Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 32
Allt fyrir bílinn 19. september 2019KYNNINGARBLAÐ Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður Betra Grip er öflugt fyrirtæki sem starfrækir smurþjónustu og sinnir viðgerðum og dekkja- þjónustu ásamt heildsölu. Betra Grip er umboðs- og sölu- aðili fyrir Bridgestone á Íslandi, en undir Bridgestone eru dekkjafram- leiðendurnir Bridgestone, Firesto- ne, Siberling, Dayton og Bandak. Bridgestone og Firstone framleiða dekk undir allar tegundir farar- tækja meðan vörulína Siberling og Dayton afmarkast við algengustu fólksbíla- og vörubíladekk. Bandak sér um að sóla dekk. Frábær valkostur fyrir íslenskar aðstæður Betra Grip hefur til sölu hin vin- sælu loftbóludekk frá Bridgesto- ne. Loftbóludekkin eru framleidd undir merkjunum Blizzak, DM-V2 og WS80. Blizzak er í raun vetrar- lína frá Bridgestone og þar undir eru fjölmargar mynsturtegundir og gúmmíblöndur. DM-V2 og WS80 eru línur sem ætlaðar eru fyrir aðstæður sem svipar til aðstæðna á Íslandi. Dekkin eru góð í snjó og hálku, bæði þurri og blautri. Mjúkt míkróskorið gúmmíið gerir það að verkum að það grípur vel í snjóinn og þurru hálkuna. Loftbóluáhrifin draga til sín raka og hjálpa mjúka gúmmíinu að ná gripi á blautum ís. Þau eru rásföst og þægileg keyrsludekk og henta einstaklega vel sem heils- ársdekk þar sem hitamunur á vetri og sumri er ekki svo mikill á Íslandi. Blizzak loftbóludekkin skora vanalega mjög hátt í alþjóðlegum könnunum þar sem að þau eru mjúk, lágvær og endingargóð dekk fyrir erfiðustu vetraraðstæður. Ráð í dekkjakaupum Þegar kaupa skal ný dekk þarf að huga að því að þau henti þeim aðstæðum sem á að nota þau í. Dekkin eru eini snertiflöturinn við veginn og því er mikilvægt að þau séu góð. Það er til dæmis ekki snið- ugt að eyða milljónum í nýjan bíl og setja hann síðan á ódýr dekk sem henta ekki íslenskum aðstæðum. Einnig er gott að huga að umhverfisþættinum, en mik- il vitundarvakning hefur orðið í þeim efnum upp á síðkastið. Svifryksmengun er að verða mikið vandamál sem er að stórum hluta nagladekkjum að kenna. Það er ekki lausn að fara yfir á rafmagns- bíl og keyra áfram á nöglum. Raf- magnsbíll á nagladekkjum veldur í raun meiri svifryksmengun en sambærilegur bíll þar sem hann er þyngri. Lausnin er því að færa sig yfir á góð vetrardekk til að minnka svifryksmengun. Starfsfólkið hjá Betra Grip veitir heiðarlega þjónustu, en það er með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Þó svo að mesta áherslan sé lögð á loftbóludekkin þá framleiðir Bridgestone mörg önnur frábær dekk sem í sumum tilvikum gætu hentað betur en loftbóludekkin. Einnig geta undirmerkin Firestone, Siberling og Dayton komið sterk inn þar sem þau eru mun ódýrari en Bridgestone. Hægt er að hafa samband við Betra Grip í síma 533-3999 eða senda fyrirspurn á betragrip@betragrip.is Einnig er hægt að koma í Guðrúnartún 4 og fá ráðgjöf. www.betragrip.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.