Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Page 14
14 13. september 2019FRÉTTIR Í slenska nýsköpunarfyrirtæk­ ið Risk ehf. er í viðræðum við fimm stór indversk sjúkrahús, með um hálfa milljón sykur­ sjúkra einstaklinga á skrá, um notkun á nýju smáforriti sem reiknar út einstaklingsbundna áhættu á því að viðkomandi þrói með sér augnsjúkdóma vegna sykursýki, sem getur leitt til sjón­ skerðingar eða blindu. Hugbún­ aðurinn reiknar út hvenær sé skynsamlegt fyrir einstaklinginn að koma til augneftirlits í sam­ ræmi við einstaklingsbundna áhættu hvers og eins. Þessi byltingarkennda tækninýjung, sem er hönnuð fyrir síma, er hugarfóstur þre­ menninganna Einars Stefáns­ sonar augnlæknis, Örnu Guð­ mundsdóttur innkirtlalæknis og Thors Aspelund, prófessors í stærðfræði. Þau eru fólkið á bak við algóritma, eða reiknirita, sem gerir einstaklingum með sykur­ sýki kleift að grípa í taumana og leita sér lækninga vegna augn­ sjúkdóma áður en það er of seint. 78 milljónir með sykursýki á Indlandi Til að nota smáforritið setur fólk inn sín persónulegu gildi, kyn, hversu lengi það hefur verið með sykursýki og hvers konar sykur­ sýki. Einnig hvort þegar hafi orðið vart við augnbotnaskemmdir, auk breytilegra gilda, til dæmis blóð­ sykursgildi og blóðþrýsting. Þegar þessi einstaklingsbundnu gildi eru komin inn getur algóritm inn reiknað út hversu mikil hætta er á að einstaklingurinn þrói með sér augnsjúkdóma á árinu. Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu, sem nefnist Retina Risk, til sjúk­ linga sinna og Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að bara á Ind­ landi séu um 78 milljónir manna með sykursýki. Sjúkrahúsin sem um ræðir séu risastór og í farar­ broddi í sínu landi. Það sé nán­ ast ómögulegt að skima þann mikla fjölda sjúklinga sem er með sykursýki á Indlandi og því geti smáforritið reynst einstaklingun­ um afar vel. Þeir geti þannig áttað sig á því sjálfir hvenær þeir þurfi að leita til læknis. „Við höfum líka verið í sam­ bandi við önnur lönd, eins og Pakistan, Nepal og Kína. Líka lönd í Afríku, þar sem búist er við mikilli aukningu á sykur­ sýki á næstu árum. Það gildir líka um Ameríku. Flestir notend­ ur eru þaðan og sykursýki á eftir að aukast þar, en líka í Evrópu og Suður­Ameríku. Það er til dæmis mikið um sykursýki í Brasilíu og Mexíkó.“ Aðspurð hvort íslenskir sykur­ sjúklingar séu farnir að nýta sér smáforritið segir hún að fjögur til fimm prósent þeirra séu þegar komin með það. „Við erum mjög spennt með að á næstu vikum verður boðið upp á smáforritið á íslensku, sem á eftir að auka nota­ gildi þess og vinsældir.“ Sparnaður í heilbrigðiskerfinu Ljóst er að smáforritið Retina Risk getur sparað umtalsverðar fjár­ hæðir í heilbrigðiskerfinu, enda var það upphaflega hugsunin á bak við þróun þess, auk þess að hjálpa sykursjúkum sem eru í áhættuhópi hvað varðar augn­ sjúkdóma. Þessir sjúklingar eru hvattir til að leita árlega til læknis til að kanna hvort þeir séu komn­ ir með augnsjúkdóma, þannig að þessum heimsóknum ætti að fækka með þessum nýja búnaði. Miklar rannsóknir liggja að baki Retina Risk, sem um tuttugu þúsund einstaklingar, bæði á Ís­ landi og erlendis, tóku þátt í. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í virtum læknatímaritum um heim allan. Sykursýki er alheimsfaraldur en tíðni sjúkdómsins hefur þre­ faldast frá aldamótum. Í dag er talið að um 430 milljónir manna um heim allan þjáist af sykursýki og er gert ráð fyrir að fjöldinn fari yfir 600 milljónir árið 2045. Augn­ sjúkdómar af völdum sykursýki eru í mörgum löndum algeng­ asta orsök sjóntaps fólks á vinnu­ aldri og næstalgengasta orsök blindu. Tveir þriðju hlutar fólks með sykursýki þróa með sé augn­ sjúkdóma og mikil hætta á að þriðjungur þessa hóps verði sjón­ skerðingu eða jafnvel blindu að bráð ef greining og meðhöndlun á sér ekki stað tímanlega. Síðast en ekki síst er mikilvægt að benda á að smáforritið Retina Risk er ókeypis bæði í Apple Store og Google Play. n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi í baráttu gegn augnsjúkdómum n Stefnt að því að ná til að minnsta kosti einnar milljónar sykursjúkra með nýju íslensku smáforriti á næstu árum n Gífurlegur sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið „Sykursýki er alheimsfaraldur en tíðni sjúkdómsins hefur þrefaldast frá aldamótum Karl Garðarsson Karl@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.