Fréttablaðið - 12.11.2016, Síða 42

Fréttablaðið - 12.11.2016, Síða 42
Hópsnapp- ið Íslendingar í útlöndum (is- lendingaruti á Snapchat) nýtur töluverðra vin- sælda en þar skiptast Íslend- ingar, sem eru búsettir erlend- is, á að sýna áhugasömum fylgjendum brot úr lífi sínu er- lendis. Upphafsmaður þess er Edda Ósk Ólafsdóttir sem hefur búið í Kan- ada síðan 2009. Sjálf var hún búin að fylgjast með hópsnappinu Ís- lensk vefhönnun um tíma þar sem fyrirtæki í vefbransanum skiptust á að snappa um ýmislegt sem teng- ist vefhönnun. Edda Ósk er meðlim- ur í Facebook-hópnum Íslendingar í útlöndum og einn daginn á leið til vinnu datt henni í hug að það gæti verið gaman ef meðlimir hópsins myndu skiptast á að sýna frá þeim borgum þar sem þeir búa. „Ég deildi hug- myndinni og fékk strax mjög góðar undir tektir meðal meðlima hóps- ins.“ Fyrirkomu- lagið er einfalt að hennar sögn. „Þeir sem vilja taka þátt skrá nafn og staðsetningu í sérstakt Excel- skjal. Hver fær snappið í þrjá daga og sýnir frá lífi sínu í borginni eða þar sem viðkomandi býr.“ Viðfangsefni hvers og eins er misjafnt að sögn Eddu. „Sumir ein- blína mest á daglegt líf, sýna frá skóla eða vinnu og þeim stöðum sem heimsóttir eru reglulega. Aðrir sýna meira frá ólíkum stöðum í borginni og gera sér jafnvel ferð til að sýna eitthvað sérstakt. Svo er hægt að spyrja viðkomandi snappara ýmissa spurninga. Þannig hafa þeir margir fengið spurningar um hvernig sé að búa á viðkomandi stað, hvort flókið sé að flytja þangað, hvernig háttað sé með nám og störf og fleira.“ Íslendingar eru vÍða Snappið byrjaði í vor og spurðist hratt út meðal meðlima Facebook- hópsins og fjölda annarra reyndar líka. „Strax frá byrjun voru nokk- ur hundruð manns að fylgjast með en áhorfendafjöldinn hefur rúmlega tvöfaldast síðan. Í dag eru snöppin að fá um 2.000 áhorf.“ Hún segir mjög gaman að fá inn- sýn í líf annarra Íslendinga sem búa erlendis, hvort sem það er í Evrópu eða á meira framandi stöðum eins og Asíu eða Afríku. „Við höfum verið með snappara úti um allan heim því Íslendingar leynast víða. Sem dæmi má nefna Kína, Mós- ambík, Ungverjaland, Japan, Kan- ada, Níkaragva, Singapúr, Möltu og hinar ýmsu borgir í Bandaríkjunum og Evrópu.“ Og færri komast að en vilja að sögn Eddu. „Það hefur verið full- bókað frá byrjun og alveg fram í miðjan janúar á næsta ári. Það lítur út fyrir áhugaverða dagskrá á næst- unni þar sem fólk er búið að skrá sig frá Suður-Afríku, Óman, Tansaníu og Taílandi.“ Hægt er að fylgjast með á Snap- chat undir islendingaruti. Nokkrir snapparar sem tóku þátt: Karen ÓsK KristÍnardÓttir, nanjing Í KÍna Það er svo margt fallegt að sjá í Nanjing þar sem við búum. Ég og Eyþór, maðurinn minn, þurftum að velja á milli staða til að fara á og völdum þá sem heilluðu okkur upp úr skónum þegar við skoðuðum þá sjálf fyrst. Þannig fórum við á vin- sæla túristastaði sem innihéldu t.d. hof, fjallgöngu, siglingu, ljósadýrð í miðborginni og góðan mat svo eitt- hvað sé nefnt. Áhugasamir geta fylgt okkur á snapchat (karenoskk og eythor90bjo). KristÍn ÞorvaldsdÓttir, Managua Í nÍKaragva Þar sem enga vinnu er að fá hér og landið langt í burtu ákvað ég að sýna meira frá mínu persónulega lífi. Ég var hins vegar frekar slöpp á fyrsta degi þannig að ég var bara heima og kynnti sjálfa mig, sýndi húsið og nærumhverfið og sagði sögur frá Níkaragva. Daginn eftir tók ég rúnt um hverfið mitt sem er frekar fínt en þetta eru mínir heimahagar. Á lokadeginum fór ég smá landsbyggðarrúnt vegna vinn- unnar norður í land. dagný sylvÍa sævarsdÓttir, sønderborg Í danMörKu Ég vildi hafa snappið óhefðbund- ið og skemmtilegt. Því fékk ég vin- konu mína, Ágústu Ásbjörnsdóttur, í lið með mér. Við klæddum okkur upp í ýmis dulargervi, sýndum Sønder borg frá sjúkrahúsþakinu sem er kolólöglegt, gerðum grín að ást Íslendinga á H&M og stunduðum sjóræningja- og hafmeyjusjósund. Þetta krafðist ekki mikils undirbún- ings en talsverðs tíma þar sem við eyddum næstum heilli helgi í þetta sprell. Ég reyndi að flétta líf okkar inn í þetta, t.d. atvinnu, heimilis- hagi, afþreyingu og sögu bæjarins. Þannig fórum við á vinsæla túrista- staði sem innihéldu t.d. hof, fjallgöngu, siglingu, ljósadýrð í miðborginni og góðan mat. Karen Ósk Kristínardóttir Dagný Sylvía er í Danmörku.Karen Ósk og Eyþór eru í Kína. Kristín Þorvaldsdóttir er í Níkaragva. Ferðast uM heiMinn Með sÍMa Íslendingar búsettir um allan heim hafa undanfarna mánuði sýnt frá lífi sínu á hópsnappinu Íslendingar í útlöndum. Færri komast að en vilja en á næstunni verður m.a. sýnt frá lífi Íslendinga í Suður-Afríku, Óman, Tansaníu og Taílandi. Þar sem enga vinnu er að fá hér og landið langt í burtu ákvað ég að sýna meira frá mínu persónulega lífi. Kristín Þorvaldsdóttir Ég vildi hafa snappið óhefð- bundið. Því fékk ég vin- konu mína, Ágústu Ásbjörnsdóttur í lið með mér. Dagný Sylvía Sævarsdóttir Edda Ósk fékk hugmyndina góðu. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.