Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2016, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 12.11.2016, Qupperneq 102
Meðan ég tóri þá vakna ég glöð ef ég get eitthvað farið að gera. Það er mitt líf og tilvera,“ segir myndlistarkonan Sigrún Guðjóns- dóttir – Rúna. Hún verður níræð eftir nokkra daga og málar enn daglega – mest á morgnana. Mál- þing um líf hennar og starf verður í Gerðubergi í dag og hefst klukkan 13. Að því loknu, eða klukkan 16, verður svo opnuð sýning þar á verk- um hennar sem eru öll frá síðustu árum, flest frá 2015 og 16. Glóðvolg! Við Rúna höfum tyllt okkur í sófa við sýningarsalinn til að skrafa saman. Hún kveðst búa sjálfstætt en í góðri nábúð því Þorgrímur sonur hennar sé í sama húsi. „Ég er í gömlu vinnustofunni okkar Gests, lét bara innrétta hana sem íbúð og hef vinnuborðið mitt þar, þetta er opið rými.“ Hér er hún að tala um Gest Þorgrímsson, eiginmann sinn sem lést árið 2003. Hann var lista- maður líka. Rúna er Hafnfirðingur þó um tíma hafi þau Gestur búið við Laug- arásveginn í Reykjavík. „Ég átti mín uppvaxtarár í Hafnarfirði, pabbi var skólastjóri barnaskólans við Lækinn og ég var kölluð Rúna skóló. Það var öllu snúið upp í óið á tímabili. Þegar strætó kom þá þótti það svo sniðugt!“ Hún kveðst þakka honum Eiríki, vini sínum, Smith að hún hafi farið að ástunda listina. „Við Eiríkur vorum bekkjarfélagar og hann nennti ekkert voðalega mikið að eiga við skólafögin, hann bara teiknaði – sat og teiknaði og við skólasystkinin litum gríðarlega upp til hans, hann var strax svo flinkur og afkastamikill. Pabbi fór að kaupa handa honum liti og þá gat hann ekki skilið mig útundan því ég var alltaf teiknandi líka.“ Það eru akrýllitir sem Sigrún notar núna og svolítið pastel eða þurrkrít með og hún málar allt á handgerðan pappír. „Hann gefur myndunum svo mikið líf,“ útskýrir hún. „Þegar við Gestur komum heim frá námi í Kaupmannahöfn þá settum við á fót leirkerasmiðju. Ég sakna alltaf leirsins og þaðan held ég að dálæti mitt á þessum grófa pappír sé kominn, það gerir efnis- kenndin.“ Rúna notar óspart málmliti með öðrum, gull og silfur. „Það eru svona þrjú ár síðan ég byrjaði á því,“ segir hún og kveðst enn vera í tilrauna- mennsku. „Ég get ekki sest niður og málað í dag alveg eins og ég málaði í gær,“ segir hún kankvís. „Einhver hreyfing verður að vera, annars gæti ég sleppt þessu.“ Þau Rúna og Gestur kynntust í Myndlista- og handíðaskólanum og fóru saman út til Kaupmanna- hafnar 1946 til að læra meira. „Ég var komin með kennararéttindi 18 ára og vann mér inn fyrir náminu með kennslu.“ Rúna ber aldurinn vel. „Maður má þakka fyrir að hafa kollinn í lagi og heilsuna yfirleitt. Á meðan getur maður notið lífsins,“ segir hún og hvetur alla til að lesa sem mest. „Að lesa góðar skáldsögur og ljóð veitir svo mikla gleði og opnar sýn inn í svo margt. Augun mín eru reyndar orðin dálítið léleg en þó ég sjái ekki allt get ég bara í eyðurnar!“ Vakna glöð ef ég get eitthvað farið að gera Það er reisn yfir listakonunni Rúnu þar sem hún gengur um sal Gerðubergs og lítur yfir verkin sem sýning verður opnuð á í dag. Fyrst er þar málþing um ævi hennar og störf undir yfirskriftinni Línudans. „Ég var kölluð Rúna skóló,“ segir skólastjóradóttirin Rúna. FRÉttablaðið/Vilhelm myndirnar eru allar málaðar á handgerðan, japanskan pappír. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÉG Get ekki sest niðuR oG máLað í daG aLveG eins oG ÉG máLaði í GæR. Leikhús Who’s the Daddy! HHHHH Tjarnarbíó handrit: Pörupiltar leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir Undanfarin ár hafa Pörupiltarnir staðið að kynfræðslufyrirlestrum í Borgarleikhúsinu og eru núna komn- ir aftur á stjá með sýninguna Who’s the Daddy! í Tjarnarbíói, frumsýnd fyrir um viku síðan. Þær Sólveig Guð- mundsdóttir, Alexía Björg Jóhannes- dóttir og María Pálsdóttir koma þar fram sem sín hliðarsjálf: Dóri Maack, Nonni Bö og Hemmi Gunn, reyndar ekki sjónvarpsmaðurinn frægi. Drag er gífurlega fjölbreytt form með flókna sögu, reglurnar eru fáar og frelsið til tilrauna er mikið. En stór hluti klæðaskipta sem sviðslistaform er að gagnrýna samfélagið, þá sér- staklega gagnkynhneigða karllæga regluverkið sem myndar undirstöðu þess. Drag er í eðli sínu rammpólitískt og svolítið hættulegt. Fólk klæðir sig bókstaflega í einkennisbúning gagn- stæða og yfirleitt gagnkynhneigða kynsins til að sýna fram á hversu súrr- ealísk veröldin getur verið og hún er ansi súr um þessar mundir. Sólveig er hæfileikarík leikkona og umbreyting hennar í Dóra Maack er sjón að sjá. Taktarnir, talsmátinn og líkamsbeitingin eru vel útfærð en undir niðri er sáralítið innihald. Hún ber sýninguna á baki sér með nokkr- um innskotum frá Alexíu og Maríu, sem klæðast sínum persónum sömu- leiðis ágætlega en engin dýpt er á bak við þeirra framsetningu heldur. Þetta eru skrípamyndir fremur en vel útfært drag. Enginn er skrifaður fyrir leik- stjórninni né umgjörð sýningar- innar almennt s.s. ljósum, hljóði né búningum. Sviðsmyndin er nánast engin fyrir utan skrifborð með far- tölvu og stórum skjá aftast á svið- inu sem er notuð fyrir PowerPoint sýningu Dóra. Who’s the Daddy! er auglýst sem uppistand en er í raun fyrirlestur með leikrænu yfirbragði og útkoman er einhvers konar bragð- laus stílsamsuða. Hugmyndum er hent fram og nokkrir góðir brandarar hitta í mark, þá sérstaklega sumar glærurnar í PowerPoint sýningu Dóra sem eru útbíaðar í stafsetningarvillum og skondnum ranghugmyndum um uppeldi og tilhugalífið. Vandamálið er að þessar karlkyns staðalímyndir eru hvorki hættulegar, áhugverðar eða jafnvel þekkjanlegar úr íslensku samfélagi heldur frekar einhvers konar gríntilbúningur sem er ágætur til síns brúks í stuttum atriðum en ekki efni í heila sýningu. Dragsýningar eiga að ögra, vekja áhorfendur til umhugsunar um sam- félagið og láta þá skellihlæja á sama tíma. Who’s the Daddy! dubbar sig upp sem dragsýning en nær aldrei að sýna rétt andlit formsins né vera nægilega vel úthugsuð til að hitta í mark. Sigríður Jónsdóttir NiðursTaða: Hvorki fugl né fiskur, fyrirlestur né dragsýning. Pörupiltar á villigötum daGskRá máLÞinGsins um Rúnu Vigdís Finnbogadóttir setur málþingið klukkan 13 í dag. Svo verður fjallað um hina ýmsu þætti á listferli Rúnu. Guðný magnúsdóttir talar um leirlistina, Kristín Ragna Gunnarsdóttir um myndskreytingar, Valgerður bergsdóttir um störf Rúnu að fé- lagsmálum og aðalsteinn ingólfs- son um málaralistina. málverkasýningin verður opnuð klukkan 16. hún mun standa til 5. febrúar 2017. 1 2 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 L a u G a r D a G u r54 m e N N i N G ∙ F r É T T a b L a ð i ð menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.