Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 60 ára Már er Vest- mannaeyingur. Hann var sjómaður, lengi á Danska-Pétri og síðar var hann launafulltrúi hjá Vinnslustöðinni. Hann er stólmeistari frímúrarastúkunnar Hlés í Vestmannaeyjum. Maki: Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir, f. 1961, sjúkraliði. Börn: Friðþjófur Sturla, f. 1979, Víkingur, f. 1983, og Soffía Marý, f. 1987. Barna- börnin eru orðin 6. Foreldrar: Friðþjófur Sturla Másson, f. 1927, sjómaður og verkstjóri, bús. á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, og Jórunn Einarsdóttir, f. 1928, d. 2012, húsmóðir og verkakona. Már Friðþjófsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sjálfsagt er að sýna skoðunum annarra virðingu, þótt þær fari ekki sam- an við okkar eigið álit. Nú er ekki rétti tíminn til þess að stökkva en ekki hrökkva. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú fylgir þínum skoðunum fast eftir í dag. Hikaðu ekki við að segja makanum hvernig þér líður því betur sjá augu en auga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert dularfullur og spennandi í augum félaga þinna. Farðu varlega hvort sem þú ert á gangi eða í umferðinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á sviði sem þú ert veikur á og deildu niður verkefnum. Þú ert búin/n að fá nóg af fagurgala einhvers. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vekur aðdáun fólks og ljómar af sjálfsöryggi. Mundu að það er aldrei of seint að vinna nýja sigra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Skoðaðu árang- urinn í fortíðinni áður en þú tekur ákvarðanir fyrir framtíðina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert með mikilvæga hluti á prjón- unum. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að segja það sem þig langar til að segja við fólk. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjálfsöryggi þitt er nokkuð sveiflukennt. Reyndu að hrista upp í hlut- unum á vinnustaðnum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Flas er ekki til fagnaðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfum/sjálfri þér í dag. Stundum veltirðu fyrir þér hvort þú búir í réttu landi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér er alveg óhætt að láta eitthvað smávegis eftir þér. Nýttu þér til- boð sem þú hefur beðið eftir. Það gengur allt upp sem þú stefnir að. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitthvað verður til þess að trufla þitt daglega mynstur. Notaðu tímann til þess að versla, sinna viðskiptum og skreppa í stuttar gönguferðir. sögu svæðisins og gamla Breiðholts- bæjarins. Hún hafði forgöngu um stofnun Kvenfélags Breiðholts árið 1970 og var formaður félagsins í mörg ár. Hún átti einnig sæti í byggingar- nefnd Breiðholtskirkju. Birna er líka stolt af vestfirskum uppruna sínum og hefur sterkar taugar til Ísafjarðar. Birna var félagi í Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja á árunum 1980-1994 og var formaður klúbbsins 1984-1986. Áhugamál Birnu hafa aðallega tengst starfi hennar sem leiðsögu- útvarpsþætti umferðarráðs. Hún vann einnig texta fyrir ferðabækl- inga og ferðabækur. Birna tók saman mikið magn kennsluefnis fyrir leiðsögunema og gaf út handbók leiðsögumanna. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 2000 fyrir fræðslustörf í þágu ferðamála. Þau hjónin voru meðal frumbyggja í Breiðholtshverfi og létu sig málefni hverfisins varða. Birna hefur verið dugleg að kynna sér og halda á lofti B irna Guðrún Bjarnleifs- dóttir fæddist á Ísafirði 14. september 1934 og bjó á Mjallargötu 6 fyrstu ár ævi sinnar. Hún lauk gagnfræðaskólaprófi á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur til að hefja nám við Verzlunarskóla Íslands þaðan sem hún lauk verslunarprófi vorið 1953. Birna starfaði við skrifstofustörf hjá H. Ben. hf. á árunum 1953-1958. Með- fram heimilisstörfum næstu árin tók hún að sér ýmis verkefni, svo sem þýð- ingar, forfallakennslu og kennslu í vél- ritun. Birna fékk snemma áhuga á leið- sögustörfum. Þegar hún vann hjá H. Ben. hf., ekki langt frá höfninni, sá hún farþega skemmtiferðaskipanna koma í land og hugsaði með sér að það hlyti að vera skemmtilegt starf að vera leið- sögumaður. Hún lauk leiðsögu- námskeiðum Ferðaskrifstofu ríkisins á árunum 1965-1970 og hlaut réttindi ferðamálaráðs sem leiðsögumaður ferðafólks árið 1983. Birna hóf að starfa sem leið- sögumaður árið 1969 og vann við leiðsögn erlendra ferðamanna í dagsferðum til ársins 1982. Hún var forstöðumaður leiðsöguskóla ferða- málaráðs frá árinu 1976 en tók svo að sér að byggja upp og hafa umsjón með ferðamálanámskeiðum MK, sem síðar varð Leiðsöguskólinn, frá árinu 1987. Birna vann lengi að hagsmuna- málum leiðsögumanna, hún var for- maður Félags leiðsögumanna á ár- unum 1973-1979 og ritstjóri og í ritnefnd félagsblaðs leiðsögumanna á árunum 1974-1983. Jafnframt sótti hún fjölda námskeiða á vegum fé- lagsins og tók þátt í ráðstefnum víða um heim á vegum norrænna og al- þjóðlegra samtaka leiðsögumanna. Birna hefur alla tíð verið ötull tals- maður þess að leiðsögumenn fái lög- gildingu á starfsréttindum sínum. Hún var fulltrúi leiðsögumanna í ferðamálaráði 1976-1993, átti sæti í umhverfisnefnd ráðsins 1984-1993, var fulltrúi í náttúruverndarráði 1984-1987 og varaformaður þar 1990-1993. Á árunum 1979 til 1983 hafði Birna umsjón með útvarpsþáttum um ferðamál á RÚV og sá einnig um maður og hefur hún notið þess að safna og miðla fróðleik um land sitt og þjóð. Fjölskylda Eiginmaður Birnu er Árni H. Bjarnason, f. 19.3. 1933, fyrrverandi bankaútibússtjóri. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Þórðarson, f. 5.10. 1900, d. 1.10. 1974, bifreiðastjóri í Hafnarfirði, og Valería Svanhvít Árna- dóttir, f. 12.6. 1905, d. 4.5. 1968, hús- freyja í Hafnarfirði. Birna G. Bjarnleifsdóttir, leiðsögumaður og fv. forstöðumaður Leiðsöguskólans – 85 ára Fjölskyldan árið 2007 Birna og Árni ásamt dætrum, tengdasonum og barnabörnum. Aftari röð frá vinstri: Þorkell, Anna, Erla, Birna, Guðrún Hrönn, Jón og Jóhann Árni. Fremri röð frá vinstri: Bjarnleifur, Birna og Árni. Frumkvöðull í sínu fagi Með langömmubörnunum 2019 Árni Gunnar, Birna og Emilía Kristbjörg. Á Ísafirði Birna við Mjallargötu 6. Guðrún Bjarnadóttir á 90 ára afmæli í dag. Af því tilefni verður Guðrún með opið hús í dag og tekur á móti gestum á milli kl. 14 og 17 í Árskógum 8, 109 Rvík. Árnað heilla 90 ára 40 ára Víðir er Akur- eyringur og er húsa- smíðanemi við Fjöl- brautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Hann vinnur hjá SS Byggir. Víðir er heitur stuðn- ingsmaður KA. Maki: Daoprakai Saosim, f. 1976 í Taí- landi, fiskverkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Börn: Andrés Athit, f. 1998, Guð- mundur Tawan, f. 2002, og Lárus Vinit, f. 2007. Foreldrar: Guðmundur Lárus Helgason, f. 1953, vinnur hjá VÍS, og Brynhildur Júlíusdóttir, f. 1957, vinnur hjá Lög- heimtunni. Þau eru búsett á Akueyri. Víðir Guðmundsson Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.