Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 53
PRESSAN 5313. september 2019
nánir en tókust samt sem áður
oft á.
Við yfirheyrslur hjá lög-
reglunni sagði Dennis að faðir
hans hefði sífellt verið gjamm-
andi og oft sagt og gert hluti sem
særðu fólk. Til marks um skaps-
muni föður síns nefndi hann að
ein jólin hefði faðir hans öskrað á
hann af því að eldurinn á romm-
kökunni slokknaði áður en búið
var að bera eftirréttinn fram.
Það virðist sem deilur á milli
feðga hafi eiginlega verið hefð í
Oland-fjölskyldunni. Faðir Ric-
hards, Philip Oland, þótti mjög
strangur og setti orðspor fjöl-
skyldunnar ofar öllu, einnig
innri sátt í fjölskyldunni. Þegar
hann ákvað að eldri bróðir Ric-
hards, Derek, skyldi taka við sem
stjórnar formaður bruggverk-
smiðjunnar 1981 myndaðist
óbrúanleg gjá á milli bræðr-
anna. Richard eyddi stórum
hluta tíunda áratugarins í réttar-
sölum við að berjast við bróður
sinn um yfirráðin yfir bruggverk-
smiðjunni. Samband þeirra varð
aldrei gott eftir þetta og var við
frostmark þegar Richard var
myrtur.
Þrátt fyrir auð sinn var Ric-
hard nískur við sína nánustu.
Eiginkona hans fékk sem svar-
ar til um 250.000 íslenskra
króna á mánuði til ráðstöfun-
ar og átti að láta hann fá kvitt-
anir fyrir öllum innkaupum.
Á sama tíma var hann að láta
byggja nýja snekkju fyrir sig á
Spáni, aðeins nokkrum árum
eftir að hann keypti þá „gömlu“.
Hann var þó reiðubúinn að
opna veskið til að aðstoða fjöl-
skylduna. Þegar Dennis skildi
var hann við að tapa húsinu
sínu en þá lánaði Richard hon-
um 540.000 dollara. Þetta lán
varð síðar eitt helsta sönnunar-
gagn saksóknara í málinu gegn
Dennis. Hann hélt því fram að
Dennis hefði myrt föður sinn út
af þessu láni.
Það var rétt hjá saksóknaran-
um að Dennis, sem er fjármála-
ráðgjafi, var skuldum vafinn.
Hann var með fullnýtta yfir-
dráttarheimild upp á 163.000
dollara og hafði nýtt alla 27.000
dollara heimildina á kreditkorti
sínu. Daginn áður en Richard
var myrtur hafnaði banki að inn-
leysa ávísun frá Dennis sem átti
að greiða vexti af lánum sínum.
Dennis sagði fyrir dómi að fjár-
málin hafi ekki valdið honum
áhyggjum, svona hafi þetta alltaf
verið.
Sýknaður
Í sumar var málið tekið fyrir
á nýjan leik eftir að því hafði
verið vísað til nýrrar meðferðar
vegna galla á fyrri málsmeð-
ferðum. Mikið var lagt í vörn
Dennis og telja sérfræðingar að
lögmannskostnaður hans sé sá
mesti sem hefur verið greiddur í
morðmáli í Kanada.
Dennis gekk laus á með-
an málið var rekið fyrir dómi og
vakti það athygli nokkrum dög-
um fyrir dómsuppkvaðninguna
að hann sást sallarólegur að slá
garðinn við heimili sitt. Sjónar-
vottum gat eflaust dottið í hug
að hann hefði meiri áhyggjur af
grassprettunni en yfirvofandi
dómi.
Hann var síðan sýknaður
af Terrence Morrison dómara
sem sló þó ákveðna varnagla
í dómsniðurstöðunni. Hann
sagði að það væri margt sem
tengdi Dennis við morðið en
það þurfi meira en grunsemd-
ir til að sakfella fólk fyrir morð.
Morðvopnið hefur aldrei fund-
ist, dánarstund Richard er ekki
vituð með vissu og engin lífsýni,
sem tengja Dennis við morð-
vettvanginn, fundust. Nokkrir
blóðblettir úr Richard fundust á
brúnum Hugo Boss-íþróttajakka
Dennis en ekkert blóð fannst í bíl
hans eða á skóm hans. Verjendur
hans segja að lögreglan hafi strax
í upphafi beint sjónum sínum að
Dennis og aðeins honum og því
hafi engir aðrir verið grunaðir í
málinu. Hann er sá síðasti sem
sá Richard á lífi, að því að vitað
er. Vitað er að Dennis kom við á
skrifstofu föður síns kvöldið sem
hann var myrtur til að ræða fjöl-
skyldumálefni. Því næst ók hann
heim til sín. Á leiðinni þangað
stoppaði hann í skipasmíðastöð.
En þetta sannar ekki að hann
hafi myrt föður sinn eða eins og
Morrison dómari sagði:
„Það vantar alltof mörg púsl í
þetta mál.“ n
OnePo a er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahring nn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er laus sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang ála
i na fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
Milljónamæringurinn og dularfulli morðinginn
n Ótrúlegt morðmál sem minnti á lélega sápuóperu n Efnuð og valdamikil fjölskylda sem stjórnaði viðskiptalífinu
Heldur fram sakleysi sínu
Dennis Oland gengur út úr
réttar sal. Mynd: Getty Images