Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 20
20 13. september 2019FRÉTTIR
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Óskum eftir bílum á söluskrá,
höfum laus sölustæði, kíktu við!
Hin mörgu andlit matarsóunar
M
ikið hefur verið rætt um
núvitund þegar mat ber
á góma og það predikað
að fólk hugsi betur um
hvað það lætur ofan í sig, ekki
bara út frá heilsufarslegum sjón
armiðum heldur einnig til að
njóta matarins betur. Þá gleym
ist hins vegar að spá í allan mat
inn sem við borðum ekki, endar
í ruslinu eða skemmist innst í
ísskápnum. Samkvæmt nýrri
skýrslu frá World Resources
Institute, óhagnaðardrifins rann
sóknarfyrirtækis, kemur fram að
matarsóun sé einn stærsti þáttur
í loftslagsbreytingum sem okkur
mannfólkinu yfirsést. Á meðan
ofuráhersla er lögð á að sporna
við plastnotkun, bílaumferð og
olíubruna þá gleymist matar
sóunin.
Þriðjungi sóað
Samkvæmt skýrslunni mælist
matarsóun sem átta prósent af
árlegri losun gróðurhúsaloft
tegunda. Nærri þriðjungi alls
matar sem framleiddur er í heim
inum á ári hverju er sóað, fjórð
ungur alls vatns í heiminum er
notaður til að framleiða matinn
sem er sóað á hverju ári og til að
rækta allan þennan mat sem end
ar í ruslinu þarf ræktunarsvæði á
stærð við Kína. Skýrsluhöfundar
vara enn fremur við því að ef ekk
ert sé gert til að sporna við mat
arsóun á næstu þremur áratug
um þurfi að breyta landi á stærð
við Argentínu í eitt, stórt ræktun
arsvæði til að mæta matarþörfum
jarðarbúa. Ef við minnkum hins
vegar matarsóun okkar um helm
ing fyrir árið 2030 getum við enn
fætt jarðarbúa án þess að eyði
leggja jörðina. Skýrslan fer ítar
lega yfir hvernig yfirvöld, fyrir
tæki, endursöluaðilar, bændur og
neytendur þurfa allir að leggjast á
eitt til að ná þessum markmiðum.
Matarsóun orðin að vana
Fyrir okkur Evrópubúa er auð
veld lausn á þessu vandamáli –
einfaldlega að henda minna af
afgöngunum okkar eða mat sem
við viljum ekki borða. Sama má
segja um íbúa NorðurAmeríku.
Lausnin er hins vegar flóknari
í þróunarlöndum og á öðrum
stöðum í heiminum. Samtals
er 1,3 milljörðum tonna af mat
sóað á ári hverju, en þriðjung
ur þess magns fer til spillis í þró
unarlöndunum. Það orsakast af
því að bændur ná ekki að koma
vörum sínum nógu fljótt á mark
að áður en þær skemmast vegna
skorts á kælitækjum og slæms
vegakerfis. Öðrum þriðjungi af
þessum 1,3 milljörðum tonna
er sóað í ríkum löndum þar sem
neytendur klára einfaldlega ekki
af diskunum. Restin er síðan
vegna vandamála með vinnslu,
pökkun og dreifingu á matvæl
um.
Neytendur bera ábyrgð á
60 prósentum matarsóunar í
Norður Ameríku og rúmlega 40
prósentum í Evrópu. Við kaupum
meiri mat en við notum og plön
um ekki nógu vel hvað við ætlum
að borða. Margir vinna mikið og
kaupa oft í matinn. Innkaupalist
ar eru á undanhaldi sem verð
ur oft til þess að við fyllum ís
skápinn af mat sem við þurfum
ekki. Við eldum of mikið þannig
að afgangar eru miklir. Þessir af
gangar eru síðan ekki hitaðir aftur
upp og borðaðir. Svo virðist sem
matarsóun í NorðurAmeríku og
Evrópu sé orðin daglegt brauð,
eins konar vani.
Meira endar í ruslinu en sýnist
Matarsóun er mikið stærra
vandamál en fólk heldur og oft
hendum við miklu meira í ruslið
en sýnist. Ef dæmi er tekið um eitt
hamborgarabuff þá þarf 53 lítra
af vatni, tæp sex kíló af nauta
fóðri og tæplega sex fermetra af
landi til að framleiða eitt buff, svo
ekki sé minnst á kolefnafótspor
ið við að ala, slátra, pakka, geyma
og selja buffið. Ef þetta buff dagar
uppi í frystinum og endar í ruslinu
er allri þessari vinnu og hráefn
um hent líka. Hins vegar er öll
matarsóun ekki eins. Framleiðsla
á nautakjöti og mjólkurvörum
ber stærsta kolefnafótsporið en
ávextir og grænmeti minnst. Hins
vegar er engin lausn fólgin í því að
henda miklu magni af ávöxtum
en klára alltaf af diskinum þegar
kjöt er í boði. Nú eða gerast græn
keri. Nærtækt dæmi er eplahýði.
Ef þú tekur hýðið af hverju epli
og hendir því í ruslið jafngildir
það því að henda tíunda hverju
epli á heimilinu. Í stærra sam
hengi væri það hrein hörmung ef
tíu prósent allra epla í heiminum
enduðu í ruslinu. Þannig að litlir
hlutir og breyttar venjur geta haft
stór áhrif.
Nú þegar sjáum við á Íslandi
að hægt er að kaupa útrunnar
vörur, og vörur sem líta ekki vel
út, á afslætti. Af þessu má gera
meira, ef marka má skýrsluhöf
unda. Einnig þarf þróun í betri
pakkningum á matvælum að vera
hraðari svo vörur endist lengur í
verslunum. Það hvílir á fyrirtækj
um og yfirvöldum að spýta í lóf
ana þar. Veitingastaðaeigendur
þurfa líka að hugsa sinn gang
og minnka skammtastærðir og
vera skynsamari í innkaupum.
Það er allt í lagi þótt einhverjir
réttir á matseðlinum klárist eða
snúðarnir í bakaríinu. Skýrslu
höfundar í raun impra á því að
matarsóun sé ekki einkavanda
mál fárra heldur alheimsátak sem
þarf að ráðast í, helst strax í gær. n
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Mest sóun í Norður-Ameríku Hér má sjá
matarsóun eftir heimsálfum.
Margar ástæður Hér má sjá helstu
ástæður matarsóunar í mismunandi löndum.
Hræðileg þróun Matarsóun leikur
stórt hlutverk þegar kemur að kolefnis-
fótsporinu. Mynd: Getty Images