Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Hari Löggæsla Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir sameiningu lögregluembætta á Íslandi geta skilað mikilli hagræðingu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri seg- ir gagnrýnina á embættið að undanförnu hluta af markvissri rógsherferð. Markmiðið sé að hrekja hann úr embætti. Rangfærslum sé vís- vitandi dreift sem og rógburði um hann. „Ég er búinn að vera í þessu embætti í 22 ár og hef verið embættismaður í erfiðum hlut- verkum í hátt í 40 ár en hef ekki fyrr en á þessu ári þurft að ganga í gegnum árásir af þeim toga sem við erum að horfa á innan kerfisins,“ segir Haraldur og vísar til gagnrýni úr röðum lögreglumanna sem telji sig eiga harma að hefna gegn honum. „Í sumum tilvikum eiga í hlut starfsmenn þar sem stjórnendavald ríkislögreglustjóra hefur þurft að koma við sögu. Skiljanlega eru ekki allir starfsmenn sáttir við að for- stöðumaðurinn þarf stundum að grípa inn í varðandi starfshætti og framkomu starfs- manna og einnig hvað varðar til dæmis stöðu- veitingar. Það eru ekki allir sáttir við að fá ekki framgang og frama,“ segir Haraldur. „Svívirðilegar aðferðir í valdatafli“ Spurður um þessar aðferðir við að koma honum úr embætti kveðst hann ýmsu vanur. „Ég held að Ísland skeri sig ekkert úr hvað þetta varðar, að reynt sé að koma mönnum frá með svívirðilegum aðferðum í valdatafli, hags- munagæslu og pólitík,“ segir Haraldur sem svarar gagnrýni á embættið í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir of stóran hluta af fjármunum til lögreglunnar á Íslandi renna í „hátimbraða yfirmannabyggingu“. Með sameiningu lög- regluembætta megi fækka stjórnendum og efla löggæsluna í landinu. Þá segir hann gagnrýni sína á framgöngu lögreglumanna eiga þátt í aðförinni gegn sér sem embættismanni að undanförnu. „Ég hef líka bent á að ekki eigi að líða spill- ingu innan lögreglunnar. Hluti af umræðunni sem er að brjótast fram núna er kannski einnig vegna þeirrar afstöðu minnar. Ég hef til dæmis bent á að það fari ekki saman að lög- reglumenn séu meðfram starfi sínu í pólitísku vafstri. Það fer að mínu viti ekki saman,“ segir Haraldur sem telur umræðu um bílamál lög- reglunnar hluta af þeirri rógsherferð að óreiða sé í fjármálum ríkislögreglustjóra. Hann fagni fyrirhugaðri úttekt ríkisendur- skoðanda á embættinu. Þá segir hann að- spurður að ef til starfsloka kemur muni það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttuna bak við tjöldin. »14-15  Ríkislögreglustjóri segir markvisst reynt að hrekja sig úr embætti með rógi og ósannindum  Lögreglumenn kunni ekki að meta þegar tekið sé á málum þeirra  Hann hafi tekið á spillingu Rógsherferðin hluti af valdatafli L A U G A R D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  216. tölublað  107. árgangur  GEFANDI AÐ LEIÐBEINA FÓLKI BREYTTAR ÁHERSLUR LEIKLISTARHÁTÍÐIN LÓKAL 50HALLA MARGRÉT 12  Stjórnarandstaðan á Alþingi segir enga pólitíska sátt ríkja um hugs- anlega vegtolla á höfuðborgar- svæðinu, þvert á yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins og formanns um- hverfis- og samgöngunefndar. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir hugmyndir ríkisstjórnar um vegtolla á stofnæðum borgarinnar geta kostað bíleigendur um 400 þús- und krónur á ári. Samkomulag ríkis og sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu um sam- göngur og fjámögnun þeirra er enn óundirritað. Efasemdir hafa komið upp í þingflokki Sjálfstæðisflokksins við kynningu málsins. »6 Engin sátt ríkir um vegtolla í borginni Morgunblaðið/Ómar Beðið Umferðin í borginni hefur versnað mjög undanfarin ár.  Byggingafélagið Þingvangur hefur sent fyrirspurn varðandi uppbyggingu leiguhúsnæðis til skammtímanota á tveimur lóðum við Köllunarklettsveg. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur. Umrædd lóð er í Laugarnesi og óskar Þingvangur eftir því að fá að setja allt að 550-600 innréttaðar íbúðaeiningar á lóðina. Mögulegt sé að hafa húsnæðið tilbúið á nokkrum mánuðum. Óskin sé sett fram í sam- ræmi við stefnumörkun átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum um að reisa íbúðarhúsnæði til skammtímanota til að bregðast við tímabundnum vanda. »20 Vilja reisa 600 íbúð- ir til að leysa vanda Húsaþyrping Byggingarnar eiga að rísa á milli Sæbrautar og Köllunarklettsvegar. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Bið eftir greiningum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð- inni er 18 mánuðir en flest þeirra barna sem vísað er á Greiningarstöðina eru með samþættan vanda, þroska- frávik og einhverfu. Bið eftir greiningu er allt að 14 mánuðir hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins (ÞHS), en hún veitir þjónustu vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinaflokki um skólamál sem hefur göngu sína í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag og birtist einnig á mbl.is. Hjá Brúarskóla, sem er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar- eða félagslegum erf- iðleikum, eru 12 börn á biðlista, flest á unglingastigi, og 90 börn bíða þjónustu hjá barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Allt eru þetta börn sem þurfa meiri stuðning en meginþorri barna. Í fyrra voru 7.069 komur í þjónustu á göngudeild BUGL sem er töluverð aukning frá því áður. Eins kom BUGL að 15 samráðs- teymum hið minnsta á stórhöfuðborgarsvæðinu. Í gegnum þau hafði BUGL aðkomu að um 900 börnum í fyrra, að sögn Guðrúnar Bryndísar Guðmundsdóttur yfirlæknis. Um 30% grunnskólanemenda njóta sér- kennslu og stuðnings til náms en meirihluti þeirra er með formlega greiningu. Þurfa að bíða á annað ár  Löng bið er eftir greiningum fyrir börn sem glíma við erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan  Hátt hlutfall nemenda nýtur sérkennslu Morgunblaðið/Hari Nám Um 30% nema í grunnskólum njóta sérkennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.