Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 54

Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 54
| AtvinnA | 12. nóvember 2016 LAUGARDAGUR12 Vegna fjölda nýrra og spennandi verkefna leitum við að klárum og skemmtilegum arkitektum og/eða byggingafræðingum. Zeppelin arkitektar teikna öll sín verkefni í þrívíddarforritum og viðkomandi þarf því að kunna góð skil á Archicad eða Revit. Færni í photoshop og illustrator er mikill kostur. Umsóknir ásamt ferilskrám skulu sendar á orri@zeppelin.is, frekari upplýsingar í síma 553 3640. Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Helstu verkefni og ábyrgð Annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs ásamt svæðisstjóra, í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins Er svæðisstjóra innan handar við daglegan rekstur stöðvar og er staðgengill hans Er faglegur yfirmaður á sínu sviði og sinnir klínísku starfi samhliða Innleiðir nýjungar og vinnur að breytingum á starfsemi til hagsbóta fyrir skjólstæðinga stöðvar Tekur þátt í gerð, innleiðingu og notkun klínískra leiðbeininga Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu Tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi Skipuleggur kennslu fyrir heilbrigðisstéttir í samráði við fagstjóra lækninga, kennslustjóra og lærimeistara Hæfnikröfur Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði Framhaldsmenntun í hjúkrun æskileg Reynsla af og áhugi á teymisvinnu Reynsla af starfi í heilsugæslu er kostur Nám og reynsla á sviði stjórnunar æskileg Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt Nánari upplýsingar Alma Eir Svavarsdóttir, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Efstaleiti – alma.eir.svavarsdottir@heilsugaeslan.is sími 585-1800, Reynir Björn Björnsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hlíðum – reynir.bjorn.bjornsson@heilsugaeslan.is sími 585-2300, Nanna Sigríður Kristinsdóttir, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Efra-Breiðholti – nanna.sigridur.kristinsdottir@heilsugaeslan.is sími 513-1550. Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðis- þjónustunni þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Flóknari vandamál, þörf fyrir fjölbreyttari úrræði og skortur á sérhæfðu starfsfólki kallar á nýja nálgun í starfsemi heilsugæslustöðva. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er í gangi breyting á skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt innleiðingu aðferða straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvum að taka á flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Fagstjóri hjúkrunar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Laus eru til umsóknar störf fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Efstaleiti, Heilsugæsluna Hlíðum og Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Fagstjóri hjúkrunar ber ábyrgð á skipulagningu hjúkrunarþjónustu í samráði við svæðisstjóra. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan stöðvanna og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða krefjandi störf sem reyna á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Ráðið verður í starfið til 5 ára frá og með 1. desember nk. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2016. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is). Ríkisendurskoðun auglýsir laus störf til umsóknar: Sérfræðingar á stjórnsýslusviði Helstu verkefni og ábyrgð Starf sérfræðings felst í úttektavinnu og skýrslugerð auk almenn rar þátttöku í innra starfi sviðsins. Hann starfar sjálfstætt að verkefnum sínum í samræmi við gæðakröfur stjórnsýslusviðs og starfsáætlanir og þarf að geta leitt þau til lykta í samvinnu við sviðsstjóra / deildarstjóra. Hæfnikröfur • Háskólamenntun (meistarapróf) sem nýtist í starfi • Reynsla af vinnu við úttektir / skýrslugerð • Þekking á ríkisrekstri og opinberri stjórnsýslu • Samviskusemi, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun • Færni í greiningu, úrvinnslu og miðlun tölulegra gagna • Mjög góð kunnátta í íslensku og geta til að skrifa hnitmiðaðan, vandaðan og læsilegan texta • Gott vald á Word og Excel og hæfileiki til að tileinka sér ný tölvukerfi • Góð enskukunnátta er nauðsynleg og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 21.11.2016 Nánari upplýsingar veitir Þórir Óskarsson - thorir@rikisend.is Löggiltur endurskoðandi á endurskoðunarsviði Helstu verkefni og ábyrgð • Endurskoðun reikningsskila ríkisaðila • Endurskoðun reikningsskila félaga og sjóða í meirihlutaeigu ríkisins • Endurskoðun á samstæðuuppgjöri ríkissjóðs • Könnun á innra eftirliti stofnana og mat á virkni þess • Aðrar úttektir á fjárhagsmálefnum ríkisstofnana • Þátttaka í teymisvinnu og samstarf við ýmsa aðila • Ábyrgð á afmörkuðum verkefnum Hæfnikröfur • Þekking á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum • Þekking á alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum • Þekking á rekstri/fjármálastjórn opinberra aðila er kostur • Góð greiningar- og ályktunarhæfni • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu • Góð færni í ritun og framsetningu texta á íslensku • Færni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði og metnað í starfi • Víðtæk tölvukunnátta og reynsla af notkun fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er kostur Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 28.11.2016 Nánari upplýsingar veitir Ingi K. Magnússon - ingi@rikisend.is Sérfræðingur á endurskoðunarsviði Helstu verkefni og ábyrgð • Endurskoðun reikningsskila ríkisaðila • Könnun á innra eftirliti stofnana og mat á virkni þess • Aðrar úttektir á fjárhagsmálefnum ríkisstofnana • Þátttaka í teymisvinnu og samstarf við ýmsa aðila • Ábyrgð á afmörkuðum verkefnum Hæfnikröfur • Háskólapróf, meistarapróf/cand. oecon á sviði endurskoðunar og reikningshalds • Góð reynsla og/eða þekking á rekstri/fjármálastjórn opinberra aðila æskileg • Góð greiningar- og ályktunarhæfni • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu • Góð færni í ritun og framsetningu texta á íslensku. • Færni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði og metnað í starfi • Víðtæk tölvukunnátta og reynsla af notkun fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er kostur Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 28.11.2016 Nánari upplýsingar veitir Ingi K. Magnússon - ingi@rikisend.is Frekari upplýsingar um störfin Sótt skal um störfin í gegnum Starfatorg.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsókn skal fylgja starfs- ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis. Stofnunin endurskoðar ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hefur eftirlit með og stuðlar að umbótum á fjármála­ stjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Hún gerir grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar og úttekta í skýrslum sem sendar eru Alþingi og birtar opinberlega. Ríkisendurskoðandi ræður starfsfólk stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun er til húsa í Bríetartúni 7, 105 Reykjavík. Starfsmenn eru samtals 48. Sjá nánar: www.rikisendurskodun.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.