæmdir níðingar búa svo fólk geti varið sín börn.“ Bjó í „paradís barnaníðinga“ DV hefur reglulega greint frá því að dæmdir barnaníðingar hafi flutt í hverfi þar sem mikið er um barna- fjölskyldur. „Við erum allar logandi hrædd um börnin okkar,“ sagði áhyggju- full móðir í samtali við DV í mars 2006. Greint var frá því að mikill ótti hefði gripið um sig meðal for- eldra í Írabakka í Breiðholti eftir að dæmdur barnaníðingur, Sigurður Jónsson, flutti í hverfið. Sigurður hafði áður hlotið árs fangelsi fyr- ir að misnota tvo drengi. Rétt áður en hann átti að afplána dóminn nauðgaði hann 17 ára pilti, sem var andlega vanheill, ásamt öðr- um manni. Félagsþjónusta Reykja- víkur úthlutaði Sigurði íbúðina í „ÞESSIR MENN ÆTTU ALDREI AÐ FÁ AÐ BÚA NÁLÆGT BÖRNUM“ n DV ræðir við foreldra barna sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi n Þurfa að hitta níðinga barna sinna úti á götu n Margdæmdur barnaníðingur býr beint á móti sundlaug Finnur ekki ró „Ég held að ég muni alltaf koma til með að hafa áhyggjur af því að hann sé enn að,“ segir Sædís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.