Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2016, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 12.11.2016, Qupperneq 38
Elín Albertsdóttir elin@365.is Veigar Margeirsson tónskáld segir að gestir sem komi á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu á morgun eigi skemmtilega stund í vændum. MYND/ERNIR Árið 2003 gerði Stórsveitin mjög vinsæla plötu, Í Reykjavíkurborg, sem hefur lengi verið ófáanleg. Nú er verið að endurútgefa plötuna og tónleikagestir geta fjárfest í henni á tónleikunum. Veigar Mar- geirsson, trompetleikari og tón- skáld, er einn af stofnmeðlimum Stórsveitarinnar. Hann flutti hins vegar til Bandaríkjanna 1993 þar sem hann stundaði nám og ílengd- ist þar til ársins 2014. Veigar út- setti Reykjavíkurlögin á sínum tíma en meðal söngvara á plötunni voru Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson, Kristjana Stefáns- dóttir, Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Páll Rósinkrans. „Núna ætlum við flytja öll þessi sömu lög auk eins nýs lags með yngri kynslóð söngvara, þeim Sölku Sól, Valdi- mar Guðmundssyni og Sigurði Guðmundssyni. Þetta eru tólf perl- ur sem allar fjalla um Reykjavík- urborg. Má nefna Fröken Reykja- vík, Gaggó Vest, Við Reykjavík- urtjörn, Ó borg mín borg og mörg fleiri,“ segir Veigar sem stjórnar hljómsveitinni og útsetti tónlistina í djassstíl. Hörð lending Eftir nám í Bandaríkjunum, í Berklee College of Music í Boston og síðan í University of Miami, hélt Veigar til Los Angeles þar sem hann samdi tónlist fyrir kynningarmyndbönd kvikmynda, svokallaðar stiklur. Hann rekur fyrirtækið, sem nefnist Pitch Hammer Musicá, samt fleirum í Los Angeles en starfar aðallega frá Íslandi. Fyrirtækið er sérhæft í tónlist fyrir stiklur. „Ég starfa mestmegnis erlendis þótt ég búi á Íslandi,“ segir hann. „Ísland tog- aði í okkur hjónin eftir langa bú- setu erlendis og dóttir okkar var komin á menntaskólaaldur. Hún fluttist hingað 2012 til að prófa að fara í menntaskóla og finnst æðislegt að vera hér. Það leið því ekki á löngu þar til við hjónin og litli bróðir fylgdum henni eftir. Það er ekki eins erfitt að búa á Ís- landi núna og var fyrir 15 árum. Alþjóðleg samskipti eru auðveld í gegnum tölvuna og samgöngur milli landa allt aðrar en þær voru. Ég notaðist til dæmis við faxtæki þegar ég var í Miami,“ segir Veig- ar. Þegar hann er spurður hvort hann sakni ekki góða veðursins í L.A. svarar hann: „Ég hef nú allt- Snillingar með reykjavíkurlög Áhugaverðir tónleikar verða í Silfurbergi í Hörpu á morgun kl. 17. Þar tekur Stórsveit Reykjavíkur öll völd í sínar hendur ásamt fremstu söngvurum þjóðarinnar og flytur vinsæl Reykjavíkurlög. Stjórnandi er Veigar Margeirsson tónskáld af verið meira fyrir rok og rign- ingu. Hins vegar var veturinn 2014 þegar við komum heim ótrú- lega harður og snjóþungur. Svolít- ið hörð lending að koma frá Kali- forníu til Kópavogs. Það er afskap- lega skemmtilegt að geta nýtt sér alþjóðavæðingu í gegnum vinnuna en krefst auðvitað talsverðra ferðalaga. Margt hefur breyst á Íslandi, til dæmis með auknum ferðamannastraumi, einangrunin er eiginlega alveg horfin,“ segir hann. Stjórnar í abbey road Þar sem umdeildar forsetakosn- ingar eru nýlega afstaðnar í Bandaríkjunum var ekki úr vegi að spyrja Veigar út í þær. „Ég er ekki mjög pólitískur maður en mér líst ekkert sérstaklega vel á þær. Bandaríkin eru mesta fjölmenn- ingarsamfélag í heimi en miðrík- in eru mjög ólík vestur- og aust- urströndinni. Kalifornía er opið samfélag á alla vegu, hvort sem það varðar trúarbrögð eða kyn- þætti. Þar búa allir í sátt og sam- lyndi þótt ólíkir séu. Úr því menn gátu búið við Bush yngri í átta ár ættu þeir að standa þetta af sér,“ segir hann og hlær. „En ég á marga áhyggjufulla vini í Kali- forníu núna.“ Veigar samdi konsertinn Rætur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sigurð Flosason árið 2007 og það er nóg að gera hjá honum um þessar mundir. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Eftir helgi heldur hann til London þar sem hann ætlar að stjórna í Abbey Road-stúdíóinu í fyrsta skipti og hlakkar mikið til að komast í svo sögufrægt stúdíó. „Birgir Hilmarsson tónlistarmað- ur samdi tónlist í auglýsingu fyrir breskt fyrirtæki og við ætlum að taka hana upp ásamt 55 manna hljómsveit. Svo eru næg verkefni á næstunni í fyrirtækinu mínu. Heiminn vantar alltaf afþreyingu þótt nýr forseti komist til valda.“ Veigar á von á því að tónleikarn- ir á morgun verði skemmtilegir og muni skapa góðan anda. „Þetta er aðgengileg dagskrá með lögum sem allir þekkja og geta raulað með. Svo er upplagt að eiga gott sunnudagseftirmiðdegi með stuði og skemmtilegri dagskrá og fara svo út að borða á eftir,“ segir hann. Pitch Hammer Music og Veig- ar hafa unnið tónlist fyrir mark- aðsherferðir í tengslum við nokkr- ar nýlegar kvikmyndir, til dæmis: l War Dogs l Star Trek: Beyond l BFG l Inferno l Captain America: Civil War Fyrir jólin streyma þúsundir Ís- lendinga til Kanaríeyjanna til að ná sér í sól í kroppinn í jólafríinu. Flestir fara til Gran Canaria og Tenerife. Auðvelt er að finna af- þreyingu á eyjunum fyrir alla fjöl- skylduna. Lúxushótel hafa sprott- ið upp, mörg hver sem bjóða upp á heilsulindir. Margt er til skemmtunar. Á Kan- aríeyjum (Gran Canaria) er Granc- anventura þar sem hægt er að fara í alls konar klifur. Sioux City þar sem boðið er upp á vestrasýning- ar með kúrekum og kántrímús- ik. Palmitos Park þar sem hægt er að skoða óteljandi fuglategund- ir og stærsta orkídeusafn á Kan- aríeyjunum. Cocodrilo Park þar sem skoða má krókódíla en það er stærsti slíkur garður í Evrópu. Ho- liday World er skemmtilegur tív- olígarður og síðan Aqualand sem er nýr vatnsgarður í Maspal omas. Ekki má gleyma Andry Birds skemmtigarðinum fyrir börn. Á Tenerife er hinn stórkostlegi Siam Park sem bæði börn og full- orðnir elska. Loro Parque, dýra- garður þar sem eru páfuglar, gór- illur, háhyrningar og mörgæsir. Jungle Park er sömuleiðis dýra- garður með hvítum ljónum, hlé- börðum og krókódílum. Aqualand er vinsæll vatnsgarður og er tal- inn eins sá besti í heimi. Á mörgum hótelum er boðið upp á sundleikfimi, zumba eða aðra líkamsrækt utandyra. Marg- ir góðir veitingastaðir eru á Kan- aríeyjum og hagstætt er að versla þar. jól á Kanarí Það er ljúft að njóta lífsins á Kanarí yfir jólin. Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Frábært til að bæta hormónajafnvægi fyrir konur á öllum aldri Heilbrigðari og grennri Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Mulin hörfræ - rík af Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum CC FLAX • Regluleg inntaka stuðlar að kjörþyngd • Omega 3- ALA • Fjölbreyttar trefjar NÝJAR UMBÚÐIR SLEGIÐ Í GEGN Í VINSÆLDUM - FRÁBÆR -ÁRANGUR PREN TU N .IS Kalifornía er opið samfélag á alla vegu, hvort sem það varðar trúarbrögð eða kynþætti. Þar búa allir í sátt og samlyndi þótt ólíkir séu. Veigar Margeirsson 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.