Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 64
13. september 2019 37. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Verður þetta nokkuð áhri fa- raldur? Innileg með Aquaman S tikla úr sjónvarps- þáttaröðinni See var frumsýnd í vikunni, en okkar eigin Hera Hilmars dóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í seríunni. Í stiklunni má sjá Heru í faðm- lögum við skjáeiginmann sinn, Baba Voss, sem leikinn er af Jason Momoa. Serían gerist í framtíðinni þar sem mann- kynið er blint, en Maghra og Baba eignast börn sem sjá. Þau þurfa því að vernda þau fyrir illum öflum. Hera hefur gert það gott í Hollywood síð- ustu ár og meðal annars leik- ið í Mortal Engines og An Ordinary Man. Jason er af einhverjum talinn kynþokka- fyllsti maður heims, en hann sló rækilega í gegn í Game of Thrones og hefur fest sig í sessi sem ofurhetjan Aquaman. Áhrifavaldur fjölgar sér Á hrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir, sem er með tæplega tólf þúsund fylgjendur á Instagram, á von á sínu fyrsta barni með sínum heittelskaða, Geir Ulrich Skaftasyni. Þetta tilkynnir Jóhanna á Instagram, en hún er hvað þekktust fyrir að vera besta vinkona annars áhrifavalds, Sunnevu Einars- dóttur. Hamingjuóskum frá öðrum áhrifavöldum rignir yfir tilvonandi foreldra, til að mynda frá Binna Glee, Guð- rúnu Sortveit, Tönju Ýri og Örnu Ýri. IN S TA G R A M : @ JO H A N N A H EL G A Hrísmjólk með kanil ei meir F yrir skömmu ætlaði blaða- kona að gera sér dagamun og grípa sér eina dísæta hrísmjólk með kanil í búð- inni. Hana var þó hvergi að finna, aðeins kollega hennar, hrísmjólk með sultu og hrísmjólk með karamellu.-Hlýtur að vera upp- seld, hugsaði blaðakona með sér. Blautur hanski raunveruleikans sló blaðakonu í andlitið þegar henni barst svar frá MS um af- drif kanilhrísmjólkurinnar. „Hrís- mjólk með kanil var tekin úr sölu vorið 2017 vegna dræmrar sölu. Ekki eru uppi áform um að koma með hana aftur á þessari stundu.“ Í sárabætur frá MS fengust upplýs- ingar um mest seldu mjólkurvörur fyrirtækisins, sem blaðakona þáði fegins hendi, enda mætti heimur- inn fyrr enda áður en hún legði sér hrísmjólk með sultu til munns. „Mjólkursamsalan pakkar 25 milljónum mjólkurferna á hverju ári og er nýmjólk vinsælust. Af ostunum okkar er Góðostur vin- sælastur og auðvitað pizzaostur á föstudagspizzuna. Íslendingar eru líka hrifnir af smjöri og rjóma í matinn sinn en allar þessar vörur eiga það sameiginlegt að raða sér í toppsætin í sölu hjá Mjólkur- samsölunni. Af jógúrt og skyrsölu er það hrein AB mjólk sem Íslendingar hella helst í skál eða næst- um ein milljón lítra á hverju ári, á eftir því kem- ur Ísey skyr sem er vinsælasta skyrið okkar. Þegar horft er á vinsælu- stu mjólkurvörurnar hjá Mjólk- ursamsölunni mætti því segja að hreinar fituríkar mjólkurvörur rati helst í innkaupa- körfuna hjá landsmönnum.“ Þar höfum við það. Íslendingar eru hrifnastir af hreinum og fiturík- um mjólkurvörum en ekki hrifnir af hrís- mjólk með kanilsulli. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.