Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 14
14 13. september 2019FRÉTTIR Í slenska nýsköpunarfyrirtæk­ ið Risk ehf. er í viðræðum við fimm stór indversk sjúkrahús, með um hálfa milljón sykur­ sjúkra einstaklinga á skrá, um notkun á nýju smáforriti sem reiknar út einstaklingsbundna áhættu á því að viðkomandi þrói með sér augnsjúkdóma vegna sykursýki, sem getur leitt til sjón­ skerðingar eða blindu. Hugbún­ aðurinn reiknar út hvenær sé skynsamlegt fyrir einstaklinginn að koma til augneftirlits í sam­ ræmi við einstaklingsbundna áhættu hvers og eins. Þessi byltingarkennda tækninýjung, sem er hönnuð fyrir síma, er hugarfóstur þre­ menninganna Einars Stefáns­ sonar augnlæknis, Örnu Guð­ mundsdóttur innkirtlalæknis og Thors Aspelund, prófessors í stærðfræði. Þau eru fólkið á bak við algóritma, eða reiknirita, sem gerir einstaklingum með sykur­ sýki kleift að grípa í taumana og leita sér lækninga vegna augn­ sjúkdóma áður en það er of seint. 78 milljónir með sykursýki á Indlandi Til að nota smáforritið setur fólk inn sín persónulegu gildi, kyn, hversu lengi það hefur verið með sykursýki og hvers konar sykur­ sýki. Einnig hvort þegar hafi orðið vart við augnbotnaskemmdir, auk breytilegra gilda, til dæmis blóð­ sykursgildi og blóðþrýsting. Þegar þessi einstaklingsbundnu gildi eru komin inn getur algóritm inn reiknað út hversu mikil hætta er á að einstaklingurinn þrói með sér augnsjúkdóma á árinu. Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu, sem nefnist Retina Risk, til sjúk­ linga sinna og Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að bara á Ind­ landi séu um 78 milljónir manna með sykursýki. Sjúkrahúsin sem um ræðir séu risastór og í farar­ broddi í sínu landi. Það sé nán­ ast ómögulegt að skima þann mikla fjölda sjúklinga sem er með sykursýki á Indlandi og því geti smáforritið reynst einstaklingun­ um afar vel. Þeir geti þannig áttað sig á því sjálfir hvenær þeir þurfi að leita til læknis. „Við höfum líka verið í sam­ bandi við önnur lönd, eins og Pakistan, Nepal og Kína. Líka lönd í Afríku, þar sem búist er við mikilli aukningu á sykur­ sýki á næstu árum. Það gildir líka um Ameríku. Flestir notend­ ur eru þaðan og sykursýki á eftir að aukast þar, en líka í Evrópu og Suður­Ameríku. Það er til dæmis mikið um sykursýki í Brasilíu og Mexíkó.“ Aðspurð hvort íslenskir sykur­ sjúklingar séu farnir að nýta sér smáforritið segir hún að fjögur til fimm prósent þeirra séu þegar komin með það. „Við erum mjög spennt með að á næstu vikum verður boðið upp á smáforritið á íslensku, sem á eftir að auka nota­ gildi þess og vinsældir.“ Sparnaður í heilbrigðiskerfinu Ljóst er að smáforritið Retina Risk getur sparað umtalsverðar fjár­ hæðir í heilbrigðiskerfinu, enda var það upphaflega hugsunin á bak við þróun þess, auk þess að hjálpa sykursjúkum sem eru í áhættuhópi hvað varðar augn­ sjúkdóma. Þessir sjúklingar eru hvattir til að leita árlega til læknis til að kanna hvort þeir séu komn­ ir með augnsjúkdóma, þannig að þessum heimsóknum ætti að fækka með þessum nýja búnaði. Miklar rannsóknir liggja að baki Retina Risk, sem um tuttugu þúsund einstaklingar, bæði á Ís­ landi og erlendis, tóku þátt í. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í virtum læknatímaritum um heim allan. Sykursýki er alheimsfaraldur en tíðni sjúkdómsins hefur þre­ faldast frá aldamótum. Í dag er talið að um 430 milljónir manna um heim allan þjáist af sykursýki og er gert ráð fyrir að fjöldinn fari yfir 600 milljónir árið 2045. Augn­ sjúkdómar af völdum sykursýki eru í mörgum löndum algeng­ asta orsök sjóntaps fólks á vinnu­ aldri og næstalgengasta orsök blindu. Tveir þriðju hlutar fólks með sykursýki þróa með sé augn­ sjúkdóma og mikil hætta á að þriðjungur þessa hóps verði sjón­ skerðingu eða jafnvel blindu að bráð ef greining og meðhöndlun á sér ekki stað tímanlega. Síðast en ekki síst er mikilvægt að benda á að smáforritið Retina Risk er ókeypis bæði í Apple Store og Google Play. n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi í baráttu gegn augnsjúkdómum n Stefnt að því að ná til að minnsta kosti einnar milljónar sykursjúkra með nýju íslensku smáforriti á næstu árum n Gífurlegur sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið „Sykursýki er alheimsfaraldur en tíðni sjúkdómsins hefur þrefaldast frá aldamótum Karl Garðarsson Karl@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.