Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 42

Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 42
Árni Ólafur Jónsson kokkur og bústjóri Hins blómlega bús Ferðu á jólahlaðborð á hverju ári? Nei, ég fer kannski á nokkurra ára fresti. Hleður þú á disk- inn eða ferðu marg- ar ferðir? Margar ferð­ ir, ég vil bragða hvern og einn rétt fyrir sig í stað þess að blanda þeim saman í einn hrauk. Af hverju færðu þér mest? For­ réttum og villibráð. Borðar þú yfir þig? Ég reyni að borða ekki yfir mig en ég held að mér hafi aldrei tekist það, þetta virðist vera bölv­ un hlaðborðanna. Hvað á helst að forð- ast á jólahlaðborði? Að f lýta sér um of. Það er best að taka sér góðan tíma, fá sér lítið í einu, fara marg­ ar ferðir, borða hægt og njóta þess að snæða í góðra vina hópi. Besta jólahlað- borð sem þú manst eftir? Hlaðborð­ ið á Snaps jólin 2013, eftir langar og strangar tökur fyrir aðra þáttaröðina af Hinu blómlega búi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Símans Ferðu á jólahlaðborð á hverju ári? Já, svo gott sem. Nánast undantekningar­ laust er það tengt vinnu eða einhvers konar hópa­ starfi. Fór í fyrra með bekkjarfélögum úr MBA­ náminu. Mjög hefðbund­ inn jólamatur, mun meira stuð. Hleður þú á diskinn eða ferðu margar ferðir? Ég fer margar og geri jafnan grín að hinum sem koma að borðinu með hlaðinn diskinn. Um leið svekki ég mig á því að hafa ekki sett meira og vera rétt á leið í röðina aftur. Af hverju færðu þér mest? Forréttir eru í miklu uppáhaldi. Reyktur lax og grafið fuglakjöt. Elska líka sjávarréttapaté og ekki klikka eftirréttirnir. Ris­ alamande er best þegar vel tekst til og crème brûlée. Borðar þú yfir þig? Ég er svona meira í að stýra því að bóndinn geri það ekki! Hvað á helst að forðast á jólahlaðborði? Aðalréttina í mínu tilfelli. Þeir taka pláss frá frábærum forréttum. Besta jólahlaðborð sem þú manst eftir? Fór á eftir­ minnilegt jólahlaðborð í Perlunni fyrir fimm árum. Staðurinn bauð óhefð­ bundna rétti, sem komu mjög á óvart, voru snilld og frábært að hringsnú­ ast um borgina um leið og þjónarnir snerust í kring­ um vinnufélagana, mig og manninn.“ Guðjón Davíð Karlsson Gói, leikari Ferðu á jólahlaðborð á hverju ári? Nei ég geri það ekki. En hef farið oft. Það er alltaf skemmtileg stemning. Hleður þú á diskinn eða ferðu margar ferð- ir? Þetta er alltaf eins hjá mér. Ég hugsa löngu áður hvað ég ætla að vera agaður og passa mig að troða ekki á diskana. Það gengur yfirleitt vel til að byrja með en svo missi ég mig oftast á einhverj­ um tímapunkti. Af hverju færðu þér mest? Úffff, þessi er erfið. Ég elska síld. Ég er líka paté­maður. En umfram allt elska ég kjöt. Ég elska hlaðborð sem er með gott nauta­ kjöt, wellington. Það er alveg málið. Borðar þú yfir þig? JÁ. Hvað á helst að forð- ast á jólahlaðborði? Að borða of hratt! Alls ekki blanda saman, taka þetta skipulega! Njóta! Fá sér smáa skammta og fara frekar oftar. Besta jólahlað- borð sem þú manst eftir? Mér finnst lang­ skemmtilegast að fara í heimatilbúin jóla­ hlaðborð þar sem allir koma með eitthvað á borðið. Huggulegt, heimilislegt og hátíð­ legt! Best að fara margar ferðir Jólahlaðborð eru fastur liður í lífi margra. Hætturnar við hlaðborðin eru nokkrar enda ekki óvanalegt að hneppa þurfi frá nokkrum buxnatölum að lokinni máltíð. Hér segja nokkrar valinkunnar manneskjur frá því hvernig þær haga sér á jólahlaðborðum. Sigríður Arnardóttir Sirrý, fjölmiðlakona Ferðu á jólahlaðborð á hverju ári? Já, en ég fékk þó fyrir nokkr­ um árum leiða á þessum venju­ legu hlaðborðum sem verða allt­ af til þess að maður borðar of mikið. Svo kynntist ég jólahlað­ borðunum hjá Marentzu Poul­ sen á Kaffi Flóru. Það er alveg sér á báti. Þar færðu fullt af pínulitl­ um og skemmtilegum réttum sem eru bornir á hvert borð fyrir sig. Stemningin í Kaffi Flóru um jólin er dálítið eins og að koma til Kaupmannahafnar í jólaferð. Þar er allur gróður skreyttur jóla­ ljósum og logandi kyndlar standa víða. Þessir litlu réttir eru líka mun girnilegri en yfirfullt hlaðborð. Hvað á helst að forðast á jóla- hlaðborði? Allan jólabjór. Ég tími ekki að fylla magann af bjór því hann er bara brauð í fljótandi formi. Því sleppi ég honum alveg og fæ mér heldur rauðvín. Hvað finnst þér best? Ég er meira fyrir forréttina en eftirrétt­ ina. Ég tek lax og villibráð fram yfir dísæta deserta en þó vil ég gjarnan enda á einum sætum bita. Besta hlaðborðið? Jólahlaðborð Marentzu, ekki síst út af stemn­ ingunni. Hulda Geirsdóttir útvarpskona á RÁS 2 Ferðu á jólahlaðborð á hverju ári? Já, ég hef yfirleitt farið á jólahlað­ borð á hverju ári. Hér í eina tíð fór maður á mörg, en undanfarin ár finnst mér fínt að fara bara á eitt. Hleður þú á diskinn eða ferðu margar ferðir? Ég fer frekar nokkr­ ar ferðir – en diskurinn getur alveg orðið hlaðinn í einhverjum þeirra! ;) Af hverju færðu þér mest? Ég fæ mér yfirleitt mest af aðalrétt­ um, eins og kalkún og öðru slíku fíneríi sem maður fær sjaldan. Borða ekki síld til dæmis og er yfir­ leitt minna í forréttunum, en reyni samt að smakka eitthvað nýtt í hvert skipti. Borðar þú yfir þig? Já, ég held að maður verði að viðurkenna að yfirleitt borðar maður of mikið á jólahlaðborði þó að ég hafi ekki enn lent í því að velta út! Hvað á helst að forðast á jóla- hlaðborði? Ég forðast saltan mat svo sem hangikjöt og hamborgar­ hrygg, ef ég smakka það þá er það bara pínku ponsu biti. Svo er gott að muna að fá sér frekar lítið af öllu svo maður geti smakkað sem flest, það er jú tilgangurinn með hlaðborði. Jólahlaðborð í sveitakyrrð Allar nánari upplýsingar á www.hoteleldhestar.is Eldhestar, Vellir, 816 Ölfus Netfang info@eldhestar.is Sími 480 4800 Við bjóðum okkar sígilda jólahlaðborð síðustu tvær helgarnar í nóvember og tvær fyrstu helgarnar í desember – nú er rétti tíminn til að panta! Jólahlaðborðið 2015 er á 7.900 kr. Einstakt tilboð! Matur og gisting á 12.500 kr. á mann. Innifalið er jólahlaðborð, gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverðarhlaðborði. Hvernig væri að stíga út úr annríki jólaundirbúningsins og njóta margrómaða jólahlaðborðsins á Hótel Eldhestum sem býður einstaka upplifun í hlýlegu umhverfi? Kynning − auglýsing 10. oKtÓber 2015 LAUGArDAGUr6 Jólahlaðborð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.