Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 20

Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 20
 A-riðill Frakkaland 2 – 1 Svíþjóð C-riðill San Marínó 0 – 8 Þýskaland N-Írland 4 –0 Aserbaídsjan Tékkland 2 –1 Noregur E-riðill Armenía 3 – 2 Svartfjallal. Danmörk 4 –1 Kasakstan Rúmenía 0 – 3 Pólland F-riðill England 3 – 0 Skotland Malta 0 – 1 Slóvenía Slóvakía 4 –0 Litháen 1 2 . n ó v E m b E r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð króAtíA – ísLAnD mAksimir-LEikvAnGinUm, zAGrEb í DAG kL. 17.00 Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is FótboLti „Það eru blendnar tilfinn- ingar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þrem- ur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendi- punktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik. Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrir- liðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðug- leika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“ Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmti- legri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorf- endum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum. Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðn- ingsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“ Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Æft í grenjandi rigningu Strákarnir okkar mættu til Zagreb í Króatíu í gær og æfðu síðdegis á Maksimir-leikvanginum. Á þeim velli missti Ísland af tækifærinu til að komast í úrslitakeppni HM 2014 í Brasilíu. Okkar menn geta hefnt þeirra ófara og tekið forystu í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. FRéttABlAðIð/EPA Laugardagur 09.00 Nedbank Challenge Golfstöð 15.50 F1: tímataka, Brasilía Sport 4 16.20 Keflavík - Grindavík Sport 5 17.00 tyrkland - Kósóvó Sport 17.00 Austurríki - Írland Sport 3 17.00 Georgía - Moldavía Bravó 18.00 OHl Classic Golfstöðin 19.45 Úkraína - Finnland Sport 19.45 Spánn - Makedónía Sport 3 19.45 Wales - Serbía Sport 2 21.45 HM Markasyrpa Sport 2 03.00 UFC: Alvarez/McGregor Sport Domino’s-deild kvenna 15.30 Njarðvík - Snæfell Njarðvík 16.30 Keflavík - Grindavík Keflavík 16.30 Skallagr. - Stjarnan Borgarnes 17.00 Valur - Haukar Valshöllin Olís-deild kvenna 13.30 ÍBV - Valur Vestmannae. 13.30 Stjarnan - Fram Mýrin 16.00 Haukar - Fylkir Ásvellir Haukar - ÍR 93-82 Stigahæstir: Sherrod Wright 31/10 frák./6 stoðs./7 stolnir, Haukur Óskarsson 22, Kristján Leifur Sverrisson 12, Finnur Atli Magnússon 11, Emil Barja 7/9 frákö./7 stoðs. - Matthew Hunter 24/8 frák./5 stoðs., Sveinbjörn Claessen 20, Sæþór Krist- jánsson 13, Hákon Örn Hjálmarsson 12 Þór Þorl. - Stjarnan 77-94 Stigahæstir: Tobin Carberry 22/11 frák., Maciej Stanislav Baginski 14, Halldór Garðar Hermannsson 14, Emil Karel Einarsson 7 - Hlynur Elías Bæringsson 24/10 frák./5 stoðs., Arnþór Freyr Guðmundsson 20, Justin Shouse 17/6 stoðs., Tómas Heiðar Tómasson 16, Devon Andre Austin 11/7 fráköst. Þórsliðið var 28-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Stjörnunmenn keyrðu yfir Þórsara í síðustu þremur leikhlutunum. Efri Stjarnan 12 KR 10 Grindavík 8 Tindastóll 8 Þór Þorl. 8 Keflavík 6 Neðri Haukar 4 ÍR 4 Njarðvík 4 Skallagrímur 4 Þór Ak. 4 Snæfell 0 Nýjast Domino’s-deild karla Sunnudagur 09.00 Nedbank Challenge Golfstöð 12.30 Fed Cup í tennis Sport 2 15.30 Formúla 1 í Brasilíu Sport 17.00 lúxemborg - Holland Sport 3 17.00 Búlgaría - H-Rússland Sport 5 17.00 Sviss - Færeyjar Sport 4 18.00 OHl Classic Golfstöðin 19.45 Belgía - Eistland Sport 2 19.45 Portúgal - lettland Sport 19.45 Grikkland - Bosnía Sport 3 21.45 NFl: Steelers-Cowboys Sport 4 21.45 HM Markasyrpa Sport Olís-deild karla 16.00 Afturelding - Haukar Varmá 16.00 Grótta - Akureyri Seltjarnarn. Olís-deild kvenna 16.00 Selfoss - Grótta Selfoss Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Kró- atíu, neitaði að staðfesta á blaða- mannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. Króatískir blaðamenn segja að það sé pottþétt að Modric byrji leikinn og hlæja að þessum feluleik lands- liðsþjálfarans. Miðjumaður Barcelona, Ivan Rak itic, verður klárlega í byrjunar- liðinu og hann fór fögrum orðum um íslenska liðið á blaðamanna- fundi á Maksimir-vellinum í gær. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar besta leik. Liðsheildin er helsti styrkleiki íslenska liðsins. Íslenska liðið er mjög vel skipulagt og leikmenn þess agaðir. Það verður erfitt að brjóta þá niður,“ sagði Rakitic og bætti við að króatíska liðið hefði legið yfir íslenska liðinu síðustu daga. „Við vitum allt um íslenska liðið. Þekkjum leik þess fullkomlega og þurfum að nýta okkur veikleikana í leik liðsins.“ Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum. Aron Einar Gunnarsson Sport
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.