Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 4
4 13. september 2019FRÉTTIR Lilja „nagli“ Alfreðsdóttir L ilja Alfreðsdóttir varpaði sprengju á dögunum, sprengju sem Svarthöfði var búinn að bíða óþreyju- fullur eftir. RÚV af auglýsinga- markaði. Var þetta í alvörunni satt? Svarthöfði þurfti að marg- smella á fréttir af þessum tíðind- um og flakkaði á milli virtustu vefmiðla landsins til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega satt. Eins og óður maður hrópaði Svarthöfði upp svo skalf í tré- bitunum í loftinu þegar hann komst að raun um að þetta væri satt. Lilja „nagli“ Alfreðsdóttir ætlaði að gera það sem hefur ver- ið karpað um svo lengi sem elstu menn muna. Svarthöfði hélt að það næðist almenn og breið sátt um þessar pælingar sem hafa verið svo lengi í farvatninu. Ann- að kom hins vegar á daginn. Allt í einu poppuðu upp gel- greiddir auglýsingagerðarmenn í flauelsjökkum og kveinkuðu sér mjög yfir fregnunum. Þessi aðgerð Lilju myndi þýða fall ís- lenskrar kvikmyndagerðar, þar sem svo margir kvikmynda- gerðarmenn drýgja tekjurnar með auglýsingagerð. Það væri auðvitað ekki hægt að birta dýrar og fínar auglýsingar nema á RÚV. Nú spyr Svarthöfði eins og algjört flón: Hvar voru þessar gagnrýn- israddir í öll þessi ár sem talað hefur verið um að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Það eru ekki eins og þetta séu nýjar fréttir. Get- ur verið að þessi bomba Lilju hafi verið gullið tækifæri fyrir auglýs- ingastofumógúla til að halda sér í umræðunni í skugga uppsagna og taprekstrar íslenskra auglýs- ingastofa? Svarthöfði spyr sig. Aðrar raddir sem Svarthöfða finnst svolítið kostulegar eru þær sem halda því fram að RÚV tapi sjálfstæði sínu ef stofnun- in er tekin af auglýsingamark- aði. Sama fólk kvartar yfir einka- reknum fjölmiðlum og þeirra meinta ósjálfstæði sem sé of- urselt fjármagnsöflum. Hvaða endemis bull er þetta? Þeir sem þekkja fjölmiðlaumhverfi vita hve heftandi það getur verið, ef eigendur eru þöngulhausar, að vera á auglýsingamarkaði. Og þeir sem þekkja fyrrnefnt um- hverfi vita að ríkis sjónvörp í löndunum í kringum okkur eru einmitt ekki á auglýsingamark- aði til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði. Svarthöfði horfir reyndar lítið á RÚV þar sem hann er lítið fyrir sinfóníutónleika, heilalausa spurn- ingaleiki um mál- far og fréttir af tveimur frænkum á Súg- andafirði sem fundu sjaldgæfa skel í fjörunni. Svarthöfði telur að dagskrá RÚV geti ekki orðið mikið verri og telur það frábæra hugmynd að taka stofnunina af auglýsingamarkaði. Þá myndu stjórnendur kannski hugsa sig tvisvar um áður en þeir eyða al- mannafé í vitleysu og búa til alvöru gæðaefni. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Forn-egypskir prestar plokkuðu öll hár af líkamanum, líka augnbrúnirnar og augnhárin. Stærsti heili í dýraríkinu er heili búr- hvalsins en hann vegur hátt í 8 kíló. Á undanförnum árum hafa fleiri látist við að taka sjálfsmyndir en af völdum hákarlaárása. Hóll er algengasta bæjarnafn á Íslandi, 31 bær ber það. Á eftir koma Hvammur og Bakki. Hver er hún n Hún er fædd 8. febrúar árið 1977. n Hún er tónlistarkona og á ekki langt að sækja hæfileikana. n Hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2001 og hefur vakið mikla lukku með hljómsveitunum Steed Lord og Blissfull. n Hún hefur verið búsett í Los Angeles í tæpan áratug. n Hún gerði samning í fyrra við útgáfurisann Sony um dreifingu á nýrri plötu. SVAR: SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi n Netglæpir mismunandi eftir árstíðum n Hótað að birta mynd- bönd af einstaklingum að fróa sér n „Rómantísk-svik“ algeng N etglæpir hafa aukist mjög á heimsvísu og hér á landi fær lögregla talsvert af slík- um málum inn á sitt borð. Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, segir glæpina viðvar- andi og birtingarmyndir þeirra fjölbreyttar. „Við sjáum töluvert af netglæpum, en leiðirnar sem eru notaðar eru mismunandi eft- ir árstíðum. Í sumar er mikið um glæpi tengda leiguíbúðum en ég reikna með að þeim fari fækk- andi á næstu vikum. Talsvert er um að fólk fái tölvupóst eða skila- boð á Facebook þar sem viðkom- andi einstaklingi er sendur póst- ur. Hann er settur þannig upp að sendandi segist hafa undir hönd- um myndband, tekið úr tölvu eða snjallsíma og viðkomandi hafi þá verið inni á klámsíðu og hafi ver- ið að fróa sér. Manneskjunni eru þá settir afarkostir; að leggja inn tiltekna upphæð því annars fari myndbandið í almenna dreifingu. Þetta er ákveðin tegund af svindli sem hefur gengið í áratugi, en mikilvægt er að fólk átti sig á að svikahrappar hafa ekki aðgang að myndavélum fólks nema það hafi sjálft samþykkt það.“ Þórir segir einnig að netglæpa- menn svífist einskis og hiki ekki við að spila inn á tilfinningar fólks. „Eflaust verða margir hrædd- ir um slíkar myndbirtingar en það sanna er að þessir óprúttnu einstaklingar hafa ekkert und- ir höndum. Við vitum hins vegar ekki hversu margir falla fyrir slíku, en kannski leita þeir sem verst fara aldrei til lögreglunnar. Við sjáum töluvert um þessa glæpi en þeir birtast í líka í alls konar öðr- um formum. Svikatilraunir hafa alltaf fylgt okkur og eru í grunninn alltaf mjög svipaðar. Svokölluð „rómantísk-svik“ eru líka töluvert algeng þar sem óprúttnir einstak- lingar stofna til gerviaðganga og senda vinabeiðnir á ókunnugt fólk í gegnum Facebook. Mark- miðið er alltaf það sama: að kúga fé út úr fólki. Annars er hægt að sjá svona svikatilraunir með ótrú- lega mörgum leiðum og ólíku yfir bragði.“ Mikilvægt að vera gagnrýnin á þau gögn sem berast Þórir segir engan einn þjóðfélags- hóp líklegri en annan til að verða fyrir barðinu á netglæpastarfsemi. „Svik sem þessi fylgja netinu og því er enginn sérstakur hópur sem herjað er á heldur allir sem hafa ýmist tölvupóst eða aðgang á Facebook. Með öðrum orðum, um það bil allir. Og þetta á auð- vitað líka við þegar kemur að alls konar fyrirtækjum sem mörg hver hafa lent illa í því.“ Spurður hvort hann telji ákveðinn hóp líklegri til að glepjast en annan vefst Þóri tunga um tönn enda sé erfitt að áætla slíkt út frá tilfinningu. „Við þyrftum í raun að gera línulega rannsókn um það en auðvitað óttast maður mest um þá sem hafa ekki mikla þekk- ingu á internetinu. Ég held þó að það geti verið hver sem er og á hvaða aldri sem er. Mín ráð eru fyrst og fremst þau að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að vera vak- andi fyrir öllu svona og gæta þess að vera gagnrýnið á þau gögn sem berast. Leggja alls ekki inn pen- inga á einhvern reikning nema að vel ígrunduðu máli og ef það á að greiða fjármuni að greiða þá með viðurkenndum leiðum. Mik- ið af svikum tengdum leiguíbúð- um ganga einmitt út á þetta og þá er lykilatriði að greiða aldrei utan hefðbundinna greiðsluleiða held- ur nota viðurkenndar aðgerðir til þess. Í fæstum tilfellum er verið að finna upp hjólið heldur halda þessir þrjótar sig við þær leiðir sem hafa virkað nú þegar.“ Alltaf einhverjir sem láta blekkjast og borga Spurður hvernig gangi að hafa hendur í hári svikahrappa segir Þórir að í langflestum tilfellum sé um erlenda einstaklinga að ræða, einkum og sér í lagi frá löndum sem erfitt sé að nálgast upplýs- ingar frá. „Fólk leitar talsvert til okkar, bæði til þess að fá upp- lýsingar eða leita ráða varðandi áhyggjur sínar. Svo eru alltaf ein- hverjir sem hafa látið blekkjast og borgað, þeir koma þá til okkar og vilja kæra, það er allur gangur á þessu.“ En hvað er fólk að greiða háar upphæðir? „Það getur líka ver- ið mjög misjafnt, alveg frá því að vera tiltölulega lágar fjárhæðir yfir í gríðarlega háar og allt þar á milli. Það er auðvitað ekki okk- ar að meta hversu varanleg áhrif svona lagað getur haft á líðan fólks, en eins og með öll brot sem fólk verður fyrir hafa þau alltaf einhver áhrif.“ n Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Mark- miðið er alltaf það sama: að kúga fé út úr fólki. Aldrei er góð vísa of oft kveðin Lögreglan biður fólk að vera á varðbergi gagnvart tölvuþrjótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.