Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 16

Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Bandaríkjamenn völdu sér forseta í vikunni í sögulegum og stórfurðulegum kosningum. Að endingu stóð Donald Trump uppi sem sigurvegari, sem var nokkuð sem helstu sérfræðingar töldu nánast óhugsandi að morgni kosningadags. Trump fékk reyndar færri atkvæði en Hillary Clinton, en bar engu að síður sigur úr býtum í keppninni um hina víðfrægu kjörmenn sem að forminu til kjósa for- setann. Við því er ekkert að segja. Frambjóðendur og kjósendur þekktu kosningakerfið þegar haldið var af stað. Niðurstaðan er því lýðræðisleg, þótt halda megi því fram með góðum rökum að kjörmannakerfið sé meingallað. Hvað sem segja má um Trump er ljóst eftir á að hyggja að kosningabarátta hans var allt að því snilldarlega útfærð. Honum tókst með yfirboðum og stórkarlalegum yfirlýsingum að halda sér nánast stanslaust í kastljósi fjölmiðla. Sigur hans byggðist svo ekki síst á því að ná til hópa af kjósendum sem almennt hefur ekki verið reiknað með. Honum tókst að fá þjóðfélagshópa sem hafa látið sig kosningar litlu varða mæta á kjörstað, og það með því að eyða einungis broti af því sem Hillary Clinton kostaði til. Eftir sem áður skilur sigur Trumps eftir sig óbragð í munni. Hann hefur sýnt ótrúlega vanþekkingu á alþjóðamálum, daðrað við útlendingahatur, lagt fæð á ákveðna trúarhópa og gerst sekur um að sýna konum hreint ótrúlega vanvirðingu. Gildir þá einu þótt fyrstu skref hans eftir að kjöri var náð bendi til þess að senni- lega hafi hann í mörgum tilvikum sagt það sem ákveðn- ir hópar vildu heyra, frekar en lýsa eigin skoðunum. Við getum kannski bundið einhverjar vonir við að undir hrjúfu yfirborðinu leynist mýkri maður. Helsta niðurstaða kosninganna er þó sú að Banda- ríkjamenn skuli hafa hafnað Hillary Clinton. Ræða hennar þegar hún viðurkenndi ósigur var sannkallað stórvirki. Þar leyfði hún sér að sýna kjósendum á sér til- finningalegu hliðina – mögulega nokkuð sem hefði mátt komast betur til skila í kosningabaráttunni. Merkilegust voru þó skilaboð hennar til ungra stúlkna, sem hún hvatti til dáða. Einhvern tíma skyldi glerþakið sprengt. Clinton var framúrskarandi frambjóðandi – erfitt er að hugsa sér marga forseta sem státað hafa af hennar reynslu og bakgrunni þegar þeir tóku við embætti. Hún hlaut líka ósanngjarna gagnrýni meðan á baráttunni stóð. Getur verið að sú staðreynd að hún er kona hafi ráðið miklu? Við Íslendingar þekkjum af eigin reynslu að konur eiga erfiðara uppdráttar í pólitík en starfs- bræður þeirra. Pólitíkin hér á landi eftir hrun er órækur vitnisburður um það. Hillary Clinton hefði ekki bara verið frábær forseti, heldur hefði hún verið fyrsta konan til að gegna þessu valdamesta embætti veraldar. Í því hefðu falist mikilvæg skilaboð. Alls óvíst er hvenær kona á næst raunhæfa möguleika á að verða forseti, en af sögunni að dæma getur verið langt þangað til. Bandaríkjamenn völdu ekki bara rangan frambjóð- anda. Þeir misstu af tækifæri til að brjóta blað í sögunni. Glatað tækifæri Merkilegust voru þó skilaboð hennar til ungra stúlkna, sem hún hvatti til dáða. Ein- hvern tíma skyldi gler- þakið sprengt. Kennarar hafa verið að mótmæla alla vikuna. Ég held að flestir skilji það. Ég man þá tíð þegar þeir voru alltaf í verkföllum. Vá, hvað það var meiri- háttar. Ég hef samt ekki alveg sömu afstöðu til verkfalla kennara nú og fyrir nokkrum áratugum. Merkilegt. Það er flókið að vera kennari. Ekki síst þegar kemur að hlutum fyrir utan kennsluna. Sérstaklega núna, þegar komnar eru reglur um að það megi ekki skilja útundan og alls konar eineltisáætlanir (sem eru alls ekki áætlanir um að leggja einhvern í einelti). Og það getur til dæmis verið mjög flókið að halda skólaball. Tökum bara dæmi af fullkomnu handahófi og um algjörlega ímyndaðan skóla sem er klárlega ekki til. Hvergi. Ólíkir bekkir D-bekkurinn er stærstur en sumum hinna krakkanna fannst hann svo leiðinlegur síðast að þau vilja helst ekki leika við hann. Þau segja að hann sé frekur og sé alltaf að reyna að hjálpa vinum sínum, sem eru í allt öðrum skóla. En það er líka vesen af því að það eru svo margir í bekknum og án þeirra er erfitt að halda ball. Skólastjórinn ákvað sem sagt að þeir ættu að skipuleggja ballið en það virðist ganga illa að bóka skemmtiatriði. Krakkarnir í C-bekknum voru margir einu sinni í D-bekknum en hættu þar af því þeir vildu hafa Frozen-þema á síðasta balli en D-bekkurinn var alveg harður á Monster High. Nokkrir þeirra vildu reyndar helst hafa Batman þema, en þessar stelpur fá einhvern veginn alltaf að ráða. Svo er það A-bekkurinn sem allir héldu að hefði hætt en svo mætti hann bara fyrsta daginn. Svaka hress. Þar eru ekkert rosalega margir og þeir vilja helst bara leika við krakkana í C-bekknum. Sérstaklega gaurinn sem er alltaf í sömu fötunum. Hinir bekkirnir B-bekkurinn var stærri en lenti í einhverjum vandræðum af því að einn í bekknum sagðist aldrei vera með nesti og fékk hjá hinum, en var svo alltaf með nesti. Sumum finnst bekkurinn ágætur eftir að það kom nýr formaður en vita aldrei alveg hvar þeir hafa hann. Sko, bekkinn, ekki formanninn. Sumir vilja alls ekki leika við neinn úr B-bekknum. Jafnvel þó að þau taki aðra vini með sér. P-bekkurinn er miklu stærri en hann var. Krakkarnir þar eru soltið óþekkir og eiginlega enginn af hinum bekkjunum vill leika við þá. Reyndar hafa krakkarnir í P-bekknum boðist til að koma bara á ballið, sjá kannski um sjoppuna og vera eiginlega ekkert fyrir, en hinir krakkarnir eru alls ekki vissir. Maður veit aldrei með þennan P-bekk. Svo vilja þau líka hafa ballið styttra en venjulega og það er ekkert gaman. En það er sagt að einn af þeim sé alveg sjúklega góður í reikn- ingi. Næstum því allir fluttu úr hverfinu hjá S- bekknum. Þar er nýr strákur, sem kemur utan af landi, og er enn að læra að rata um skólann. Hann er mjög feiminn og vill helst ekki leika við neinn strax. En hann er mjög góður dansari. V-bekkurinn er næststærsti bekkurinn. Þar er skemmtilegasta stelpan en líka nokkrir svakalega frekir. Síðast þegar V-bekkurinn fékk að ráða átti að fara í rosalega skemmtilega skólaferð til Bruss- el en þá fóru nokkrir þeirra í fýlu þannig að það varð ekkert af ferðinni. Í þeirra bekk er líka einn sem er víst búinn að vera mjög lengi í skólanum. Það er ekki einfalt að koma þessu öllu saman í gott ball, sem segir okkur að það er ekki jafn ein- falt og margir halda að vera kennari. Skólaball 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.