Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Qupperneq 58
58 FÓKUS 13. september 2019 T elma Huld Jóhannesdóttir útskrifaðist af leiklistar­ braut í Fjölbraut í Garða­ bæ. Eftir það tók við leik­ listarnám í París og síðar meir kvikmyndanám í Prag. Telma hef­ ur gert það gott á undanförnum árum í kvikmyndunum Webcam og Eden, en ferill er hennar nán­ ast nýhafinn. Hún er gestur í föstudagsþættinum Fókus og ræðir þar málefni sem eru henni hugleikin, meðal annars mikil­ vægi listsköpunar, heimsenda­ áhyggjur og græna kvikmynda­ gerð. Þegar Telma er spurð hvort að­ dragandi leiklistarinnar eigi sér tengingu við athyglissýki svarar hún því játandi, eða þannig hófst það þegar hún var tólf ára á leik­ listarnámskeiðum, stödd á sviði og sá fólk klappa fyrir sér. Hún segir hugarfarið blessunarlega hafa breyst með árunum og hún hefur í dag lært hvernig hún hef­ ur enst í þessu fagi. „Leiklistin er einfaldlega mín leið til að læra á heiminn í kringum mig, auka minn skilning og víkka út hug­ myndir. Þetta er þannig í eðli sínu, að maður lærir að setja sig í spor annarra,“ segir Telma. Telma segir að eitt besta dæmið um lærdómskraft fags­ ins hafi komið þegar hún lék blinda stúlku fyrir lokaverkefni í kvikmyndaskólanum. „Það var geggjað verkefni, því ég hélt að ég hefði enga fordóma gagnvart blindu fólki. Svo komst ég að því að ég var með fullt af fordómum, ekkert illa meintum, en ég var með alls konar fyrirfram ákveðn­ ar hugmyndir,“ segir Telma. „Síðan í gegnum það að skoða þetta út frá því að reyna eftir fremsta megni að vera í þessum sporum, þá lærði ég hluti sem ég get ekki „aflært“. Nú er þetta eitt­ hvað sem ég veit og mér finnst það mjög gefandi. Rannsóknarvinnan við leiklist er stærsta ástæðan fyrir því sem ég geri.“ Ábyrgðin ekki alfarið í höndum neytandans Síðastliðin tvö ár hefur blundað í Telmu saga sem hana langar að flytja sjálf í kvikmyndaformið. Hún stígur út fyrir þægindara­ mmann og undirbýr stuttmynd sem hún hvort tveggja leikstýr­ ir og skrifar. Áður hefur hún leik­ stýrt á sviði en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hún leikstýrir á tökustað. Hjá Telmu stendur til að tileinka sér svokallaða græna kvikmyndagerð, en umhverfis­ vernd er henni afar hugleikið málefni. „Kvikmyndagerð í eðli sínu er óumhverfisvæn, að mörgu leyti. Ég held að fólk sé meira að pæla í þessu en áður og ég held að núna sé rétti tíminn til þess. Það þarf samt sem áður að keyra alls konar trukka til að flytja ljós, ýmiss kon­ ar búnað og það er mikið rafmagn og mikil eyðsla sem á sér stað. En það þarf ekki mikið til að laga ýmis legt,“ segir Telma og spyr: „Hvað get ég gert í mínu til þess að bæði hvetja til hugarfars­ breytingar og líka, meðan á verk­ efninu stendur, að bæta engu við þetta ástand og gera það verra?“ Að sögn Telmu er stuttmynd hennar jafnframt ákveðin áskor­ un til stjórnvalda um að grípa til stærri aðgerða en þau hafa verið að gera, til dæmis með því að setja ekki alla ábyrgð á einstak­ linginn, að hennar sögn. „Mér finnst of mikil áhersla lögð á að við – neytendur – eigum að breyta þessu, en það er ekki svo einfalt. Þetta þarf að byrja á stærri skala, að mínu mati, og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri – að gera fólk reitt,“ segir hún. „Með kvikmyndagerð ættum við að endurnýta meira. Það er endalaust til af notuðum fötum og það á ekki að þurfa að kaupa alltaf allt nýtt eða sauma. Ef við þurfum ekki á einhverju að halda, þá þurfum við ekki á því að halda. Það er allt svo tvístrað. Flestir einstaklingar eru í sínu horni og þá verður vandamálið svo óyfir­ stíganlegt. Þess vegna held ég að stærri reglugerðir séu frekar svar­ ið frekar en að bíða eftir að allir ákveði að verða sjúklega um­ hverfisvænir og flottir. Eins mikið og mig langar að trúa því, þá sé ég það ekki alveg gerast.“ Gagnslaus í heimsenda Á vefsíðunni Green Filmmaking má finna ýmsar leiðir til að stuðla að umhverfisvænni kvikmynda­ gerð. Vefurinn sérhæfir sig í alls konar ábendingum og lausnum sem snúa að helstu sviðum verk­ ferla, frá forvinnslu til listrænn­ ar hönnunar, matar á tökustað og tæknivinnslu, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af því sem mér finnst vera sniðugt er að kvikmyndir og af­ þreyingarefni er mikill skóli. Það er mikið ábyrgðarstarf að bera eitthvað á borð fyrir fólk. Við pikkum upp alls konar hluti sem við sjáum í sjónvarpsþáttum og öðru og lærum af því. Og því oftar sem við sjáum það, því eðlilegra verður það,“ segir Telma og nefn­ ir Free the Nipple­baráttuna sem dæmi. „Við þurfum bara að sjá brjóst og þá hættir þetta að vera svona mikið mál. Sama held ég að eigi við um fjölnota poka, plastleysi og eldsneyti sem sparar. Ef við þræðum það meira í sögurnar sem við erum að segja og sýnum hvað þetta er eðlilegur og auð­ veldur hlutur í rauninni, þá vakna einhverjir kannski og sjá hvað það er lítið mál að tileinka sér það.“ Telma segist vera haldin minniháttar heimsendaþrá­ hyggju, sem á að hluta til rætur að rekja til frétta jafnt sem lofts­ lagsmála. „Ég er vita gagnslaus í heimsenda,“ segir hún. „Ég er Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni Telma Huld stuðlar að grænni kvikmyndagerð - Segir gagnrýnina nauðsynlega „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“ Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.