Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 26

Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 26
Stundum er ég spurður að því af hverju ég sé alltaf að mynda þetta fólk en ekki mína eigin kynslóð. Ég held að það sé vegna þess að sagan er ekki komin í andlitið á mínum jafnöldrum. Ég hlustaði á þetta fólk. Ég hef alltaf verið hlédrægur og feiminn, þorði varla að tala við sjálfan mig, og þess vegna hlustaði ég. Ég held að það hafi verið þess vegna sem ég fór að mynda þessar týpur. Þau höfðu sögu að segja.“ Segir Ragnar Axelsson ljós- myndari um fólkið sem hann hefur verið að mynda síðustu þrjátíu árin. Nýverið kom út endurgerð bókar- innar Andlit norðursins eftir Ragnar en þar gerir hann skil á myndum af mönnum þessu þrjátíu ára tímabili. Um helmingur myndanna í nýju útgáfunni hefur aldrei birst áður. Ragnar segir að hann hafi kveikt á perunni þegar hann myndaði Axel Thorarensen á Gjögri 1986, sitjandi í bátnum sínum á leið í róður. „Þetta var augnablikið sem breytti öllu. Það var bankað í hausinn á mér, mér sagt að hugsa fram í tímann og skrásetja þetta fólk. Svo komu Fær- eyjar inn í myndina og síðan Græn- land. Löndin í norðri. Síðan þá hef ég alltaf leitað í kuldann.“ Forsendurnar breytast Ragnar var bara tíu ára, í sveit á Kvískerjum í Öræfum, þegar hann fór að taka myndir. Hann segist hafa fengið myndavéladelluna frá föður sínum og líka fyrstu mynda- vélina. „Kvískerjabræður ólu upp í mér þessa þörf fyrir að skrásetja umhverfið. Hverja einustu helgi fórum við upp á jökla til að mæla og skrá. Ég reið á hesti til að mæla Fjallsána og fór ríðandi yfir Hrútá tíu ára gamall. Maður yrði tekinn af foreldrum sínum í dag ef það kæm- ist upp um svona ævintýra mennsku. Mér fannst lífið á Kvískerjum dásamlegt því svona kynnist ég landinu og lærði að meta það. Þessi nánd við náttúruna sem frændur mínir á Kvískerjum gáfu mér var mitt veganesti út í lífið.“ Fyrst, þegar Ragnar tók til við að beina myndavélinni að andlitunum í Öræfasveitinni, var markmiðið ekki annað en að ná flottum mynd- um til þess að eiga. „Ég setti þetta ekki í samhengi við neitt, ég var líka bara krakki, en þannig leið mér líka þegar ég fór fyrst til Grænlands. Á Kvískerjum heyrði ég af ævin- týrum landkönnuða sem ferðuðust um Grænland og las bækur Peters Freuchen og hafði háar hugmyndir um Grænlendinga þannig að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég kom þangað fyrst sem aðstoðar- flugmaður í sjúkraflugi. Mér fannst þetta fólk nú engar hetjur. Það var ekki fyrr en ég fór fyrst norður til Thule sem ég áttaði mig á því hvað Grænlendingarnir eru flottir. Ég fór því aftur og aftur þangað til að mynda veiðimennina en það var samt enn á þessari sömu forsendu; að ná bara flottum myndum til þess að eiga. En svo áttaði ég mig á því að þessi tilvera var ekki bara dans á rósum, það var eitthvað að. Veiði- mennirnir eru eldklárir í að lesa merki náttúrunnar og þeir voru búnir að átta sig á því að það var eitthvað gerast, að það var eitthvað að í náttúrunni. Þeir sáu að hlýnunin var byrjuð þegar nánast enginn talaði um slíkt. Ég áttaði mig ekkert á þessu fyrst í stað, enda alltaf skítkalt, en þeir skynjuðu þetta strax þarna í kring- um 1988 til 1990. Þeir sjá og segja að það sé eitthvað að og svo herti alltaf á þessu. Eins og Hjelmer Hamme- ken, vinur minn í Scoresbysundi, benti á fyrir löngu þá var fjörður- inn áður alltaf ísilagður og öruggur þegar ég kom að heimsækja hann, en núna er ísinn þunnur og vara- samur. Ég spurði hann að því hvers hann mundi óska sér ef hann ætti eina ósk og þá horfði hann á mig og sagði: „Ég vil komast 25 ár aftur í tímann, þegar ísinn var öruggur.“ Þar með breyttust forsendur þess sem ég er að gera. Ég var ekki bara að ná flottum myndum, ég var að ljósmynda algjöra umpólun lífsins á norðurslóðum.“ Enga búrókrata Þetta hefur orðið til þess að ég er að mynda öll heimskautalöndin alveg upp á nýtt. Ég á eitthvað af saman- burðarmyndum og það er eitthvað af þeim í Andlitum norðursins, þar sem sjá má firði fyrir 25 árum og svo nú, en ég er líka að vinna að því að stækka safnið, fara til fleiri landa. Ég talaði í tíu mínútur á Arctic Circle ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu um daginn og útskýrði mikilvægi ljósmyndarinnar í því að styðja við bakið á vísindamönnum sem eru oft að sýna einhver gröf sem enginn skilur. Ljósmyndin er leið til þess að sýna fólki hvernig þetta er. Næsta verkefni mitt er að sýna þennan samanburð í myndum ásamt hug- leiðingum vísindamanna um norðurslóðir og jörðina alla. Þann- ig að þetta samtal myndi eina heild í einni bók.“ Ragnar segir að það hafi komið til hans Bandaríkjamenn eftir að hann talaði á Arctic Circle og boðist til þess að styrkja hann í þessu verk- efni. „Ég er að vona að það verði af þessu því síðustu þrjátíu árin er ég búinn að vera að gera þetta allt sjálf- ur og án styrkja. En ef maður trúir á það sem maður er að gera þá gerir maður það. Þá þýðir ekkert að væla og bíða eftir því að einhver annar borgi. Maður bara safnar fyrir ferð- inni og fer svo af stað. Flýgur norður á bóginn og leigir hundasleða og í guðanna bænum ekki biðja þessa menn um kvittun. Veiðimenn- irnir fara hreinlega í fýlu ef þeir eru beðnir um slíkt. Þá er maður bara búrókrati fyrir þeim og veiðimenn- irnir vita vel að þeir búa ekkert til í heiminum.“ Í sátt við náttúruna Ragnari er Grænland og græn- lenska þjóðin hugleikin og finnst að við hér mættum gefa nágrönn- um okkar meiri gaum. „Veiðimenn- irnir eru engar pempíur og viðhorf þeirra til allra hluta er hressandi. Þegar ég spurði einn þeirra hvort ég mætti fylgja honum á ísbjarnar- veiðar svaraði hann því strax að það væri bannað sem það vissu- lega er. Ég horfði í augun á honum og sagði: Þú veist ég ætla með. Þá brosti hann og það var svarið sem ég þurfti – svo elti ég hann. Hann var stikkfrí af því að ég elti hann og hann var búinn að segja nei. Svo tók ég myndirnar og þær voru eilítið sláandi. Þess vegna sýndi ég honum þær og spurði hvort ég mætti nota þær því ég vildi ekki skaða hann eða samfélagið. Þá sagði hann: „Ég vil að heimurinn fái að sjá hvernig líf mitt er. Ég get ekki farið út í búð eins Þegar ísinn fer þá breytist allt Í þrjátíu ár hefur Ragnar Axelsson fengist við að ljósmynda líf og andlit fólksins á norðurslóðum. Á því ferðalagi rann upp fyrir honum að hann er ekki aðeins að mynda þetta líf, heldur er hann að skrásetja algjöra umpólun lífsins á norðurslóðum af völdum hlýnunar jarðar. En á Íslandi munu jöklarnir hverfa á næstu 150 til 200 árum. Ragnari er lífið og fólkið á norðurslóðum afar hugleikið. FRéttablaðið/GVa „Fólk verður að vita að veiðimennirnir finna líka til þegar ísbjörn fellur. En þeir veiða hann ekki upp á sport,“ segir Ragnar axelsson ljósmyndari um líf veiðimannanna á Grænlandi. Mynd/Rax Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ↣ 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.