Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 51
KYNNING Ný og glæsileg uppskera af íslensku grænmeti! Matvörubúðirnar eru heldur betur orðnar litríkar enda er íslenska haustuppskeran komin í rekkana og bíður þess að fá að leika stjörnuhlutverk í girnilegri matargerð frá öllum heimshornum. „Bændurnir okkar standa vaktina nótt sem nýtan dag við að taka upp kynstrin öll af blómkáli, spergilkáli, rófum, gulrótum og fleiru og skortir eflaust einhverja svefn. Garðyrkjubændurnir hafa margir hverjir verið að gera tilraunir með ný yrki fyrir sprotaspergilkál, blómkál í bæði gulum og fjólubláum lit sem og fjólublátt kínakál. Sumt af þessu hefur fengist áður í búðunum en sumt er algerlega nýtt af nálinni. Þetta virðist koma ágætlega undan íslensku sumri og eru bændur bjart­ sýnir á að geta boðið upp á fleiri nýjungar á næsta ári. Tíðin hefur líka verið góð í sumar, mikil sól og veður mild. En það hefur rignt heldur lítið sem hefur valdið örlítilli seinkun á útiræktinni,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri. Það gerist varla ferskara Íslenskt grænmeti er eins ferskt og hægt er að ímynda sér. Bragðgæði þess koma til vegna þess að það fær að þroskast á viðeigandi hraða uns það er tilbúið til átu. Og ástæðan fyrir því hvað íslensku tómatarnir eru ótrúlega bragðgóðir og sætir er sú að tómatarnir fá að fullþroskast á plöntunni. Kalda íslenska loftslagið gerir það svo að verkum að úti­ grænmetið vex hægar en á heitari svæðum og því græðum við á því að það tekur í sig meira bragð og næringargildi. Flutningsleið frá garðyrkjubónda til kaupanda er alla jafna stutt og því líður oft ekki nema einn dagur frá því varan er tínd og þar til hún er komin í búðirnar. Því er íslenskt grænmeti með því ferskasta sem hægt er að fá. Íslenskt grænmeti: Kolefnisjafnað frá bónda til þín! Það eru ótal ástæður fyrir því að Íslendingar ættu að velja íslenskt grænmeti. Fyrir utan það hvað það er ótrúlega ferskt, hollt og bragðgott þá er það einnig gott fyrir umhverfið. Nú er allur flutningur á grænmeti, frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir, kolefnis­ jafnaður að fullu, sem þýðir að ís­ lenskur grænmetisiðnaður er orðinn enn umhverfisvænni en áður. Þú færð ferskt íslenskt grænmeti úti í næstu matvörubúð. Ný uppskera á ferskum íslenskum gulrótum „Stór og góð uppskera af nýjum og ferskum gulrótum hefur ratað í búðirnar og því ekki til setunnar boðið að benda á vef Íslenskra garðyrkjubænda, islenskt.is þar sem finna má ógrynnin öll af girnilegum upp­ skriftum þar sem íslenskt grænmeti er í hávegum haft. Ef ýtt er á flipann „eftir tegund“ má velja uppskriftir út frá ákveðinni grænmetis­ tegund. Þá eru t.d. 23 girnilegar uppskriftir að finna á síðunni þar sem gulrótin er í forgrunni og því tilvalið að skella sér í næstu búð og næla sér í poka af nýjum og ferskum íslenskum gulrótum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.