Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 57
BLEIKT - VIÐTAL 5713. september 2019 stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnarn 15. september Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi, 41 n 16. september Ómar Ragnarsson, sjónvarpsstjarna og aðgerðasinni, 79 ára n 17. september Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, 39 ára n 18. september Annie Mist Þórisdóttir crossfit-stjarna, 30 ára n 19. september Ása Margrét Sigurjónsdóttir gleðigjafi, 37 ára n 20. september Björn Valur Gíslason þingmaður, 60 ára n 21. september Jón Arnór Stefánsson körfuboltakappi, 37 ára Naut - 20. apríl – 20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogmaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Meyja - 23. ágúst – 22 .sept. Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir Gildir 15. – 21. september Það er mikil togstreita innra með þér og þú stendur frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun sem þú þarft að taka. Hugsan- lega þarft þú að brjóta odd af oflæti þínu og fylgja hjörðinni, andstætt því sem þú myndir gera vanalega. Þetta er tækifæri fyrir þig til að prófa eitthvað nýtt og taka smá áhættu í lífinu. Þú ert að velta fyrir þér skyndiákvörðun sem felst í ferðalagi. Þig langar að fara en óttast að þú sért að vanrækja skuld- bindingar þínar heima fyrir. Ekki hafa áhyggjur af því – mundu að þú ert ekki ómissandi á öllum vígstöðvum. Farðu í ferðalag, hreinsaðu hugann og komdu tvíefld/ur til baka. Einkalífið og vinnan keppast um athygli þína þessa dagana. Það er ofboðslega mikið að gera hjá þér í alls kyns pappírs- vinnu en þú mátt ekki gleyma ástinni. Þú verður að ákveða hvað er mikilvægast núna. Er mikilvægt að þjösnast áfram við skrifborðið endalaust eða skiptir meira máli að bjarga samböndunum í kringum þig? Hjarta þitt er í yfirstærð um þessar mund- ir og þú þráir að gefa af þér eins mikið og þú getur. Hjálpsemi einkennir þig þessa vikuna og þó að fólkið í kringum þig taki afar vel í þessa hlýju þá gætir þú orðið búin/n á því tilfinningalega í lok vikunnar. Hvíldu þig vel og horfðu stolt/ur yfir afrakstur þessarar góðsemi. Þér líður ekki vel, elsku ljón, og til að gera illt verra þá segir þú engum frá því! Til- finningar þínar eru sem eldfjall innra með þér, sem býður eftir því að gjósa. Svoleiðis tilfinningagos eru aldrei góð eða falleg og því þarftu að láta þína nánustu vita strax að deyfð umlykur þig, án þess að þú vitir í raun af hverju. Það eru erfiðleikar í vinnunni hjá þér og þér líður eins og þú hafir sýnt ákveðinni mann- eskju of mikið traust og veitt henni of mikla ábyrgð. Mistökin eru til að læra af þeim en þessi manneskja sér ekki eigin galla og veldur þér miklu hugarangri. Persónulegar árásir bætast ofan á það og ég held að það sé kominn tími fyrir þig, kæra meyja, til að hugsa þig tvisvar um hvort þú vilt vinna áfram í þessu andrúmslofti. Þú kynnist nýrri hlið á þér í þessari viku. Þú hefur ávallt verið ágætur stjórnandi, en í þessari viku kemstu að listinni að hvetja fólk áfram, fremur en að stjórna því. Þú uppskerð eins og þú sáir og allt í einu gengur allt í vinnunni eins og í sögu, sem léttir talsvert andlega álagið. Það kemur eitthvað upp á í vinahópnum, sem er afar sjaldgæft. Vinahópurinn skiptist í tvær fylkingar og þú stendur á milli – veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gerir eitthvað bara til að ganga í augun á einhverjum öðrum. Það er mikið að gera hjá þér í vinnunni en í þessari viku kemur smá dauður tími sem þú skalt nýta vel í það sem veitir þér ánægju. Hins vegar er einhver heimafyrir sem hefur mikla þörf fyrir þína aðstoð og öxl. Vissulega þarft þú að gefa af þér en þú skalt gæta þess að vera hreinskilin/n, hrein/n og bein/n svo að viðkomandi detti ekki í vítahring volæðis. Þú skalt passa þig á hvers kyns slúðri þessa vikuna. Ekki kjafta einhverju sem þú veist að á eftir að koma í bakið á þér og almennt er hyggilegt að sleppa slúðri alfarið. Þú ert yfirleitt mjög örugg/ur og stabíl/l en í þessari viku kemur púki í þig og þú vilt sleppa úr fjötrum hversdagsins. Bara ekki gera það með slúðri heldur finndu uppbyggilegri leiðir til að fá útrás. Ástalífið er í blóma hjá vatnsberum – hef- ur í raun aldrei verið betra. Þú lærir alls kyns ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar. Allt annað er í öðru sæti í þessari viku og þú finnur þá endurnæringu sem þú hefur leitað að í svo langan tíma. Dularfullt símtal í vinnunni kemur þér úr jafnvægi. Þú færð orðsendingu um að einhver vinnufélagi sé ekki allur þar sem hann er séður og þú veist ekki hvernig þú átt að takast á við það. Þú skalt samt varast að ásaka fólk um eitthvað áður en þú hefur kynnt þér allar staðreyndir. Hrútur - 21. mars – 19. apríl Lesið í tarot Áslaugar Örnu: Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Svona eiga þau saman Berst fyrir ljósi en verður að viðurkenna myrkrið Á slaug Arna Sigurbjörns- dóttir tók nýverið við emb- ætti dómsmálaráðherra og varð þá næstyngsti ráð- herrann sem hefur nokkurn tím- ann setið í ríkisstjórn. DV fannst því tilvalið að leggja fyrir hana tarotspil, en lesendur DV geta sjálfir dregið sér spil á vefnum. Erfiðleikar og missætti Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Áslaugu Örnu er 3 sverð. Það spil táknar þann gífurlega metnað sem Áslaug Arna hefur og einnig þau völd sem hún hefur nú feng- ið. Þessum völdum fylgir oft mis- sætti og gæti ráðherrann ver- ið að finna fyrir því núna. Þegar tekið er við nýju starfi koma upp alls kyns erfiðleikar sem Áslaug Arna kann illa að takast á við, en með röggsemi sinni lær- ir hún smátt og smátt að verða betri stjórnandi. Þess- ir erfiðleikar og missætti eru nauðsynlegur fylgifiskur þess að taka við nýju starfi en heyrir fljótt sögunni til. Þá tekur við nýr kafli í ráðherratíð Áslaugar Örnu þar sem hún er í góðu jafnvægi og með eindæmum bjartsýn. Hlustar með hjartanu Næsta spil er Bik- argosi, sem seg- ir margt um hvaða mann Ás- laug Arna hefur að geyma. Hún er rólyndismanneskja og góður námsmaður. Þótt hún sé oft inni í boxinu starfs síns vegna er hún einnig mjög listræn. Hún er vinur í raun og alltaf til staðar. Jafnframt er hún frekar hlédræg og hleypir ekki hverjum sem er að sér. Það er gott skref fram á við fyrir Áslaugu Örnu að gegna ráðherraemb- ætti. Í embætti eflir hún eigin þroska og leyfir sköp- unarhæfileik- um sín- um að njóta sín. Hún hlustar með hjartanu og tekur ákvarðanir með huga og hjarta í bland. Samhliða nýrri vinnu finnur hún sér nýtt áhugamál sem tengist mjög and- legri heilsu. Ætlar alla leið á toppinn Loks er það Hangandi maður. Þótt spilið sé ógnvænlegt þá er það gott fyrir ráðherrann. Áslaug Arna er reiðubúin til að leggja sig alla fram í þessu stóra verk- efni. Hún þráir að setja sitt mark á ráðuneytið og telur að góð störf innan þess muni opna fyrir hana aðrar og stærri pólitískar dyr. Hún ætlar sér alla leið á topp- inn og telur að vera henn- ar í dómsmála- ráðuneyti muni greiða leið henn- ar að forsætisráð- herrastólnum. Hins vegar telja margir að Áslaug Arna sé bara í þessu starfi fyrir pening- ana, en það er alls ekki svo. Hún er með ákveðinn mál- stað og hugsjónir sem hún heldur fyrir sig þar til réttur tímapunktur kemur. Áslaug Arna berst fyrir ljósi, en er ekki fær um það fyrr en hún viðurkenn- ir myrkrið. Hún þarf að vera sátt í eigin skinni og muna að ef hún afneitar eðli sínu og innstu þrám verður hún háð þeirri afneitun. n K ærustuparið Margrét Erla Maack og Tómas Stein- dórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman hvað úr hverju. Margrét og Tómas eru búin að vera saman í rúm tvö ár og hamingjan geislar af þeim. Því ákvað DV að lesa í stjörnuspek- ina og sjá hvernig tilvonandi for- eldrarnir eiga saman. Það er gaman að segja frá því að Margrét og Tómas eiga af- mæli með eins dags millibili og eru bæði í stjörnumerki nauts- ins. Þegar tvö naut koma saman í ástarsambandi er sambandið munúðarfullt og stabílt – eitthvað sem nautin dýrka. Naut leggja nefnilega mikið upp úr kynlífi og öryggi, sem og einkvæni, góðum mat og alls kyns öðrum nautnum lífsins. Þegar tvö naut fella hugi saman getur það samband hæg- lega enst ævina á enda. Naut virða langanir annarra nauta og reyna sitt besta til að uppfylla allar þeirrar þrár og drauma. Margrét og Tómas eru bæði mjög heillandi, sjarmerandi og þokkafull að eðlisfari en geta hins vegar verið mjög þrjósk og liggja ekki á skoðunum sínum. Þá er einnig hætta á að afbrýðisemi sé mikil hjá nautum. Margrét og Tómas þurfa að læra að vera sammála um að vera ósammála og gera sér grein fyrir að þetta samband sé of gott til að kasta því fyrir róða út af smá- vægilegu rifrildi og skoðana- skiptum. Þegar tvö naut koma saman heimta þau einkvæni og það kemur nautum ekkert meira í uppnám en framhjáhald. Hins vegar er það afar sjaldgæft þegar tvö naut koma saman þar sem þau eru svo áreiðanleg, staðföst og umfram allt, elska maka sinn alltof mikið til að rústa því öryggi og hlýju sem hann veitir. n Tómas Fæddur 24. apríl 1991 Naut n tryggur n praktískur n flippaður n stöðugur n ekki til í málamiðlanir n þrjóskur Margrét Fædd 25. apríl 1984 Naut n þolinmóð n áreiðanleg n traust n ábyrg n þrjósk n þolir ekki breytingar án fyrirvara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.