Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 52
52 PRESSAN 13. september 2019 Í tæpan áratug var morðmál, tengt hinni ríku Oland-fjöl- skyldu, í New Brunswick í Kanada, eitt heitasta málið þar í landi. Sumir hafa líkt því við söguþráð í sápuóperu, svo ótrúlegt er málið. Það hófst að morgni 7. júlí 2011 þegar Ric- hard Oland, 69 ára, fannst látinn. Hann lá á grúfu með andlitið ofan í blóðpolli, hans eigin blóði. Niðurstaða rannsóknar réttar- meinafræðinga var að hann hefði verið drepinn kvöldið áður með 45 höggum í höfuð, háls og útlimi. Rolex-úrið hans var enn á honum en farsími hans var horf- inn og morðvopnið einnig. Tveimur árum síðar var son- ur hans, Dennis Oland, sem er nú 51 árs, handtekinn og ákærð- ur fyrir að hafa myrt föður sinn. Hann var fundinn sekur um morð af tólf manna kviðdómi 2015. En það var aðeins upphaf málsins því eftir það varð það uppspretta margra frétta og um- ræðu meðal almennings. Dennis áfrýjaði dómsniður- stöðunni og hafði betur, mál hans var tekið fyrir af hæstarétti og réttarhöldin voru úrskurðuð ógild. Eins og léleg sápuópera Íbúar í New Brunswick hafa fylgst vel með málinu allt frá upphafi og hafa margir hverjir skoðun á því, en hver sem skoðun þeirra er þá eru flestir sammála um að það líkist einna helst lélegri sápu- óperu. Svo lélegri að sápuróper- ur, sem sýndar eru í sjónvarp- inu, séu eiginlega betri þrátt fyrir að vera ansi lélegar. Það var hjákona Ric- hards, Diana Sedlacek, sem tók fyrst manna eftir því að eitthvað var að. Í átta ár hafði Diana átt í ástarsam- bandi við auðjöfurinn. Svo virðist sem samband þeirra hafi verið leyndarmál sem allir vissu um. Þegar Richard svaraði ekki hringingu henn- ar um kvöldið, en þau voru vön að ræða saman á hverju kvöldi, hringdi hún í eiginkonu hans, Connie, til að spyrja hvar hann væri. Connie varð síðan lykilmanneskja í málinu því hún stóð staðföst við hlið sonar síns og sagði hann „nærgætinn“ og „umhyggjusaman“ en Richard hafi hins vegar haft tilhneigingu til að efna til átaka við aðra fjöl- skyldumeðlimi. Richard Oland var áberandi í samfélaginu en það þýðir ekki að öllum hafi líkað við hann. Al- menningur skiptist því í hópa hvað varðar skoðanir á mál- inu. Richard á samúð sumra en Dennis á samúð annarra. Oland-fjölskyldan var ekki aðeins efnuð heldur einnig valdamik- il. Hún var ein fárra fjölskyldna í NorðurAmeríku sem hafði ára- tugum saman, í um eina öld, stjórnað efnahag héraðsins eins og Rockefeller- og Vanderbilt- fjölskyldurnar gerðu í New York á sínum tíma. Oland-fjölskyld- an var þó ekki ein um hituna í héraðinu því fyrir ofan hana hvað varðar völd og auð var Irving-fjölskyldan, sem er um- svifamikil í rekstri bensínstöðva, olíuhreinsistöðva, skipasmíða- stöðva og timburvinnu. Sú fjöl- skylda var í umræðunni hér á landi fyrir margt löngu í tengsl- um við opnun bensínstöðva. Á eftir Irving-fjölskyldunni kemur síðan McCain-fjölskyldan sem stýrir samnefndu matvælafyrir- tæki sem sérhæfir sig í frosnum matvælum. Því næst kemur Oland-fjöl- skyldan, en grunnurinn að auði hennar var lagður í Saint John 1867 þegar Susannah Oland stofnaði Moosehead-bruggverk- smiðjuna sem framleiðir sam- nefndan bjór. Verksmiðjan er í dag stærsta bjórverksmiðjan sem er í eigu Kanadamanna. Oland-fjölskyldan er sögð hafa hafnað mörgum kauptilboðum í verksmiðjuna. Sú staðfesta hef- ur aflað fjölskyldunni ákveðinn- ar virðingar í Saint John sem hefur glímt við mikla fólksfækk- un samhliða samdrætti í stór- um iðngreinum á borð við skipa- smíðar. Nú búa tæplega 70.000 manns í borginni en voru um 90.000 á áttunda áratugnum. En auður fjölskyldunnar og áhrif hafa einnig orðið til þess að hún hefur verið á milli tannanna á fólki og ekki dró úr því eftir að Richard var myrtur. Innri mál- efni fjölskyldunnar, deilur og fjármál hennar hafi verið mikið til umræðu meðal almennings. Sumum stuðningsmönnum Dennis fannst sem hann hefði verið dæmdur af kviðdómi sem vildi eingöngu hefna sín á hon- um. Að í kviðdóminum hafi setið fólk úr lægri stéttum þjóðfélags- ins og hafi það viljað hefna sín á ríka manninum. Leyndi ekki auð sínum Þegar Richard lést átti hann eignir upp á sem svarar til mörg hundruð milljóna íslenskra króna og hann fór ekki leynt með auð sinn. Hann tók þátt í kapp- siglingum, tók mikinn þátt í starfi mannvina á svæðinu og bjó í glæsilegu húsi ekki fjarri heim- ili sonar síns, Dennis. Þeir voru Milljónamæringurinn og dularfulli morðinginn n Ótrúlegt morðmál sem minnti á lélega sápuóperu n Efnuð og valdamikil fjölskylda sem stjórnaði viðskiptalífinu Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Skelfilegt mál Richard var mikill viðskiptajöfur. Mynd: Getty Images Mikið veldi Oland-fjölskyldan stendur til að mynda á bak við Moosehead-bjórfram- leiðsluna. Vellauðug Oland-fjölskyldan er með puttana í alls kyns flutninga- starfsemi. Mynd: Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.