Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 64
13. september 2019 37. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Verður þetta nokkuð áhri fa- raldur? Innileg með Aquaman S tikla úr sjónvarps- þáttaröðinni See var frumsýnd í vikunni, en okkar eigin Hera Hilmars dóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í seríunni. Í stiklunni má sjá Heru í faðm- lögum við skjáeiginmann sinn, Baba Voss, sem leikinn er af Jason Momoa. Serían gerist í framtíðinni þar sem mann- kynið er blint, en Maghra og Baba eignast börn sem sjá. Þau þurfa því að vernda þau fyrir illum öflum. Hera hefur gert það gott í Hollywood síð- ustu ár og meðal annars leik- ið í Mortal Engines og An Ordinary Man. Jason er af einhverjum talinn kynþokka- fyllsti maður heims, en hann sló rækilega í gegn í Game of Thrones og hefur fest sig í sessi sem ofurhetjan Aquaman. Áhrifavaldur fjölgar sér Á hrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir, sem er með tæplega tólf þúsund fylgjendur á Instagram, á von á sínu fyrsta barni með sínum heittelskaða, Geir Ulrich Skaftasyni. Þetta tilkynnir Jóhanna á Instagram, en hún er hvað þekktust fyrir að vera besta vinkona annars áhrifavalds, Sunnevu Einars- dóttur. Hamingjuóskum frá öðrum áhrifavöldum rignir yfir tilvonandi foreldra, til að mynda frá Binna Glee, Guð- rúnu Sortveit, Tönju Ýri og Örnu Ýri. IN S TA G R A M : @ JO H A N N A H EL G A Hrísmjólk með kanil ei meir F yrir skömmu ætlaði blaða- kona að gera sér dagamun og grípa sér eina dísæta hrísmjólk með kanil í búð- inni. Hana var þó hvergi að finna, aðeins kollega hennar, hrísmjólk með sultu og hrísmjólk með karamellu.-Hlýtur að vera upp- seld, hugsaði blaðakona með sér. Blautur hanski raunveruleikans sló blaðakonu í andlitið þegar henni barst svar frá MS um af- drif kanilhrísmjólkurinnar. „Hrís- mjólk með kanil var tekin úr sölu vorið 2017 vegna dræmrar sölu. Ekki eru uppi áform um að koma með hana aftur á þessari stundu.“ Í sárabætur frá MS fengust upplýs- ingar um mest seldu mjólkurvörur fyrirtækisins, sem blaðakona þáði fegins hendi, enda mætti heimur- inn fyrr enda áður en hún legði sér hrísmjólk með sultu til munns. „Mjólkursamsalan pakkar 25 milljónum mjólkurferna á hverju ári og er nýmjólk vinsælust. Af ostunum okkar er Góðostur vin- sælastur og auðvitað pizzaostur á föstudagspizzuna. Íslendingar eru líka hrifnir af smjöri og rjóma í matinn sinn en allar þessar vörur eiga það sameiginlegt að raða sér í toppsætin í sölu hjá Mjólkur- samsölunni. Af jógúrt og skyrsölu er það hrein AB mjólk sem Íslendingar hella helst í skál eða næst- um ein milljón lítra á hverju ári, á eftir því kem- ur Ísey skyr sem er vinsælasta skyrið okkar. Þegar horft er á vinsælu- stu mjólkurvörurnar hjá Mjólk- ursamsölunni mætti því segja að hreinar fituríkar mjólkurvörur rati helst í innkaupa- körfuna hjá landsmönnum.“ Þar höfum við það. Íslendingar eru hrifnastir af hreinum og fiturík- um mjólkurvörum en ekki hrifnir af hrís- mjólk með kanilsulli. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.