Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 90

Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 90
Kynning − auglýsing 10. október 2015 LAUGArDAGUr10 Jólahlaðborð Boðið verður upp á stórskemmtilegt og óvenjulegt jólahlað­ borð í Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd fyrir jólin. Þar verður boðið upp á villt jólahlaðborð í bland við leik­ ritið sívinsæla, Þjónn í súpunni, en leikarar sýningarinnar eru jafnframt þjónar kvöldsins. „Það er svo sannarlega hægt að lofa öðruvísi jólahlaðborði hér í Hernámssetrinu og ekki skemma ljúffengar veitingar fyrir,“ segir Kjartan Guðjónsson, einn fjög­ urra leikara sýningarinnar sem fer með hlutverk yfirþjónsins. „Þetta er mikið samspil gesta og okkar leikaranna þannig að það má búast við skemmtilegu kvöldi og óvæntum uppákom­ um. Gestir okkar verða þó aldrei settir í óþægilega aðstöðu.“ Þjónn í súpunni var sýnt í Iðnó 1998 við frábærar undirtekt­ ir og síðar á Akureyri á Friðriki V árið 2009. Hernámssetrið er ekki langt frá borginni í sveitasælu Hvalfjarðar. „Þetta er mjög skemmtilegur staður að heimsækja og Hvalfjörður á líka stór­ merkilega sögu frá hernámsárunum sem gaman er að kynna sér.“ Boðið verður upp á úrval spennandi forrétta á borð við heit­ reyktan lax, saltfisk og síld, grafna önd og villibráðarkæfu auk fleiri rétta. Meðal aðalrétta má nefna hamborgarhrygg, hrein­ dýrabollur, jólaskinku og furugrillað lambalæri. Að sjálfsögðu verður boðið upp á gómsæta eftirrétti. Verð á mann er 10.900 kr. og er fordrykkur í boði hússins. Borðpantanir eru í síma 433 8877 og á netfanginu hladir@ warandpeace.is. Allar nánari upplýsingar má finna á www.war­ andpeace.is. Villt jólahlaðborð og Þjónn í súpunni Það er hægt að útfæra enda­lausar hugmyndir að rétt­um þegar kemur að jóla­ hlaðborði í heimahúsi. Hér eru nokkrar hugmyndir. Síðan má auðvitað alltaf bæta við eftir smekk hvers og eins. Kalkúnasalat á ristuðu brauði Þetta góða salat hentar vel á jóla­ hlaðborðið og það er einfalt að gera. Notað er snittubrauð með salatinu. 200 g eldað kalkúnakjöt ½ bolli sýrður rjómi 1 msk. majónes ½ msk. gróft sinnep Klettasalat, skorið smátt Salt og nýmalaður pipar Safi og rifinn börkur af ½ appelsínu 16 sneiðar af snittubrauði Olía og hvítlaukur Skerið kalkúnakjötið smátt. Bland- ið saman rjóma, majónesi, sinnepi og klettasalati. Bragðbætið með salti og pipar. Hrærið kjötið saman við og bætið síðan appelsínusafa og rifn- um berki út í. Látið standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir fyrir notkun. Hitið olíu á pönnu og steikið brauðsneiðar í olíunni. Leggið þær á bökunarpappír og nuddið þær með hvítlauksrifi. Setjið góða matskeið af salati á hverja brauðsneið. Puntið með rifn- um appelsínuberki. Ef þú átt ekki kalkúnakjöt má nota kjúkling í þennan rétt. Sinnepssíld Það er mjög gott að hafa síld sem nokkurs konar forrétt á borðinu. Best er að hafa rúgbrauð með henni. 6 síldarflök (marineruð) 4 msk. súrsuð gúrka 1 laukur, smátt skorinn 4 eggjarauður 1 msk. sykur 2 msk. hvítvínsedik 2 msk. gróft sinnep 2 ½ dl sojasósa 3 msk. ferskt dill Ef síldin er sölt er hún aðeins skoluð undir rennandi vatni og síðan þerruð. Blandið saman eggjarauðum, sykri, ediki og sinnepi í skál og hrærið vel saman. Bætið olíu saman við hægt og rólega og hrærið stöðugt á meðan. Þegar sósan er orðin að majónesi er gúrkunum bætt saman við, lauknum og dilli. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið síldina í litla bita og bætið út í sós- una. Geymið í ísskáp. Jólaskinka er góð Einfalt er að sjóða hamborgarhrygg eða jólaskinku, láta hana kólna og raða henni fallega á bakka. Með­ læti gæti til dæmis verið kartöflusalat og soðið grænmeti. Kartöflusalat 8 stórar, soðnar kartöflur 4 smátt skornir vorlaukar 2 msk. súrsaðar gúrkur, smátt skornar 1 msk. vökvi af sultuðum gúrkum 1 box sýrður rjómi 4 msk. majónes 1 msk. sojasósa ½ tsk. tabasco-sósa ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Skrælið kartöflurnar og skerið þær í bita. Blandið öllu saman sem á að fara í dressinguna. Bragðbætið með salti og pipar. Hrærið kartöflurnar út í sósuna og geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma fyrir notkun. Fallegt er að skreyta salat- ið með niðurskorinni, ferskri steinselju. Appelsínusoðnar gulrætur Það er hægt að hafa alls kyns soðið grænmeti á jóla­ hlaðborðinu, til dæmis appelsínu­ soðnar gulrætur. Þær passa mjög vel með svína­ kjöti. 10 gulrætur 8 dl appelsínusafi Rifinn börkur af ¼ appelsínu 1 stjörnuanís 4 negulnaglar 1 tsk. rifin engiferrót 50 g smjör 2 msk. steinselja Skrælið gulræturnar og helmingið þær á lengdina. Setjið í pott með appelsínu- safa, rifnum berki, stjörnuanís, negul og engifer. Eftir smásuðu eru gulræt- urnar teknar upp úr og lagðar til hlið- ar. Sigtið soðið. Hitið aftur upp og látið sjóða smástund þar til lögurinn hefur minnkað um helming. Hrærið þá smjör saman við. Því næst er steinseljan sett saman við og loks gulræturnar aftur. Berið fram. Einfalt og þægilegt jólahlaðborð heima Það getur verið mjög skemmtilegt að bjóða gestum í lítið jólahlaðborð heima í desember. Ýmislegt er hægt að elda og hafa tilbúið þegar gesti ber að garði. kalt svínakjöt hentar vel á jólahlaðborðið. Gulrætur í appelsínulegi Sinn er siður í hverju landi en jólahlaðborð af einhverju tagi eru algeng og ómissandi hluti af aðventunni á Norðurlöndun­ um. Þeir sem hafa dvalist þar í lengri eða skemmri tíma eiga erfitt með að komast í gegnum jólin án þess að fá sænska síld eða danska purusteik svo dæmi séu nefnd. Þá getur verið gott að vita af því að Norræna félagið í Reykjavík heldur norræna jólagleði í húsakynnum félagsins að Óðinsgötu 7 þann 4. des­ ember frá 18 til 21. Á boðstólum verða ýmsir hefð bundnir jólaréttir frá Norðurlöndum og létt norræn skemmtidagskrá með góðum leynigestum, en félagsmenn í Norræna félaginu eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þá má geta þess að veit­ ingastaðurinn Aalto Bistro í Norræna húsinu verður með skandinavíska jóladiska en þeir vöktu lukku í fyrra. Þá var hægt að fá hreindýrabollur, síld og ýmislegt tilheyrandi góð­ gæti. Norrænir jólaréttir hjá Norræna félaginu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.