Fréttablaðið - 10.01.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 10.01.2008, Síða 42
 10. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR Margir hafa gaman af að bæta kunnáttu sína í matargerð. Tómstundaskólinn í Mosfells- bæ býður upp á spennandi námskeið fyrir þá á næstunni. Á einu þeirra mun Mahesh Aron Kale elda og baka ind- verskt. „Indverskur matur er góður og ódýr. Þess vegna er sniðugt að kunna að búa hann til,“ segir Mahesh á ágætri íslensku. Hann ætlar að leiða fólk í leyndardóma indverskrar matargerðar í eld- húsi Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Kveðst hann hafa leiðbeint þar áður og líka í Ármúlaskóla. „Ég kenni fólki það sem er auðvelt að gera. Til dæmis hvernig á að baka indverskt steikt brauð sem er oft borið fram í giftingarveisl- um. Líka að elda kjúklinga- rétti, svínarétti og alls konar rétti. Svo sýni ég hvernig á að búa til jógúrt. Indverjar nota mjög mikið jógúrt og búa það til sjálfir. Það er eitt af því sem ég kenni enda er jógúrt svo dýrt í búðum hér.“ Það sem einkum einkennir ind- verska matar- gerð er hin ilmandi krydd. Skyldi Mahesh fá þau send frá sínu heimalandi? „Nei, nú fæst allt á Íslandi,“ segir hann brosandi. „Einkum í Sæl- kerabúðinni. Hún er á Suðurlands- brautinni og var nýlega að færa sig þar milli húsa. Þegar ég elda sjálfur heima nota ég ferskt krydd sem ég rækta. Á námskeiðunum fræði ég fólk um krydd og hvernig best sé að blanda það.“ Mahesh Aron kom fyrst til Íslands árið 1983. Tíu árum seinna flutti hann til Bandaríkjanna og svo hingað aftur árið 2001. Hann starfar núna sem strætóbílstjóri og kveðst aldrei hafa rekið mat- sölustað. „Ég var að hjálpa konu sem var að byrja með veitinga- húsið Austur-Indíafélagið. Líka konu sem var að byrja með ind- verskt matsöluhús við Laugaveg- inn sem hét Taj Mahal. En ég hef aldrei hugsað um að stofna sjálfur matsöluhús enda er ég ekki lærð- ur. Ég geri þetta bara af áhuga og finn að fólki líkar það sem ég elda. Ég bý ekki til sterkan mat fyrir Ís- lendinga. Reyni bara að gera mat sem þeim finnst góður.“ - gun Kenni það sem er auðvelt Mahesh Aron Kale ætlar að fræða fólk um töfra indverskrar matargerðar í eldhúsi Lágafellsskóla. Námskeiðið er á vegum Tómstundaskólans í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.