Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 30
Það má vel vera að það sé verið að skipta út einni valda-auð-stétt fyrir aðra í Washington
með þessum kosningum. Ríkir karlar
undir forystu Trumps sem taka við af
smartari elítu undir forsæti Obama
og sem Hilary Clinton tilheyrir. Ein
helsta ástæðan fyrir að auðmaður-
inn Trump sigraði Wall-Street-fjár-
magnaða Clinton er að hann náði
til stéttanna sem hafa verið skildar
eftir og sem Demókratar, aðrir en
Bernie Sanders, Elizabeth Warren
og þeirra áhangendur, voru blindir
á. Trump hlustaði á þessar stéttir og
gerði ekki grín að fólki á matarmiðum
og atvinnuleysisbótum meðan hann
hæddist að fötluðum, útlendingum
og konum og braut allar reglur „polit-
ical correctness“.
Frá upphafi Reagan-tímabilsins
um 1980 hafa hinir ríku orðið ríkari
meðan miðstéttin og einkum lægri
miðstétt hefur holast að innan, lent
í skuldum og eignamissi. Þarna er
heil kynslóð sem liggur að stórum
hluta óbætt hjá garði. Ekki bætti úr
þegar bankarnir voru borgaðir út
eftir bankahrunið sem jók enn á mis-
skiptinguna og mokaði peningum í
eitt prósent þeirra ríkustu. Demó-
kratar í Bandaríkjunum leiddu þær
aðgerðir og flokkur þeirra molnar
núna eins og Blair-sinnaðir félags-
hyggjuflokkar víða á Vesturlöndum.
Vinstri stefna Obama og Clinton
fólst að drjúgum hluta í sjálfsagðri
og nauðsynlegri baráttu minnihluta-
hópa. En vinstrið náði ekki lengra en
það og skildi hópa út undan. Ekki síst
hvíta karla sem búa við atvinnuóör-
yggi og aukna fátækt vegna þróunar
upplýsingatækni, útvistunar starfa til
Asíu og stækkunar gigg-hagkerfisins
með tilkomu innflytjenda. Þetta eru
hópar karlar sem eiga ekki lengur
sjens á að lifa ameríska drauminn og
finnst þeir vera án málsvara, útskúf-
aðir og niðurlægðir, líka vegna femín-
isma vegna þess að þeir hafa stundum
dregist menntunarlega og stöðulega
aftur úr konum. Það á eftir að fara
inn í sögubækurnar að Clinton kall-
aði þessa hópa „reiðra hvítra karla“
„deplorables“, hina aumkunarverðu.
Þeir slá nú til baka og láta pólitíkina
í Washington sem hlustaði ekki á þá
heyra það. Sú staðreynd að yfir 40
prósent kvenna kusu Trump er til
marks um að stór hluti kvenna stóð
frekar með sinni stétt en sínu kyni í
þessum kosningum. 53 prósent hvítra
kvenna sem kusu Trump birtir einnig
kynþáttavíddina í þessum kosning-
um, en Trump naut lítils fylgis meðal
blökkumanna.
Það þarf meira en loforð Demó-
krata um skattahækkanir á þá ríku
til að ná til hinna gleymdu stétta.
Og Trump talar inn í það tómarúm
með loforðum um atvinnuskapandi
aðgerðir og endurbætur á fúnum
innviðum samfélagsins. Nú er að sjá
hvort miljarðamæringurinn og bis-
nesskallinn Trump snúi auðmagni
aftur til hinna gleymdu stétta. Eða
hvort hann fellur í gryfju spillingar-
pólitíkurinnar. Verst væri ef hann
leiðist út í fasíska vitleysu.
Lærdómurinn sem við getum hins
vegar dregið af þessum kosningaúr-
slitum er að hlusta, að hlusta á allar
raddir án þess að dæma þær úr leik of
snemma. Samtalið verður að hefjast
þar, á hlustun.
Ég fagna kjöri Trumps. Hlýnun jarðar er langdregin og þreyt-andi aðferð við að tortíma
veröldinni, loksins er kominn fram
maður sem vill bara drífa þetta hel-
víti af með kjarnorkusprengjum.
Og þótt hann geri það ekki er stefna
hans í loftslagsmálum í það minnsta
almennileg helstefna og ætti að stytta
þetta langdregna kvalræði.
Kjör Trumps merkir það sama og
Brexit. Hvað kemur viðskiptamall
fjármálalífsins almenningi við? Hver
er stefna Evrópusambandsins í lofts-
lagsmálum? Loðmullulegt hálfkák
sem sambandið meinar ekkert með,
enda gerir það tollasamninga svo
flytja megi matvæli sem lengst með
flugvélum. Ekki að almenningur hafi
áhyggjur af loftslagsmálum en hann
er leiður á hálfvelgju, leiður á hræsni
stjórnmálanna, leiður á hjali sem
dylur þversagnir sínar með helgi-
slepju, drullumallar í tungumálinu í
stað þess að orða veruleikann.
Menntamenn orna sér nú við frasa
um hvað almenningur sé heimskur að
kjósa ekki það sama og þeir. Þannig
klofning má sjá á öllum sviðum.
Menntastéttirnar eiga enga samleið
með almenningi, sem er ekki svo
skyni skroppinn að sjá það ekki, og
forherðist, ótrúlegt nokk, við hverja
vandlætingargusu. Fjármálakerfið er
lokaður heimur sem kemur fólkinu
ekkert við. Hinir ríku verða ríkari
og hinir fátæku fátækari svo bilið
er orðið ævintýralegt – gjáin í hug-
myndaheiminum er engu minni.
Demókratísku öflin hafa misst
tengslin við veruleikann en tengst
fjármálaöflunum. Í huga þeirra er
„alþýða“ bara óhlutbundin innistæða
í tékkahefti stjórnmálafrasanna,
ekki raunverulegt fólk sem býr við
raunverulegar aðstæður. Þegar svo
er komið þýðir ekkert fyrir neinn
að upphefja sig á kostnað almenn-
ings. Hin blákalda staðreynd er sú
að bandarískur almenningur vissi
nákvæmlega hvernig Trump er en
kaus hann bara samt. Fyrst heilagt
hjónaband fjármagnsafla og stjórn-
mála var það eina sem var í boði var
eins gott að hjónaleysin kæmu fram í
einum og sama manninum, eins gott
að fá almennilegt glapræði.
Trump kemur beint úr raunveru-
leikasjónvarpi. Hann er performer,
hann er uppákoma, sýning, inni-
haldslaust skemmtiatriði. Hann
er óviðeigandi stormur úr tebolla
bandarískra stjórnmála. Hann gengur
fram með ósvífni og yfirgengilegu
bulli, í andstöðu við sífrandi póli-
tískan rétttrúnað. Sjálfumgleði hans
og hroki eru án dularklæða. Allt sem
sagt er gegn honum verður honum að
meðbyr. Hann lýgur blákalt, ekki með
undirferli, dregur ekki dul á hatur sitt
og heift, múslimafóbíu, kvenhatur,
rasisma – það er í sjálfu sér nóg fyrir
einn kjósanda að vilja fá að vera pínu-
lítið ánægður með menningarlega
arfleifð sína án þess að vera sakaður
um svívirðu.
Fólk kaus óðagot og uppnám í stað
seigfljótandi siglingar að feigðarósi.
Þetta á að vera meinholl áminn-
ing. Heimurinn er á eins kolrangri
siglingu og hugsast getur. Það ber
að fagna hverju skeri sem steytt er
harkalega á. Lái mér galskapinn hver
sem vill. Ég er lafhræddur, hjarta mitt
skelfur í myrkrinu. Áfram, Trump!
Sú skýring að ómenntaðir og fátækir sveitalubbar hafi kosið Trump í bunkum en hugsandi,
menntað og vel gefið fólk hafi kosið
Clinton, heldur tæpast vatni. Það má
meðal annars sjá með því að skoða
tölur um fylgi þeirra tveggja í mis-
munandi hópum. Það var til dæmis
heill hellingur af hvítum menntuð-
um konum sem kaus Trump,“ segir
Hafrún, sem skyggnist inn í hugarfar
Trumps og hvernig hann náði kjöri.
„Skýringarnar á því af hverju þetta
fór eins og það fór eru líklega flóknar
og margvíslegar. Ein getur verið sú
að Trump spilaði inn á tilfinningar
sem hafa að öllu jöfnu sterk áhrif á
hegðun. Trump spilaði inn á ótta og
reiði. Ótta við ákveðna hópa eins og
múslima og Mexíkóa og reiði út í
einhver fjarlæg og spillt stjórnvöld.
Auðvelt er að gera Hillary Clinton
að andliti þessara stjórnvalda. Þegar
fólk er óttaslegið er það líklegt til
þess að gera ýmislegt til að koma í
veg fyrir að það sem það óttast verði
að veruleika. Ætli það sé ekki þannig
að óttaslegið fólk sé líklegra en glatt
fólk til að mæta á kjörstað. Fullt af
fólki óttaðist að Trump myndi bera
sigur úr býtum en allar skoðana-
kannanir sögðu þó að það væri harla
ólíklegt að það myndi gerast. Mögu-
lega hafa því fréttir af skoðanakönn-
unum dregið úr ótta, og því dregið úr
hvötum þeirra sem óttuðust Trump
til að mæta á kjörstað. Það að Trump
hafi alið á ótta og reiði eru þó tæpast
einu skýringarnar. Mögulega er kyn-
þáttahatur og kvenfyrirlitning meiri
í Bandaríkjunum en við héldum og
svo eru eflaust einhverjar skýringar
á þessu sem við höfum enn ekki
komið auga á. Allavega þá er gósen-
tíð í vændum hjá rannsakendum, t.d.
félagssálfræðingum sem munu leit-
ast við að skýra hvað í ósköpunum
gerðist. Það verður ekki alveg ein-
falt því mannlegt atferli er oft flókið
fyrirbæri.
Sigríður
Þorgeirsdóttir
prófessor í heimspeki
Hafrún
Kristjánsdóttir
sálfræðingur
Hermann
Stefánsson
rithöfundur
Hvað er í kollinum á Trump og hvað er í kolli banda-
rískra kjósenda? Sérfræðingar og listamenn rýna í
kosningaúrslitin og nýjan forseta Bandaríkjanna.
Rýnt í
Trump
Trump spilaði inn
á Tilfinningar
sem hafa að öllu
jöfnu sTerk áhrif
á hegðun. inn á
óTTa og reiði.
Hafrún Kristjánsdóttir
Trump hlusTaði á
þessar sTéTTir og
gerði ekki grín að
fólki á maTarmiðum
og aTvinnuleysis-
bóTum meðan hann
hæddisT að föTl-
uðum, úTlendingum
og konum og brauT
allar reglur „poliT-
ical correcTness“.
Sigríður Þorgeirsdóttir
kviTTar upp á kyn-
ferðislegT ofbeldi og
mismunun sem maður
vonaðasT Til að
heyrði sögunni Til.
Styrmir Sigurðsson
hann er performer,
hann er uppákoma,
sýning, innihalds-
lausT skemmTiaTriði.
hann er óviðeigandi
sTormur úr Tebolla
bandarískra
sTjórnmála.
Hermann Stefánsson
með óheflaðri fram-
komu og einföldum
skilaboðum TóksT
Trump að höfða Til
þessara hópa; hann
Talaði um óTTa
þeirra og brosTnar
vænTingar á þeirra
eigin Tungumáli.
Jón Gunnar Bernburg
Trump er einföld
sjónvarpsfígúra
– ógeðsleg og haT-
ursfull vissulega, en
samT fígúra – og
bandaríkin eru
dægurmenningar-
samfélag.
Kött Grá Pjé
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð